Handbolti

Víkingar í úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rimmar Víkinga og Harðar frá Ísafirði var hörkuskemmtun.
Rimmar Víkinga og Harðar frá Ísafirði var hörkuskemmtun. Víkingur

Víkingur vann í kvöld Hörð Ísafjörð í oddaleik um sæti í úrslitaleik umspils Grill66-deildar karla í handbolta, lokatölur 39-32. 

Þar með er ljóst að Víkingar mæta Fjölni eða Kríu í úrslitum um sæti í Olís-deild karla á næstu leiktíð.

Viðureign Víkinga og Harðar hefur verið einkar skemmtileg. Fyrsti leikurinn var tvíframlengdur en þar voru það Víkingar sem höfðu betur. Hörður vann leik númer tvö á heimavelli og því þurfti að grípa til oddaleiks.

Leikur kvöldsins var jafn framan af en á endanum sigu Víkingar fram úr og unnu sjö marka sigur, 39-32. Jóhannes Berg Andrason var markahæstur í liði Víkings með 8 mörk. Þar á eftir kom Arnar Steinn Arnarsson með 7 mörk.

Hjá Ísifirðingum var Raivis Gorbunovs með 10 mörk. Þar á eftir kom Jón Ómar Gíslason með 5 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×