Fyrir hverja er söngnám? Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 26. maí 2021 12:01 Sem nemandi við söngskóla Sigurðar Demez hef ég fengið tækifæri til þess að stunda það nám sem að mig hefur alltaf langað til og fengið að stunda það á mínum forsendum. Þetta hefur skipt sköpum þar sem ég bý við fötlun sem meðal annars lýsir sér í kvíðaröskun og skorti á einbeitingu. Það hefur samt ekki verið slegið af kröfum og það að sigrast á þeim hefur gefið mér aukið sjálfstraust, sem hefur nýst mér við að takast á við önnur verkefni. Námið hefur líka opnað fyrir mér tækifæri að taka þátt í kórastarfi og kynnast þar mörgu góðu fólki. Fyrir allt þetta er ég mjög þakklát. Það virðist því miður oft skorta skilning á því hve heilsueflandi og styrkjandi söngnám getur verið fyrir einstakling. Þeir einkareknu skólar sem bjóða upp á slíkt nám standa í endalausri baráttu ár hvert fyrir fjármagni til reksturs skólanna. Það verður til þess að stjórnendur þessara skóla þurfa að eyða miklum tíma í að berjast fyrir lífi þeirra í stað þess að einbeita sér að því að efla söngnámið. Ég spyr mig oft að því af hverju ég sem hef valið mér listnám þurfi endalaust að búa við það óöryggi sem fylgir því á hverju ári að vita ekki hvort skólinn klári þetta ár og svo ekkert vitað um framhaldið. Þessir flottu kennarar og nemendur eiga ekki að þurfa að lifa í þessari endalausu óvissu. Við þetta bætist að það fjármagn sem skólarnir fá frá yfirvöldum er svo knappt að þeir þurfa að leggja á há skólagjöld. Það kemur sér sé í lagi illa fyrir þá nemendur sem vegna einhvers konar fötlunar eða annarra erfiðleika þurfa lengri tíma til að ljúka náminu og útilokar þá oft frá söngnámi. Hvers vegna eiga að gilda aðrar reglur um söngnám en almennt framhaldsnám þar sem skólagjöld eru lítil sem engin? Takmarkið er það sama. Að gera þá sem stunda það tækifæri til þess að verða nýtari og ánægðari þjóðfélags-þegnar. Ég er orðin langþreytt á að heyra þessi loforð um fjölbreytt námsframboð án þess að þeim fylgi fjármagn til þess að gera þau að veruleika. Höfundur er nemandi við Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Sem nemandi við söngskóla Sigurðar Demez hef ég fengið tækifæri til þess að stunda það nám sem að mig hefur alltaf langað til og fengið að stunda það á mínum forsendum. Þetta hefur skipt sköpum þar sem ég bý við fötlun sem meðal annars lýsir sér í kvíðaröskun og skorti á einbeitingu. Það hefur samt ekki verið slegið af kröfum og það að sigrast á þeim hefur gefið mér aukið sjálfstraust, sem hefur nýst mér við að takast á við önnur verkefni. Námið hefur líka opnað fyrir mér tækifæri að taka þátt í kórastarfi og kynnast þar mörgu góðu fólki. Fyrir allt þetta er ég mjög þakklát. Það virðist því miður oft skorta skilning á því hve heilsueflandi og styrkjandi söngnám getur verið fyrir einstakling. Þeir einkareknu skólar sem bjóða upp á slíkt nám standa í endalausri baráttu ár hvert fyrir fjármagni til reksturs skólanna. Það verður til þess að stjórnendur þessara skóla þurfa að eyða miklum tíma í að berjast fyrir lífi þeirra í stað þess að einbeita sér að því að efla söngnámið. Ég spyr mig oft að því af hverju ég sem hef valið mér listnám þurfi endalaust að búa við það óöryggi sem fylgir því á hverju ári að vita ekki hvort skólinn klári þetta ár og svo ekkert vitað um framhaldið. Þessir flottu kennarar og nemendur eiga ekki að þurfa að lifa í þessari endalausu óvissu. Við þetta bætist að það fjármagn sem skólarnir fá frá yfirvöldum er svo knappt að þeir þurfa að leggja á há skólagjöld. Það kemur sér sé í lagi illa fyrir þá nemendur sem vegna einhvers konar fötlunar eða annarra erfiðleika þurfa lengri tíma til að ljúka náminu og útilokar þá oft frá söngnámi. Hvers vegna eiga að gilda aðrar reglur um söngnám en almennt framhaldsnám þar sem skólagjöld eru lítil sem engin? Takmarkið er það sama. Að gera þá sem stunda það tækifæri til þess að verða nýtari og ánægðari þjóðfélags-þegnar. Ég er orðin langþreytt á að heyra þessi loforð um fjölbreytt námsframboð án þess að þeim fylgi fjármagn til þess að gera þau að veruleika. Höfundur er nemandi við Söngskóla Sigurðar Demetz.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar