Alexandra Briem næsti forseti borgarstjórnar Sylvía Hall skrifar 14. maí 2021 13:37 Alexandra er fyrsta trans konan sem gegnir embættinu. Píratar Alexandra Briem mun taka við embætti forseta borgarstjórnar Reykjavíkur þriðjudaginn 18. maí næstkomandi af Pawel Bartozek sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2019. Alexandra verður fyrsta trans konan til þess að gegna embættinu. Pawel mun taka við formennsku í skipulags- og samgönguráði þar sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir var áður formaður. Sigurborg sagði skilið við stjórnmálin í upphafi mánaðar vegna álags og veikinda. Alexandra skipaði þriðja sæti á lista Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og hefur gegnt stöðu varaborgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Það sem eftir lifir kjörtímabils tekur Alexandra sæti borgarfulltrúa í stað Sigurborgar, Rannveig Ernudóttir verður fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata í fullu starfi og Valgerður Árnadóttir verður einnig í borgarstjórnarflokknum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Alexandra ekki vera upptekin af „titlatogi eða embættum“ en embættið sé þó til marks um traust og ábyrgð sem hún ætli sér að standa undir. Hún hafi verið heilluð af starfi borgarstjórnar frá unga aldri, allt frá því að hún heimsótti ömmu sína sem starfaði í móttöku ráðhússins. „Ég hef örugglega verið eina tíu ára barnið sem bað um að fá að koma og horfa á borgarstjórnarfund, og það blundaði alltaf í mér að þetta væri eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem þyrfti að gera vel og af heilindum og eitthvað sem ég yrði stolt af ef mér gæfist tækifæri til. Nú hefur mér gefist þetta tækifæri og ég lofa ykkur og barninu sem ég var að ég mun sinna starfinu vel og af heilindum, fyrir hönd íbúa borgarinnar.“ Píratar Borgarstjórn Reykjavík Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Pawel mun taka við formennsku í skipulags- og samgönguráði þar sem Sigurborg Ósk Haraldsdóttir var áður formaður. Sigurborg sagði skilið við stjórnmálin í upphafi mánaðar vegna álags og veikinda. Alexandra skipaði þriðja sæti á lista Pírata fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og hefur gegnt stöðu varaborgarfulltrúa á kjörtímabilinu. Það sem eftir lifir kjörtímabils tekur Alexandra sæti borgarfulltrúa í stað Sigurborgar, Rannveig Ernudóttir verður fyrsti varaborgarfulltrúi Pírata í fullu starfi og Valgerður Árnadóttir verður einnig í borgarstjórnarflokknum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segist Alexandra ekki vera upptekin af „titlatogi eða embættum“ en embættið sé þó til marks um traust og ábyrgð sem hún ætli sér að standa undir. Hún hafi verið heilluð af starfi borgarstjórnar frá unga aldri, allt frá því að hún heimsótti ömmu sína sem starfaði í móttöku ráðhússins. „Ég hef örugglega verið eina tíu ára barnið sem bað um að fá að koma og horfa á borgarstjórnarfund, og það blundaði alltaf í mér að þetta væri eitthvað mikilvægt. Eitthvað sem þyrfti að gera vel og af heilindum og eitthvað sem ég yrði stolt af ef mér gæfist tækifæri til. Nú hefur mér gefist þetta tækifæri og ég lofa ykkur og barninu sem ég var að ég mun sinna starfinu vel og af heilindum, fyrir hönd íbúa borgarinnar.“
Píratar Borgarstjórn Reykjavík Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira