Það kemur enginn hingað til að fá eitthvað Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. maí 2021 20:51 Ragnar Snær gat vart verið ánægðari eftir eins marks sigur KA. Vísir/Hulda Margrét Ragnar Snær Njálsson var mjög ánægður með sigur sinna manna er KA tryggði sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. KA vann FH 30-29 og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 16 ár. „Frábært karakter enn og aftur í okkar liði, alvöru hjarta. Það virðist vera alveg sama hver staðan er þegar það eru 10 mínútur eftir. Við vitum að við klárum þetta, sérstaklega hérna á heimavelli. Það gefur ansi góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Ragnar ánægður eftir eins mark sigur á FH í KA heimilinu í dag. Leikurinn var í járnum allt til enda og gat farið á hvorn veginn sem var. „Ég gæti tekið týpíska svarið og sagt að ástæðan fyrir að við vinnum í dag sé vörn, markvarsla og hraðaupphlaup eins og nánast allir svara sem koma í svona viðtöl en svarið er eitthvað allt annað hjá okkur. Þetta er bara formúla af gæjum sem gjörsamlega deyja inn á vellinum fyrir klúbbinn. Við erum allir að sameinast um þetta. Við erum ekkert endilega með bestu leikmennina í öllum stöðunum en það er gífurlegt hjarta í þessu sem skildi aldrei vanmeta. Ég myndi ekki vilja vera í þeim sporum að þurfa að koma hingað og spila í úrslitakeppninni.“ Ragnar snéri aftur á völlinn eftir langa pásu fyrir þremur árum og spilaði fyrir Stjörnuna þá en er að uppalinn í KA. „Þetta er bara þriðja tímabilið hjá mér síðan ég byrjaði aftur í handboltanum. Það er svo geðveikt að vera kominn aftur til Akureyrar. Ég kom inn hjá Stjörnunni og það var æðislegt, hjálpað mér í gegnum erfiða tíma. Það er samt svo frábært að vera kominn aftur norður og ég er svo innilega þakklátur að þeir hafi fengið mig hingað.“ Stórkostleg stemning í KA-Heimilinu á Eurovision kvöldi. Þvílíkt fólk í kringum klúbbinn og þvílíkt hjarta í þessu liði. Guð hjálpi þeim sem þurfa að koma norður í playoffs Áfram gakk!!! #Handbolti— Ragnar Njálsson (@ragnarnjalsson) May 20, 2021 Ragnar átti frábæran leik í hjarta vörn KA í kvöld „Maður gæti verið í einhverjum öðrum liðum og barist um að henda í einhverja tölfræði, 10-12 stöðvanir í leik en hér er mér bara alveg sama. Ég vill bara gera það sem gerir liðinu gott og það sem skilar tveimur punktum á töfluna og gleði í stúkuna. Það sem gerir ungu krakkana hérna brjálaða í að æfa handbolta, líta upp til okkar og vilja halda áfram. Gera eitthvað meira úr þessum stórkostlega klúbb. Fínt hjá mér og öllum í dag, þetta er bara eitthvað annað level sem er í gangi hérna. Ég er svo ótrúlega stoltur af strákunum og þá sérstaklega ungu strákunum.“ Það eru 16 ár síðan KA komst síðast í úrslitakeppnina og með sigri í dag eru þeir öryggir í keppnina. Ragnar Snær spilaði einmitt með KA fyrir 16 árum. „Maður fær eiginlega bara smá sting í hjartað að heyra þetta. 16 ár það er bara óraunverulegt. Munurinn kannski á því þá og núna er að mér finnst bara eitthvað rosalegt momentum með okkur og við finnum það allir. Við ætlum okkur stóra hluti sama hvað hver segir. Það kemur enginn hingað til að fá eitthvað.“ Spurður út í það hvað KA ætlaði að gera í úrslitakeppninni, stóð ekki á svörum. „Við ætlum alla leið. Það er ekkert flókið,“ sagði Ragnar að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 30-29 | KA-menn tryggðu sig inn í úrslitakeppnina KA tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla með sigri á FH í kvöld. Er þetta í fyrsta skipti í 16 ár sem KA kemst þangað. Lokatölur 30-29 á Akureyri í kvöld. 20. maí 2021 19:30 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
„Frábært karakter enn og aftur í okkar liði, alvöru hjarta. Það virðist vera alveg sama hver staðan er þegar það eru 10 mínútur eftir. Við vitum að við klárum þetta, sérstaklega hérna á heimavelli. Það gefur ansi góð fyrirheit fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Ragnar ánægður eftir eins mark sigur á FH í KA heimilinu í dag. Leikurinn var í járnum allt til enda og gat farið á hvorn veginn sem var. „Ég gæti tekið týpíska svarið og sagt að ástæðan fyrir að við vinnum í dag sé vörn, markvarsla og hraðaupphlaup eins og nánast allir svara sem koma í svona viðtöl en svarið er eitthvað allt annað hjá okkur. Þetta er bara formúla af gæjum sem gjörsamlega deyja inn á vellinum fyrir klúbbinn. Við erum allir að sameinast um þetta. Við erum ekkert endilega með bestu leikmennina í öllum stöðunum en það er gífurlegt hjarta í þessu sem skildi aldrei vanmeta. Ég myndi ekki vilja vera í þeim sporum að þurfa að koma hingað og spila í úrslitakeppninni.“ Ragnar snéri aftur á völlinn eftir langa pásu fyrir þremur árum og spilaði fyrir Stjörnuna þá en er að uppalinn í KA. „Þetta er bara þriðja tímabilið hjá mér síðan ég byrjaði aftur í handboltanum. Það er svo geðveikt að vera kominn aftur til Akureyrar. Ég kom inn hjá Stjörnunni og það var æðislegt, hjálpað mér í gegnum erfiða tíma. Það er samt svo frábært að vera kominn aftur norður og ég er svo innilega þakklátur að þeir hafi fengið mig hingað.“ Stórkostleg stemning í KA-Heimilinu á Eurovision kvöldi. Þvílíkt fólk í kringum klúbbinn og þvílíkt hjarta í þessu liði. Guð hjálpi þeim sem þurfa að koma norður í playoffs Áfram gakk!!! #Handbolti— Ragnar Njálsson (@ragnarnjalsson) May 20, 2021 Ragnar átti frábæran leik í hjarta vörn KA í kvöld „Maður gæti verið í einhverjum öðrum liðum og barist um að henda í einhverja tölfræði, 10-12 stöðvanir í leik en hér er mér bara alveg sama. Ég vill bara gera það sem gerir liðinu gott og það sem skilar tveimur punktum á töfluna og gleði í stúkuna. Það sem gerir ungu krakkana hérna brjálaða í að æfa handbolta, líta upp til okkar og vilja halda áfram. Gera eitthvað meira úr þessum stórkostlega klúbb. Fínt hjá mér og öllum í dag, þetta er bara eitthvað annað level sem er í gangi hérna. Ég er svo ótrúlega stoltur af strákunum og þá sérstaklega ungu strákunum.“ Það eru 16 ár síðan KA komst síðast í úrslitakeppnina og með sigri í dag eru þeir öryggir í keppnina. Ragnar Snær spilaði einmitt með KA fyrir 16 árum. „Maður fær eiginlega bara smá sting í hjartað að heyra þetta. 16 ár það er bara óraunverulegt. Munurinn kannski á því þá og núna er að mér finnst bara eitthvað rosalegt momentum með okkur og við finnum það allir. Við ætlum okkur stóra hluti sama hvað hver segir. Það kemur enginn hingað til að fá eitthvað.“ Spurður út í það hvað KA ætlaði að gera í úrslitakeppninni, stóð ekki á svörum. „Við ætlum alla leið. Það er ekkert flókið,“ sagði Ragnar að endingu. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 30-29 | KA-menn tryggðu sig inn í úrslitakeppnina KA tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla með sigri á FH í kvöld. Er þetta í fyrsta skipti í 16 ár sem KA kemst þangað. Lokatölur 30-29 á Akureyri í kvöld. 20. maí 2021 19:30 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Leik lokið: KA - FH 30-29 | KA-menn tryggðu sig inn í úrslitakeppnina KA tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla með sigri á FH í kvöld. Er þetta í fyrsta skipti í 16 ár sem KA kemst þangað. Lokatölur 30-29 á Akureyri í kvöld. 20. maí 2021 19:30
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn