Þetta borskip er á leið til Íslands í dýran leiðangur Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2021 21:21 Rannsóknaskipið Joides Resolution. Borturn skipsins nálgast hæð Hallgrímskirkjuturns. IODP,/WILLIAM CRAWFORD Borskipið Joides Resolution er væntanlegt til Reykjavíkur um næstu helgi til að sinna rannsóknarborunum á Reykjaneshrygg. Háskóli Íslands kemur að alþjóðlegum vísindaleiðangri skipsins, sem áætlað er að standi í sextíu daga. Áformað er að bora allt að sjö rannsóknarholur á Reykjaneshrygg.KORT/IODP Rannsaka á bergfræði Reykjaneshryggs 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita. Leiðangurinn er einhver sá dýrasti á sviði hafsbotnsrannsókna sem ráðist hefur verið í á hafsvæðum við Ísland. Hver dagur kostar á milli 25 og 40 milljónir króna. Leiðangurinn átti upphaflega að vera síðastliðið sumar en honum var þá frestað vegna covid-19 heimsfaraldursins. Venjulega eru um eða yfir eitthundrað manns um borð í skipinu í slíkum leiðöngrum, allt að 65 manns í áhöfn og allt að 50 vísinda- og tæknimenn. Vegna faraldursins verða mun færri á skipinu og engir vísindahópar. Leiðangursstjórinn, Leah LeVay, verður raunar eini vísindamaðurinn um borð. „Borun á Reykjaneshrygg verður framkvæmd af tækniáhöfn skipsins,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sem heldur utan um verkefnið fyrir Íslands hönd. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Egill Aðalsteinsson Skipið var í dag við Azoreyjar eftir siglingu frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þaðan liggur leið þess til Reykjavíkur. Samkvæmt vef Faxaflóahafna er gert ráð fyrir skipinu í höfn næstkomandi laugardag, 5. júní, og á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 16. Brottför er síðan skráð þann 11. júní. Leiðangursstjórinn Leah LeVay áætlar þó að skipið komi til Reykjavíkur degi seinna, sunnudaginn 6. júní. Ráðgert er að skipið verði svo aftur í Reykjavík dagana 6. til 11. ágúst í lok leiðangursins. Joides Resolution var upphaflega smíðað árið 1978 til olíuborana en var sex árum síðar breytt í rannsóknarskip. Það er um 9.700 tonn að þyngd, 143 metra langt og borturninn ofan á því slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns, nær upp í 62 metra hæð. Það getur borað allt að 2.100 metra djúpar holur í berggrunninn á allt að 5.800 metra hafsdýpi. Skipið þjónar fjölþjóðlegu vísindasamstarfi á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, og er rekstur þess kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Jarðvísindadeild Texas-háskóla heldur utan um rekstur skipsins. Rætt var við Bryndisi Brandsdóttur um leiðangurinn fyrir ári í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér: Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38 Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Áformað er að bora allt að sjö rannsóknarholur á Reykjaneshrygg.KORT/IODP Rannsaka á bergfræði Reykjaneshryggs 30 milljón ár aftur í tímann, setlagamyndun og þróun jarðhita. Leiðangurinn er einhver sá dýrasti á sviði hafsbotnsrannsókna sem ráðist hefur verið í á hafsvæðum við Ísland. Hver dagur kostar á milli 25 og 40 milljónir króna. Leiðangurinn átti upphaflega að vera síðastliðið sumar en honum var þá frestað vegna covid-19 heimsfaraldursins. Venjulega eru um eða yfir eitthundrað manns um borð í skipinu í slíkum leiðöngrum, allt að 65 manns í áhöfn og allt að 50 vísinda- og tæknimenn. Vegna faraldursins verða mun færri á skipinu og engir vísindahópar. Leiðangursstjórinn, Leah LeVay, verður raunar eini vísindamaðurinn um borð. „Borun á Reykjaneshrygg verður framkvæmd af tækniáhöfn skipsins,“ segir Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, sem heldur utan um verkefnið fyrir Íslands hönd. Bryndís Brandsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, kemur að borverkefninu á Reykjaneshrygg fyrir Íslands hönd.Egill Aðalsteinsson Skipið var í dag við Azoreyjar eftir siglingu frá Höfðaborg í Suður-Afríku en þaðan liggur leið þess til Reykjavíkur. Samkvæmt vef Faxaflóahafna er gert ráð fyrir skipinu í höfn næstkomandi laugardag, 5. júní, og á það að leggjast að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 16. Brottför er síðan skráð þann 11. júní. Leiðangursstjórinn Leah LeVay áætlar þó að skipið komi til Reykjavíkur degi seinna, sunnudaginn 6. júní. Ráðgert er að skipið verði svo aftur í Reykjavík dagana 6. til 11. ágúst í lok leiðangursins. Joides Resolution var upphaflega smíðað árið 1978 til olíuborana en var sex árum síðar breytt í rannsóknarskip. Það er um 9.700 tonn að þyngd, 143 metra langt og borturninn ofan á því slagar upp í hæð Hallgrímskirkjuturns, nær upp í 62 metra hæð. Það getur borað allt að 2.100 metra djúpar holur í berggrunninn á allt að 5.800 metra hafsdýpi. Skipið þjónar fjölþjóðlegu vísindasamstarfi á sviði hafsbotnsrannsókna, The International Ocean Discovery Program, IODP, og er rekstur þess kostaður af 23 þátttökuþjóðum. Jarðvísindadeild Texas-háskóla heldur utan um rekstur skipsins. Rætt var við Bryndisi Brandsdóttur um leiðangurinn fyrir ári í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér:
Vísindi Háskólar Eldgos og jarðhræringar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38 Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins. 22. maí 2020 09:38
Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28. janúar 2012 18:58