Innlent

Dróna­bann vegna fundar Norður­skauts­ráðsins

Sylvía Hall skrifar
Bannið gildir á rauðmerktum svæðum til miðnættis á fimmtudag.
Bannið gildir á rauðmerktum svæðum til miðnættis á fimmtudag. Lögreglan

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á tímabundið bann við flugi dróna eða annarra fjarstýrðra loftfara vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Bannið verður í gildi frá og með deginum í dag til miðnættis á fimmtudag.

Gífurlegur viðbúnaður verður hins vegar vegna komu ráðherranna, sérstaklega vegna utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands.

Óheimilt verður að fljúga dróna innan 500 metra radíus frá Hörpunni, Grand Hótel Reyjavík og Hilton Nordica. Bannið gildir einnig um Sæbrautina í vestur frá Kringlumýrarbraut, strandlengjuna þar við og 200 metra út á haf frá Sæbraut, Borgartún og Skúlagötu að Hörpu.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu má einnig búast við smávægilegum umferðartöfum miðsvæðis í Reykjavík á meðan ráðherrafundinum stendur, eða frá þriðjudegi til fimmtudags. Þó verður engum götum lokað vegna fundarins.


Tengdar fréttir

Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða

Regn­boga­fáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í til­efni af al­þjóð­legum degi gegn for­dómum í garð hin­segin fólks. Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar voru veitt þar í dag.

Blinken fundar með íslenskum ráðamönnum

Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra eftir að hann kemur hingað til lands á mánudagskvöld, samkvæmt tilkynningu bandaríska utanríkisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×