Af tengslum Hæstaréttar og lagadeildar Háskóla Íslands Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. júní 2021 15:30 Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð. Akademían nýtur góðs af þeim vegna þess að hún fær aðgang að mannauð með umtalsverða sérþekkingu og reynslu, t.d. þegar hæstaréttardómarar og aðrir starfsmenn dómstóla landsins koma að kennslu og rannsóknum. Á hinn bóginn er hætta á að sjálfstæði akademíunnar veikist séu tengslin of sterk. Á meðan ég starfaði við lagadeildina fannst mér að tengsl deildarinnar við Hæstarétt Íslands ýttu undir að fræðimenn stæðu jafnan með dómskerfinu fremur en að rýna það með gagnrýnum hætti. Tökum dæmi. Dæmi um áhrif þessara tengsla Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hafa vaknað ófá álitaefni á sviði réttarfars, m.a. þegar upplýst var í árslok 2016 að tilteknir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu haft fjárhagslega hagsmuni í ákveðnum fjármálastofnunum en eigi að síður dæmt í sakamálum sem vörðuðu stjórnendur þessar stofnana. Umræða skapaðist í kjölfarið um vanhæfi dómaranna og eðlilegt hefði verið að starfandi sérfræðingur á sviði réttarfars við elstu lagadeildina hér á landi hefði tjáð sig um það með einum eða öðrum hætti. Viðkomandi gerði það hins vegar ekki. Annað dæmi er umræðuhefðin um ýmis innri mál réttarkerfisins og veitingu embætta innan þess. Mest undrandi var ég á því hvernig ýmsir akademískir starfsmenn gátu réttlætt þá umsögn dómnefndar vorið 2017 að nákvæmlega 15 umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt væru hæfastir í að gegna embætti við hinn nýstofnaða dómstól. Vel yfir 30 umsækjendur sóttu um dómaraembættin og augljóst mátti vera að þegar skipað væri í svona mörg embætti á sama tíma ætti að gefa ráðherra kost á að velja milli nokkurra umsækjenda sem teldust jafn hæfir, enda voru mun fleiri umsækjendur vel hæfir til að gegna dómaraembætti en skipa átti. Fáir ef nokkrir innan akademíunnar ræddu þetta atriði á sínum tíma með gagnrýnum hætti. Þvert á móti beindu sérfræðingarnir gagnrýninni fremur að hinum lýðræðislegu kjörnu fulltrúum sem vildu ekki að öllu leyti fara eftir umsögn dómnefndarinnar. Álíka viðbrögð urðu einnig ofan á þegar margir hæfir umsækjendur sóttu um embætti átta héraðsdómara síðla árs 2017, en þá taldi dómnefndin sig aftur þess umkomin að telja nákvæmlega átta umsækjendur hæfasta til að fá embættin, þegar ætla hefði mátt að mun fleiri umsækjendur væru a.m.k. jafn hæfir. Þögn akademíunnar um þann framgangsmáta fannst mér vera þrúgandi og sem akademískur starfsmaður var það ekki til eftirbreytni af minni hálfu að hafa einnig þagað. Stærsti vandinn Á mínum starfsferli við Háskóla Íslands kynntist ég mörgum frábærum lögfræðingum. Vandanum sem hér hefur verið lýst hefur aldrei falist í einstaka lögfræðingi sem slíkum. Það er samtryggingarkerfi sérfræðinga sem virðist vera vandamálið. Einnig eru áhrif æðstu aðila innan dómskerfisins á starfsemi lagadeildar Háskóla Íslands of mikil. Við það dregur úr líkum á að akademían verði að virkum og gagnrýnum þátttakanda í opinberri umræðu. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Dómstólar Háskólar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Tengsl Hæstaréttar Íslands og lagadeildar Háskóla Íslands eru rótgróin. Þessu kynntist ég þegar ég starfaði fyrir lagadeildina um margra ára skeið. Tengsl af þessu tagi geta verið tvíeggjað sverð. Akademían nýtur góðs af þeim vegna þess að hún fær aðgang að mannauð með umtalsverða sérþekkingu og reynslu, t.d. þegar hæstaréttardómarar og aðrir starfsmenn dómstóla landsins koma að kennslu og rannsóknum. Á hinn bóginn er hætta á að sjálfstæði akademíunnar veikist séu tengslin of sterk. Á meðan ég starfaði við lagadeildina fannst mér að tengsl deildarinnar við Hæstarétt Íslands ýttu undir að fræðimenn stæðu jafnan með dómskerfinu fremur en að rýna það með gagnrýnum hætti. Tökum dæmi. Dæmi um áhrif þessara tengsla Allt frá efnahagshruninu árið 2008 hafa vaknað ófá álitaefni á sviði réttarfars, m.a. þegar upplýst var í árslok 2016 að tilteknir dómarar við Hæstarétt Íslands hefðu haft fjárhagslega hagsmuni í ákveðnum fjármálastofnunum en eigi að síður dæmt í sakamálum sem vörðuðu stjórnendur þessar stofnana. Umræða skapaðist í kjölfarið um vanhæfi dómaranna og eðlilegt hefði verið að starfandi sérfræðingur á sviði réttarfars við elstu lagadeildina hér á landi hefði tjáð sig um það með einum eða öðrum hætti. Viðkomandi gerði það hins vegar ekki. Annað dæmi er umræðuhefðin um ýmis innri mál réttarkerfisins og veitingu embætta innan þess. Mest undrandi var ég á því hvernig ýmsir akademískir starfsmenn gátu réttlætt þá umsögn dómnefndar vorið 2017 að nákvæmlega 15 umsækjendur um stöðu dómara við Landsrétt væru hæfastir í að gegna embætti við hinn nýstofnaða dómstól. Vel yfir 30 umsækjendur sóttu um dómaraembættin og augljóst mátti vera að þegar skipað væri í svona mörg embætti á sama tíma ætti að gefa ráðherra kost á að velja milli nokkurra umsækjenda sem teldust jafn hæfir, enda voru mun fleiri umsækjendur vel hæfir til að gegna dómaraembætti en skipa átti. Fáir ef nokkrir innan akademíunnar ræddu þetta atriði á sínum tíma með gagnrýnum hætti. Þvert á móti beindu sérfræðingarnir gagnrýninni fremur að hinum lýðræðislegu kjörnu fulltrúum sem vildu ekki að öllu leyti fara eftir umsögn dómnefndarinnar. Álíka viðbrögð urðu einnig ofan á þegar margir hæfir umsækjendur sóttu um embætti átta héraðsdómara síðla árs 2017, en þá taldi dómnefndin sig aftur þess umkomin að telja nákvæmlega átta umsækjendur hæfasta til að fá embættin, þegar ætla hefði mátt að mun fleiri umsækjendur væru a.m.k. jafn hæfir. Þögn akademíunnar um þann framgangsmáta fannst mér vera þrúgandi og sem akademískur starfsmaður var það ekki til eftirbreytni af minni hálfu að hafa einnig þagað. Stærsti vandinn Á mínum starfsferli við Háskóla Íslands kynntist ég mörgum frábærum lögfræðingum. Vandanum sem hér hefur verið lýst hefur aldrei falist í einstaka lögfræðingi sem slíkum. Það er samtryggingarkerfi sérfræðinga sem virðist vera vandamálið. Einnig eru áhrif æðstu aðila innan dómskerfisins á starfsemi lagadeildar Háskóla Íslands of mikil. Við það dregur úr líkum á að akademían verði að virkum og gagnrýnum þátttakanda í opinberri umræðu. Höfundur er lögfræðingur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun