Fótbolti

Lille franskur meistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Burak fagnar vítaspyrnumarki sínu.
Burak fagnar vítaspyrnumarki sínu. Yusuf Ozcan/Getty

Lille er franskur deildarmeistari í fjórða sinn eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Angers í lokaumferðinni í Frakklandi í kvöld.

Lille þurfti að vinna Angers á útivelli á meðan PSG vonaðist til þess að toppliðið myndi misstíga sig og þeir spiluðu við Brest á sama tíma.

Jonathan David kom Lille yfir á tíundu mínútu og gamla brýnið, Burak Yilmaz, tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Angers minnkaði muninn í uppbótartíma en nær komust þeir ekki og fjórði meistaratitill Lille í húsi.

PSG hafði betur gegn Brest á sama tíma en lokatölur 0-2.

Neymar klúðraði vítaspyrnu á 19. mínútu en Romain Faivre skoraði sjálfsmark á 37. mínútu og kom PSG yfir.

Kylian Mbappe bætti við marki í síðari hálfleik og lokatölur 2-0.

Lille endar því með 83 stig á toppnum en PSG sæti neðar með stigi minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×