Sumarið er tíminn – eða hvað? Katrín Kristjánsdóttir skrifar 28. maí 2021 12:30 Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins? Sumarið er tími samverustunda, fjölskyldufría, kostnaðarsamra ævintýraferða. Það er eðlilega eitthvað sem ekkert allir hafa kost á. Sumarið er líka tími rútínuleysis og mikilla (stundum of mikilla) samverustunda. Sem eðlilega er ekkert tilhlökkunarefni hjá öllum. Fjölskyldan og fríið, á hvaða forsendum er fríið? Hverjar eru væntingar fjölskyldunnar? Er samræmi í væntingum fjölskyldunnar til frísins eða er túlkunin á orðinu „frí“ mismunandi eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er rætt? Ákjósanlegast er að fríið sé á forsendum allra í fjölskyldunni. Algengt er og auðvitað hætt við því að forsendur krakkanna verði áberandi. En fríið þarf að vera á forsendum foreldranna líka. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og túlkun okkar á orðinu frí getur heldur betur verið misjöfn. Hvort sem að frí þýðir hringferð um landið með tjaldvagn, útlandaferð, sólarströnd, borgarferð eða “hreyfifrí“. Þess vegna er mikilvægt að taka samtalið – hvernig sumarfríi viljum við eiga? Mikilvægt er að eiga samtalið við fjölskyldumeðlimi, við makann og börnin um það hvernig þau sjái fyrir sér að halda sumarfrí. Það er hægt að láta sig dreyma, og svo er hægt að gera raunsætt plan út frá því. Mikilvægast er þó að eiga samtalið og skipuleggja sig út frá því – og þannig auka líkurnar á því að fríið taki mið af forsendum allra í fjölskyldunni. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja ekkert skipuleggja, það er persónubundið eins og annað hvað hentar fólki. En það þarf þá að vera búið að ræða það að við sem fjölskylda eða par ætlum ekkert að skipuleggja neitt og láta þetta bara ráðast. En hvernig er staðan á okkur núna? Þetta er annað sumarið í röð sem við ætlum að mestu leyti að ferðast innanlands. COVID hefur staðið yfir í mun lengri tíma en margir gerðu ráð fyrir og við finnum það á fólki að það eru margir hálf örmagna. Erum við að fara úrvinda í frí? Ef svarið við því er já, þá skiptir gríðarlega miklu máli að gert sé ráð fyrir því þegar fríið er skipulagt. Að gert sé ráð fyrir tíma til að vinda ofan af uppsafnaðri þreytu. Aðeins að lenda, ná áttum, jafnvel sofa og ná fókus aftur. Það tekur tíma að vinda ofan af sér. Í hnotskurn þá ætti það ekki að vera tabú að finnast sumarið yfirþyrmandi. Ræðum það við okkar nánustu og reynum að finna okkur eitthvað til að hlakka til á okkar forsendum og með okkar leiðum. Tökum ábyrgð á okkar vellíðan – því það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál, tveggja barna móðir og maki og finnst allt í lagi að viðurkenna að sumartíminn getur verið yfirþyrmandi á köflum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sumarið er tíminn. Sólin hækkar á lofti, bólusetningar í rífandi gangi, það er von og spenningur í loftinu. Mörg erum við farin að dusta rykinu af útilegubúnaðinum og farin að plana sumarið með tilheyrandi eftirvæntingu. En er það bara gefið hjá okkur að sumarið sé tíminn? Er tabú að hlakka ekki til sumarsins? Sumarið er tími samverustunda, fjölskyldufría, kostnaðarsamra ævintýraferða. Það er eðlilega eitthvað sem ekkert allir hafa kost á. Sumarið er líka tími rútínuleysis og mikilla (stundum of mikilla) samverustunda. Sem eðlilega er ekkert tilhlökkunarefni hjá öllum. Fjölskyldan og fríið, á hvaða forsendum er fríið? Hverjar eru væntingar fjölskyldunnar? Er samræmi í væntingum fjölskyldunnar til frísins eða er túlkunin á orðinu „frí“ mismunandi eftir því við hvaða fjölskyldumeðlim er rætt? Ákjósanlegast er að fríið sé á forsendum allra í fjölskyldunni. Algengt er og auðvitað hætt við því að forsendur krakkanna verði áberandi. En fríið þarf að vera á forsendum foreldranna líka. Við erum jafn misjöfn og við erum mörg og túlkun okkar á orðinu frí getur heldur betur verið misjöfn. Hvort sem að frí þýðir hringferð um landið með tjaldvagn, útlandaferð, sólarströnd, borgarferð eða “hreyfifrí“. Þess vegna er mikilvægt að taka samtalið – hvernig sumarfríi viljum við eiga? Mikilvægt er að eiga samtalið við fjölskyldumeðlimi, við makann og börnin um það hvernig þau sjái fyrir sér að halda sumarfrí. Það er hægt að láta sig dreyma, og svo er hægt að gera raunsætt plan út frá því. Mikilvægast er þó að eiga samtalið og skipuleggja sig út frá því – og þannig auka líkurnar á því að fríið taki mið af forsendum allra í fjölskyldunni. Svo eru auðvitað aðrir sem vilja ekkert skipuleggja, það er persónubundið eins og annað hvað hentar fólki. En það þarf þá að vera búið að ræða það að við sem fjölskylda eða par ætlum ekkert að skipuleggja neitt og láta þetta bara ráðast. En hvernig er staðan á okkur núna? Þetta er annað sumarið í röð sem við ætlum að mestu leyti að ferðast innanlands. COVID hefur staðið yfir í mun lengri tíma en margir gerðu ráð fyrir og við finnum það á fólki að það eru margir hálf örmagna. Erum við að fara úrvinda í frí? Ef svarið við því er já, þá skiptir gríðarlega miklu máli að gert sé ráð fyrir því þegar fríið er skipulagt. Að gert sé ráð fyrir tíma til að vinda ofan af uppsafnaðri þreytu. Aðeins að lenda, ná áttum, jafnvel sofa og ná fókus aftur. Það tekur tíma að vinda ofan af sér. Í hnotskurn þá ætti það ekki að vera tabú að finnast sumarið yfirþyrmandi. Ræðum það við okkar nánustu og reynum að finna okkur eitthvað til að hlakka til á okkar forsendum og með okkar leiðum. Tökum ábyrgð á okkar vellíðan – því það gerir það enginn fyrir okkur. Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál, tveggja barna móðir og maki og finnst allt í lagi að viðurkenna að sumartíminn getur verið yfirþyrmandi á köflum.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun