Konur eiga rétt á því að vera vakandi yfir eigin heilsu Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 18. maí 2021 11:01 Velferðarnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar flutning leghálssýna til Danmerkur. Ég óskaði eftir því í fyrstu að fá Persónuvernd fyrir nefndina. Einnig hafa fjölmargir sérfræðingar komið fyrir nefndina að minni beiðni sem telja heilsu kvenna beinlínis í hættu vegna þeirrar ákvörðunar að senda sýnin úr landi. Það verður æ skýrara að af þessari braut verður að snúa strax. Það að ákveða að fara í þennan leiðangur þegar ekkert var undirbúið eða til reiðu er til skammar og ekkert annað en óvirðing við konur og heilsu þeirra. Orð þeirra sérfræðinga sem komu fyrir Velferðarnefnd Alþingis gefa tilefni til þess að fara fram á með fullum þunga og með öllum tiltækum ráðum að fá sýnin heim. Að greining- og rannsóknir á leghálssýnum verði aftur framkvæmdar hér á landi. Líf og heilsa kvenna er í húfi, það verður aldrei nægjanlega oft sagt. Þessir sömu sérfræðingar hafa einnig bent á að ekkert samráð hafi verið við þá þegar ákvörðun um flutning sýnanna var tekin og margt bendir til þess að ákvörðunin hafi verið tekin áður en hugað væri að því hvort Landspítali gæti tekið það að sér já eða aðrir aðilar innanlands. Ég hef óskað eftir sem næsta skref innan Velferðarnefndar að fá Landlækni fyrir nefndina. Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein sem fjallaði meðal annars um mikilvægi Krabbameinsfélaga sem eru á landsvísu. Félög sem hafa góða og mikilvæga tengingu við nærsamfélagið á hverjum stað. Ég er á því að sú vinna sem enn fer fram hjá Krabbameinsfélögunum hringinn í kringum landið sé enn mikilvægur liður í því að gefa konum tækifæri til þess að vera vakandi yfir eigin heilsu. Þess vegna þarf að skoða það alvarlega hvort miðlæg stjórnun á vegum heilsugæslunnar eigi ekki að vera hjá Krabbameinsfélaginu eins og var. Stjórnvöld geta vel samið við félagið um inn- og endurköllunarkerfið eins og áður. Annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að Krabbameinsfélögin á hverjum stað geta veitt áfram leiðsögn og mikilvægan stuðning. Núna vitum við að lítill vilji er hjá heilbrigðisráðherra að færa greiningu sýnanna aftur hingað til lands þar sem ráðherra hefur talið upp ýmsar hindranir sem þó ekki standast sé mark tekið á orðum sérfræðinga sem skrifað hafa greinar, ályktað og núna síðast, komið fyrir Velferðarnefnd. Vinna við skýrslu sem Alþingi óskaði eftir um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hófst í raun á ætluðum skiladegi skýrslunnar sem gerir það að verkum að Alþingi mun varla ná að fjalla um skýrsluna þar sem senn líður að þinglokum. Forseti þingsins og fjármálaráðherra voru reyndar á því, í umræðu um málið um daginn, að æskilegra hefði verið að fá Ríkisendurskoðun til verksins. Það getur vel verið að það verði það sem gera þarf næst, ég hef líka velt því þeirri hugmynd fyrir mér hvort rétt sé að leita til umboðsmanns Alþingis. Því staðan er einfaldlega þannig að stjórnvöld hlusta ekki en ljóst er að það verður að snúa af þeirri leið sem nú er farin og virkar augljóslega ekki. Það er algerlega óboðlegt að ætla konum að bíða í fullkominni óvissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að ekki sé hægt að skipta um skoðun. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Miðflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Velferðarnefnd Alþingis hefur haft til umfjöllunar flutning leghálssýna til Danmerkur. Ég óskaði eftir því í fyrstu að fá Persónuvernd fyrir nefndina. Einnig hafa fjölmargir sérfræðingar komið fyrir nefndina að minni beiðni sem telja heilsu kvenna beinlínis í hættu vegna þeirrar ákvörðunar að senda sýnin úr landi. Það verður æ skýrara að af þessari braut verður að snúa strax. Það að ákveða að fara í þennan leiðangur þegar ekkert var undirbúið eða til reiðu er til skammar og ekkert annað en óvirðing við konur og heilsu þeirra. Orð þeirra sérfræðinga sem komu fyrir Velferðarnefnd Alþingis gefa tilefni til þess að fara fram á með fullum þunga og með öllum tiltækum ráðum að fá sýnin heim. Að greining- og rannsóknir á leghálssýnum verði aftur framkvæmdar hér á landi. Líf og heilsa kvenna er í húfi, það verður aldrei nægjanlega oft sagt. Þessir sömu sérfræðingar hafa einnig bent á að ekkert samráð hafi verið við þá þegar ákvörðun um flutning sýnanna var tekin og margt bendir til þess að ákvörðunin hafi verið tekin áður en hugað væri að því hvort Landspítali gæti tekið það að sér já eða aðrir aðilar innanlands. Ég hef óskað eftir sem næsta skref innan Velferðarnefndar að fá Landlækni fyrir nefndina. Ég skrifaði fyrir nokkru síðan grein sem fjallaði meðal annars um mikilvægi Krabbameinsfélaga sem eru á landsvísu. Félög sem hafa góða og mikilvæga tengingu við nærsamfélagið á hverjum stað. Ég er á því að sú vinna sem enn fer fram hjá Krabbameinsfélögunum hringinn í kringum landið sé enn mikilvægur liður í því að gefa konum tækifæri til þess að vera vakandi yfir eigin heilsu. Þess vegna þarf að skoða það alvarlega hvort miðlæg stjórnun á vegum heilsugæslunnar eigi ekki að vera hjá Krabbameinsfélaginu eins og var. Stjórnvöld geta vel samið við félagið um inn- og endurköllunarkerfið eins og áður. Annar mikilvægur þáttur í þessu sambandi er að Krabbameinsfélögin á hverjum stað geta veitt áfram leiðsögn og mikilvægan stuðning. Núna vitum við að lítill vilji er hjá heilbrigðisráðherra að færa greiningu sýnanna aftur hingað til lands þar sem ráðherra hefur talið upp ýmsar hindranir sem þó ekki standast sé mark tekið á orðum sérfræðinga sem skrifað hafa greinar, ályktað og núna síðast, komið fyrir Velferðarnefnd. Vinna við skýrslu sem Alþingi óskaði eftir um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi hófst í raun á ætluðum skiladegi skýrslunnar sem gerir það að verkum að Alþingi mun varla ná að fjalla um skýrsluna þar sem senn líður að þinglokum. Forseti þingsins og fjármálaráðherra voru reyndar á því, í umræðu um málið um daginn, að æskilegra hefði verið að fá Ríkisendurskoðun til verksins. Það getur vel verið að það verði það sem gera þarf næst, ég hef líka velt því þeirri hugmynd fyrir mér hvort rétt sé að leita til umboðsmanns Alþingis. Því staðan er einfaldlega þannig að stjórnvöld hlusta ekki en ljóst er að það verður að snúa af þeirri leið sem nú er farin og virkar augljóslega ekki. Það er algerlega óboðlegt að ætla konum að bíða í fullkominni óvissu. Líf og heilsa kvenna er meira virði en svo að ekki sé hægt að skipta um skoðun. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar