Meira um dómara og háskólana Bjarni Már Magnússon skrifar 28. maí 2021 13:01 Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands. Umræðan ætti þó ekki að einskorðast við hann heldur ná til allra íslenskra dómara, þ.m.t. við önnur dómstig sem og til íslenskra dómara við alþjóðlega dómstóla. Samkrull Við Háskóla Íslands er starfrækt sjálfstæð stofnun, Hafréttarstofnun Íslands, sem varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins veitir forstöðu. Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið fjármagna Hafréttarstofnun nær alfarið (HÍ hefur ekki sett fjármagn í stofnunina). Forstöðumaðurinn hefur í gegnum tíðina fengið u.þ.b. fjórðung upphæðinnar sem ráðuneytin setja í stofnunina í laun. Ráðuneytin eru því í raun að greiða dómara við alþjóðalegan dómstól sem fjallar um málefni sem er á þeirra málefnasviði, og sem á að vera óháður ríkjum, laun með HÍ sem millilið. Í þessu samhengi skal tekið fram að dómarum við umræddan dómstól er heimilt að sinna rannsóknum og kennslu. Sumir þeirra eru t.d. prófessorar við öflugar menntastofnanir. Hafréttarstofnun er nokkuð sérstök stofnun, að mati undirritaðs. Eini starfsmaður stofnunarinnar er forstöðumaðurinn sjálfur – dómarinn – sem í áraraðir hefur verið þar í hlutastarfi, fyrst meðfram starfi sínu í utanríkisráðuneytinu og nú sem dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Helsta virkni stofnunarinnar virðist hafa fyrst og fremst snúist í kringum forstöðumanninn sjálfan. Það er þó óljóst hvort það sé í krafti dómaraembættisins eða stofnunarinnar. Sem dæmi hefur fastur liður í starfsemi stofnunarinnar, og stór útgjaldaliður, í gegnum árin verið fjármögnun og starfsræksla sumarskóla á Ródos á Grikklandi í júlímánuði ásamt fleiri stofnunum þar sem forstöðumaðurinn er einn af helstu skipuleggjendum og kennurum. Best fjármögnuð Hafréttarstofnun er, að því best verður komist, best fjármagnaða fræðslu- og rannsóknarstofnunin á sviði lögfræði hérlendis af hálfu ríkisvaldsins - að undanskyldum lagadeildum háskólanna sjálfra - og hefur verið á fjárlögum í tæp 20 ár. Síðustu árin hafa tvær milljónir á ári runnið frá Hafréttarstofnun inn í starfsemi lagadeildar HÍ á ári þrátt fyrir að enginn fastráðinn starfsmaður við deildina geti talist sérfræðingur á sviði hafréttar, nema á afmörkuðum málefnasviðum hans, og rannsóknastarf við deildina á sviði hafréttar er takmarkað. Fjármunir fara því frá tveimur ráðuneytum inn í sjálfstæða stofnun í HÍ sem svo aftur renna að hluta inn í starfsemi lagadeildar HÍ. Það er nokkuð óvenjulegt. Stjórn stofnunarinnar saman stendur af fjórum ráðuneytisstarfsmönnum og tveimur stjórnarmönnum skipuðum af HÍ. Annar þeirra sem er skipaður af HÍ er héraðsdómari að aðalstarfi. Forstöðumaðurinn, er svo búsettur erlendis en kemur til landsins af og til. Sumarið 2020 var dregið fram í dagsljósið að forstöðumaðurinn/dómarinn hafði verið skipaður sendiherra árið 2014, þ.e. eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlega hafréttardóminn. Hann starfaði sem sendiherra í einn mánuð áður en hann fór í leyfi en virðist halda sendiherratitli sínum, miðað við upplýsingar af vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Engin tilkynning eða frétt var birt um skipanina líkt og alltaf hefur verið gert. Hagmunaárekstrar Í stuttu máli þá er staðan þannig að forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, sjálfstæðrar stofnunar innan HÍ sem fjármögnuð er af tveimur ráðuneytum, er jafnframt varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins og sendiherra í leyfi frá utanríkisþjónustunni. Þarna eru óvenju mikið samkrull á ferðinni, og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim hagsmunaárekstrum sem upp geta komið. Ofangreint fyrirkomulag er óskylt því sem undirritaður þekkir frá öðrum háskólum og skyldi engan undra. Höfundur er prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Dómstólar Bjarni Már Magnússon Aukastörf dómara Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands. Umræðan ætti þó ekki að einskorðast við hann heldur ná til allra íslenskra dómara, þ.m.t. við önnur dómstig sem og til íslenskra dómara við alþjóðlega dómstóla. Samkrull Við Háskóla Íslands er starfrækt sjálfstæð stofnun, Hafréttarstofnun Íslands, sem varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins veitir forstöðu. Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið fjármagna Hafréttarstofnun nær alfarið (HÍ hefur ekki sett fjármagn í stofnunina). Forstöðumaðurinn hefur í gegnum tíðina fengið u.þ.b. fjórðung upphæðinnar sem ráðuneytin setja í stofnunina í laun. Ráðuneytin eru því í raun að greiða dómara við alþjóðalegan dómstól sem fjallar um málefni sem er á þeirra málefnasviði, og sem á að vera óháður ríkjum, laun með HÍ sem millilið. Í þessu samhengi skal tekið fram að dómarum við umræddan dómstól er heimilt að sinna rannsóknum og kennslu. Sumir þeirra eru t.d. prófessorar við öflugar menntastofnanir. Hafréttarstofnun er nokkuð sérstök stofnun, að mati undirritaðs. Eini starfsmaður stofnunarinnar er forstöðumaðurinn sjálfur – dómarinn – sem í áraraðir hefur verið þar í hlutastarfi, fyrst meðfram starfi sínu í utanríkisráðuneytinu og nú sem dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Helsta virkni stofnunarinnar virðist hafa fyrst og fremst snúist í kringum forstöðumanninn sjálfan. Það er þó óljóst hvort það sé í krafti dómaraembættisins eða stofnunarinnar. Sem dæmi hefur fastur liður í starfsemi stofnunarinnar, og stór útgjaldaliður, í gegnum árin verið fjármögnun og starfsræksla sumarskóla á Ródos á Grikklandi í júlímánuði ásamt fleiri stofnunum þar sem forstöðumaðurinn er einn af helstu skipuleggjendum og kennurum. Best fjármögnuð Hafréttarstofnun er, að því best verður komist, best fjármagnaða fræðslu- og rannsóknarstofnunin á sviði lögfræði hérlendis af hálfu ríkisvaldsins - að undanskyldum lagadeildum háskólanna sjálfra - og hefur verið á fjárlögum í tæp 20 ár. Síðustu árin hafa tvær milljónir á ári runnið frá Hafréttarstofnun inn í starfsemi lagadeildar HÍ á ári þrátt fyrir að enginn fastráðinn starfsmaður við deildina geti talist sérfræðingur á sviði hafréttar, nema á afmörkuðum málefnasviðum hans, og rannsóknastarf við deildina á sviði hafréttar er takmarkað. Fjármunir fara því frá tveimur ráðuneytum inn í sjálfstæða stofnun í HÍ sem svo aftur renna að hluta inn í starfsemi lagadeildar HÍ. Það er nokkuð óvenjulegt. Stjórn stofnunarinnar saman stendur af fjórum ráðuneytisstarfsmönnum og tveimur stjórnarmönnum skipuðum af HÍ. Annar þeirra sem er skipaður af HÍ er héraðsdómari að aðalstarfi. Forstöðumaðurinn, er svo búsettur erlendis en kemur til landsins af og til. Sumarið 2020 var dregið fram í dagsljósið að forstöðumaðurinn/dómarinn hafði verið skipaður sendiherra árið 2014, þ.e. eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlega hafréttardóminn. Hann starfaði sem sendiherra í einn mánuð áður en hann fór í leyfi en virðist halda sendiherratitli sínum, miðað við upplýsingar af vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Engin tilkynning eða frétt var birt um skipanina líkt og alltaf hefur verið gert. Hagmunaárekstrar Í stuttu máli þá er staðan þannig að forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, sjálfstæðrar stofnunar innan HÍ sem fjármögnuð er af tveimur ráðuneytum, er jafnframt varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins og sendiherra í leyfi frá utanríkisþjónustunni. Þarna eru óvenju mikið samkrull á ferðinni, og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim hagsmunaárekstrum sem upp geta komið. Ofangreint fyrirkomulag er óskylt því sem undirritaður þekkir frá öðrum háskólum og skyldi engan undra. Höfundur er prófessor við lagadeild HR.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun