Ómar Ingi Magnússon leikur með Magdeburg og hefur verið einn albesti leikmaður liðsins það sem af er leiktíð. Þá leikur Gísli Þorgeir Kristjánsson einnig með liðinu en hann var ekki með vegna meiðsla í gær.
Ómar Ingi var að venju markahæstur í liði Magdeburg í gær en hann skoraði sjö mörk. Þá var hann í öðru sæti yfir markahæstu leikmenn Evrópudeildarinnar á tímabilinu með 94 mörk. Aðeins Emil Jacobsen, samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá GOG, skoraði meira en hann skoraði 96 mörk.
Hér að neðan má sjá fagnaðarlæti Magdeburg er titillinn var í höfn sem og það helsta úr leiknum.