Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2021 14:30 Guðni Th Jóhannesson á gosstöðvunum í gærkvöldi. Hann segir reynsluna hafa verið ógleymanlega og ólýsanlega. Vísir/Vilhelm „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. Forseti segist í samtali við Vísi hafa notið þess til hins ýtrasta að fara upp að gosi. „Undanfarna daga hef ég tekið eftir því frá Bessastöðum, þegar eldstrókurinn rís þarna upp eftir fjöllin og fjallgarðinn syðra og finnst magnað að sjá. En það jafnast auðvitað ekkert á við það að mæta á staðinn. Finna fyrst drunurnar, sjá svo hraunið vella úr gígnum stóra og finna hitabylgjuna skella á manni og sjá þennan gosstrók rísa langt yfir gígbarmana. Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi.“ Guðni Th Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson virða fyrir sér hraunbreiðuna.Vísir/Vilhelm Ekki lengur „vesæll gígur“ Þetta var í annað sinn sem Guðni fer á gosstöðvarnar en í fyrra skiptið flaug hann yfir með jarðfræðingi og fleirum á fyrstu dögum gossins. „Auðvitað er magnað að sjá muninn frá því sem þá var og nú. Þá gaus þarna upp úr einum „vesælum gíg“, ef maður man rétt orðalag jarðfræðinganna, og hraun farið að hylja hluta dalsins. Nú hefur safnast saman þarna mikill hraunfláki. Þess vegna er svo merkilegt að geta borið þetta tvennt saman. Svo gengum við auðvitað eins og flestir sem fara á þessar slóðir fram hjá stórvirkum vinnuvélum og einhvers konar vísi að varnargarði. Andspænis ægimætti náttúrunnar sýnist manni einsýnt hvernig þeir leikar myndu fara ef í hart færi. Auðvitað er fólk að reyna að átta sig á því hvort það sé á einhvern hátt hægt að hafa áhrif á hraunflæðið, ég tala nú ekki um ef svo illa fer að hrauntungurnar færu að nálgast veginn [Suðurstrandarveg]. Þannig að maður fylgist bara forvitinn með því hvernig fólki tekst að hafa áhrif á gang þessa eldgoss.“ Guðni Th. Jóhannesson ræðir við fulltrúa björgarsveitarinnar Þorbjarnar og sömuleiðis ungliða sveitarinnar.Vísir/Vilhelm Fullur aðdáunar og þakklætis Guðni segist ennfremur hafa fundist það stórmerkilegt og magnað að sjá hversu vel hafi tekist til með að gera leiðina að gosstöðvunum greiða. „Þarna eru komnir fyrirtaks göngustígar, vel merktir og alveg augljóst að það er nú á færi fólks við þokkalega heilsu að arka upp að gosstöðvunum og njóta þessa magnaða sjónarspils. Maður er fullur þakklætis og aðdáunar í garð þeirra sem hafa unnið svo gott verk.“ Tómas Guðbjartsson með kortið á lofti.Vísir/Vilhelm Mæddi mjög á björgunarsveitarfólki fyrstu vikurnar Guðni segir að Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, og fulltrúar Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hafi tekið vel á móti forsetanum og föruneyti hans í gær. „Ég vil nú nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa staðið vaktina sólarhringum saman. Nú er þetta orðið allt miklu þægilegra með hækkandi sól og greiðari leið að gosinu. Það mæddi mjög á björgunarsveitarfólki syðra fyrstu dagana og vikurnar og allt það fólk á heiður skilinn fyrir sitt framlag.“ Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Segull á athygli Aðspurður um hvaða þýðingu gos sem þetta hafi á land og þjóð segir forsetinn gosið sannarlega vera segul á athygli. „Fyrir skemmstu var fimmtán mínútna umfjöllun í þættinum Góðan daginn Ameríka, Good Morning America, þar sem þeirra fulltrúi stóð með eldtungurnar í bakgrunni og sagði þetta vera algerlega ólýsanlegt og ógleymanlegt. Á leiðinni mætti ég sömuleiðis mörgum ferðamönnum sem höfðu komið gagngert til Íslands til að virða fyrir sér gosið. Vel að merkja allir bólusettir og í góðu lagi upp á það allt að gera. En það er nánast eins og við höfum fengið að gjöf frá æðri máttarvöldum leið til að kynna Ísland og allt sem það hefur upp á að bjóða, nú þegar ljóst virðist að fólk geti aftur farið að ferðast milli landa. Út frá því, svo lengi sem þetta eldgos veldur ekki tjóni, getum við leyft okkur að fagna því að náttúran sýni á þennan hátt hvað í henni býr.“ Tómas Guðbjartsson og Guðni Th. Jóhannesson forseti.Vísir/Vilhelm Ekki langt að bíða þar til hann fari aftur á staðinn Guðni segist sannfærður um að hann muni aftur halda á gosstöðvarnar áður en langt um líður. „Já, ég á alveg von á því. Nú veit ég líka af eigin raun, hversu fær þessi leið er. Þannig að ég sé fyrir mér að finna lausa stund á næstunni og fara á þessar slóðir aftur í góðra vina hópi.