Handbolti

Ólöf Maren gengur til liðs við Hauka

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólöf Maren mun leika með Haukum næstu tvö tímabil hið minnsta.
Ólöf Maren mun leika með Haukum næstu tvö tímabil hið minnsta. KA/Þór

Markvörðurinn Ólöf Maren Bjarnadóttir hefur samið við Hauka um að leika með liðinu næstu árin. Hún gengur til liðs við Hauka frá uppeldisfélagi sínu KA/Þór.

Hin 19 ára gamla Ólöf Maren lék sex leiki í Olís-deild kvenna með deildarmeisturum KA/Þórs í vetur. Hún færir sig nú um set og stefnir á að spila enn fleiri leiki á komandi misserum.

„Hún mun því passa vel inn í hið unga og efnilega Haukalið og er Ólöf enn einn ungi leikmaðurinn sem skrifar undir samning við félagið. Haukar bjóða Ólöfu velkomna á Ásvelli og hlakka til að sjá hana í Haukabúningnum í haust,“ segir í tilkynningu Hauka.

Ólöf Maren hefur verið í U-19 ára landsliðshópi Íslands og er hluti af lokahópnum sem mun spila í B-deild Evrópumótsins í júlí og ágúst. Þá mun liði einnig leika nokkra æfingaleika í aðdraganda mótsins.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×