Lille þurfti að vinna Angers á útivelli á meðan PSG vonaðist til þess að toppliðið myndi misstíga sig og þeir spiluðu við Brest á sama tíma.
Jonathan David kom Lille yfir á tíundu mínútu og gamla brýnið, Burak Yilmaz, tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.
Angers minnkaði muninn í uppbótartíma en nær komust þeir ekki og fjórði meistaratitill Lille í húsi.
🏆 1946
— SPORF (@Sporf) May 23, 2021
🏆 1954
🏆 2011
🏆 2021
👏 Congratulations to @LOSC_EN on winning their 4th @Ligue1_ENG title! pic.twitter.com/TSLFYN4u1d
PSG hafði betur gegn Brest á sama tíma en lokatölur 0-2.
Neymar klúðraði vítaspyrnu á 19. mínútu en Romain Faivre skoraði sjálfsmark á 37. mínútu og kom PSG yfir.
Kylian Mbappe bætti við marki í síðari hálfleik og lokatölur 2-0.
Lille endar því með 83 stig á toppnum en PSG sæti neðar með stigi minna.