“ Magnað sjónarspil.Vísir/Vilhelm Forseti Íslands Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Forseti segist í samtali við Vísi hafa notið þess til hins ýtrasta að fara upp að gosi. „Undanfarna daga hef ég tekið eftir því frá Bessastöðum, þegar eldstrókurinn rís þarna upp eftir fjöllin og fjallgarðinn syðra og finnst magnað að sjá. En það jafnast auðvitað ekkert á við það að mæta á staðinn. Finna fyrst drunurnar, sjá svo hraunið vella úr gígnum stóra og finna hitabylgjuna skella á manni og sjá þennan gosstrók rísa langt yfir gígbarmana. Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi.“ Guðni Th Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson virða fyrir sér hraunbreiðuna.Vísir/Vilhelm Ekki lengur „vesæll gígur“ Þetta var í annað sinn sem Guðni fer á gosstöðvarnar en í fyrra skiptið flaug hann yfir með jarðfræðingi og fleirum á fyrstu dögum gossins. „Auðvitað er magnað að sjá muninn frá því sem þá var og nú. Þá gaus þarna upp úr einum „vesælum gíg“, ef maður man rétt orðalag jarðfræðinganna, og hraun farið að hylja hluta dalsins. Nú hefur safnast saman þarna mikill hraunfláki. Þess vegna er svo merkilegt að geta borið þetta tvennt saman. Svo gengum við auðvitað eins og flestir sem fara á þessar slóðir fram hjá stórvirkum vinnuvélum og einhvers konar vísi að varnargarði. Andspænis ægimætti náttúrunnar sýnist manni einsýnt hvernig þeir leikar myndu fara ef í hart færi. Auðvitað er fólk að reyna að átta sig á því hvort það sé á einhvern hátt hægt að hafa áhrif á hraunflæðið, ég tala nú ekki um ef svo illa fer að hrauntungurnar færu að nálgast veginn [Suðurstrandarveg]. Þannig að maður fylgist bara forvitinn með því hvernig fólki tekst að hafa áhrif á gang þessa eldgoss.“ Guðni Th. Jóhannesson ræðir við fulltrúa björgarsveitarinnar Þorbjarnar og sömuleiðis ungliða sveitarinnar.Vísir/Vilhelm Fullur aðdáunar og þakklætis Guðni segist ennfremur hafa fundist það stórmerkilegt og magnað að sjá hversu vel hafi tekist til með að gera leiðina að gosstöðvunum greiða. „Þarna eru komnir fyrirtaks göngustígar, vel merktir og alveg augljóst að það er nú á færi fólks við þokkalega heilsu að arka upp að gosstöðvunum og njóta þessa magnaða sjónarspils. Maður er fullur þakklætis og aðdáunar í garð þeirra sem hafa unnið svo gott verk.“ Tómas Guðbjartsson með kortið á lofti.Vísir/Vilhelm Mæddi mjög á björgunarsveitarfólki fyrstu vikurnar Guðni segir að Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, og fulltrúar Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, hafi tekið vel á móti forsetanum og föruneyti hans í gær. „Ég vil nú nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem hafa staðið vaktina sólarhringum saman. Nú er þetta orðið allt miklu þægilegra með hækkandi sól og greiðari leið að gosinu. Það mæddi mjög á björgunarsveitarfólki syðra fyrstu dagana og vikurnar og allt það fólk á heiður skilinn fyrir sitt framlag.“ Tómas Guðbjartsson, Steinar Þór Kristinsson, Bogi Adolfsson, Guðni Th. Jóhannesson og Fannar Jónasson.Vísir/Vilhelm Segull á athygli Aðspurður um hvaða þýðingu gos sem þetta hafi á land og þjóð segir forsetinn gosið sannarlega vera segul á athygli. „Fyrir skemmstu var fimmtán mínútna umfjöllun í þættinum Góðan daginn Ameríka, Good Morning America, þar sem þeirra fulltrúi stóð með eldtungurnar í bakgrunni og sagði þetta vera algerlega ólýsanlegt og ógleymanlegt. Á leiðinni mætti ég sömuleiðis mörgum ferðamönnum sem höfðu komið gagngert til Íslands til að virða fyrir sér gosið. Vel að merkja allir bólusettir og í góðu lagi upp á það allt að gera. En það er nánast eins og við höfum fengið að gjöf frá æðri máttarvöldum leið til að kynna Ísland og allt sem það hefur upp á að bjóða, nú þegar ljóst virðist að fólk geti aftur farið að ferðast milli landa. Út frá því, svo lengi sem þetta eldgos veldur ekki tjóni, getum við leyft okkur að fagna því að náttúran sýni á þennan hátt hvað í henni býr.“ Tómas Guðbjartsson og Guðni Th. Jóhannesson forseti.Vísir/Vilhelm Ekki langt að bíða þar til hann fari aftur á staðinn Guðni segist sannfærður um að hann muni aftur halda á gosstöðvarnar áður en langt um líður. „Já, ég á alveg von á því. Nú veit ég líka af eigin raun, hversu fær þessi leið er. Þannig að ég sé fyrir mér að finna lausa stund á næstunni og fara á þessar slóðir aftur í góðra vina hópi.“ Magnað sjónarspil.Vísir/Vilhelm
Forseti Íslands Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20