„Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér“ Sylvía Hall skrifar 27. maí 2021 22:41 Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir rannsóknir hér á landi benda til þess að góð mótefnasvörun sé enn til staðar hjá 95 prósent þeirra sem smitast allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu. Þetta er í samræmi við rannsóknir vestanhafs á fólki sem smitaðist snemma í faraldrinum. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að tvær rannsóknir sýndu fram á að ónæmi gæti varað út ævi flestra sem hefðu smitast. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Björn Rúnar var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýni fram á að ónæmiskerfið sé enn í stakk búið til að glíma við veiruna, komi hún aftur í líkama fólks. Það þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við það sem vitað er um ónæmiskerfið og svar þess við öðrum veirum. Aðspurður hvort þurfi mögulega að bólusetja fólk aftur við veirunni segir hann það ekki útilokað, en það velti á því hversu mikið veiran breytir sér. „Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér eins og margar aðrar veirur, og getur þannig náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu og því minni sem það var búið að búa til gegn systkinum hennar. Þá þarf að endurbólusetja vegna þess að það er komið nýtt andlit sem ónæmiskerfið þarf að þekkja.“ Ítarleg svör ekki enn til staðar Að sögn Björns Rúnars eru ekki nægjanlega ítarlegar upplýsingar fyrir hendi um veiruna enn sem komið er, enda rétt rúmlega eitt og hálft ár liðið frá því að faraldurinn hófst. Það geti tekið allt að fimm ár að sjá hvernig málin þróast og hvernig mótefnastaðan verður. Endurbólusetning myndi þó ólíklega skaða fólk. „Persónulega hef ég ekki talið að þess sé þörf og þá sérstaklega þegar lítið af bóluefni er til. Þegar nægt framboð er þá gæti það svo sem ýtt undir það að fólk fái enn sterkara svar, en þá eykst hættan á því að fólk fái þessar hliðarverkanir – þá er ónæmiskerfið búið að sjá veiruna og fær hana að hluta til í sig aftur og bregst við með offorsi.“ Hann segir niðurstöður rannsókna hafa í upphafi bent til þess að fólk missti mótefni fljótlega en við nánari athugun kom hið öfuga í ljós. „Allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu er enn góð mótefnasvörun til staðar hjá yfir 95 prósent af fólki sem sýktist hér á landi.“ Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að tvær rannsóknir sýndu fram á að ónæmi gæti varað út ævi flestra sem hefðu smitast. Samkvæmt báðum rannsóknunum muna frumur í beinmerg fólks eftir veirunni og geta gefið frá sér mótefni eftir þörf. Björn Rúnar var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir þetta ánægjulegar niðurstöður sem sýni fram á að ónæmiskerfið sé enn í stakk búið til að glíma við veiruna, komi hún aftur í líkama fólks. Það þurfi þó ekki að koma á óvart miðað við það sem vitað er um ónæmiskerfið og svar þess við öðrum veirum. Aðspurður hvort þurfi mögulega að bólusetja fólk aftur við veirunni segir hann það ekki útilokað, en það velti á því hversu mikið veiran breytir sér. „Þessi déskotans veira hefur þessa eiginleika að breyta sér eins og margar aðrar veirur, og getur þannig náð að fela sig fyrir ónæmiskerfinu og því minni sem það var búið að búa til gegn systkinum hennar. Þá þarf að endurbólusetja vegna þess að það er komið nýtt andlit sem ónæmiskerfið þarf að þekkja.“ Ítarleg svör ekki enn til staðar Að sögn Björns Rúnars eru ekki nægjanlega ítarlegar upplýsingar fyrir hendi um veiruna enn sem komið er, enda rétt rúmlega eitt og hálft ár liðið frá því að faraldurinn hófst. Það geti tekið allt að fimm ár að sjá hvernig málin þróast og hvernig mótefnastaðan verður. Endurbólusetning myndi þó ólíklega skaða fólk. „Persónulega hef ég ekki talið að þess sé þörf og þá sérstaklega þegar lítið af bóluefni er til. Þegar nægt framboð er þá gæti það svo sem ýtt undir það að fólk fái enn sterkara svar, en þá eykst hættan á því að fólk fái þessar hliðarverkanir – þá er ónæmiskerfið búið að sjá veiruna og fær hana að hluta til í sig aftur og bregst við með offorsi.“ Hann segir niðurstöður rannsókna hafa í upphafi bent til þess að fólk missti mótefni fljótlega en við nánari athugun kom hið öfuga í ljós. „Allt að fjórtán mánuðum eftir sýkingu er enn góð mótefnasvörun til staðar hjá yfir 95 prósent af fólki sem sýktist hér á landi.“
Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira