Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir eru ekkert eðlilega skemmtilegir Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 1. júní 2021 22:36 Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður Kríu og markahæsti leikmaður tímabilsins í Grill66 deildinni var að vonum ánægður eftir leik í kvöld þegar Kría tryggði sig upp í Olís deildina á sínu fyrsta tímabili í næst efstu deild. „Þetta er alveg sturlað, þetta var markmiðið okkar allan tímann,“ sagði Kristján Orri eftir leikinn gegn Víkingum í Hertz-höllinni í kvöld þar sem Kría vann einvígið 2-0 í umspilinu um laust sæti í efstu deild. Kristján Orri var einn af markahæstu leikmönnum Olís deildarinnar áður en hann skrifaði undir við Kríu í næst efstu deild. Þessi hægri hornamaður spilaði síðast fyrir ÍR í efstu deild en kvaddi Breiðholtið líkt og flest allir lykilmenn liðsins. En hvernig var að spila í Grill66 deildinni? „Þetta var mjög skemmtilegt, þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir eru ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján og bætti því við hvað honum fannst orðið gaman að mæta á æfingar. „Ég fann bara hvað það var aftur orðið gaman að mæta á æfingar, fann fyrir tilhlökkun að mæta og það er langt síðan ég hef fundið þessa tilfinningu. Eins og þetta hefur verið í Olís deildinni þá er þetta oft mikil kvöð, rosalega mikið æft, mikið af video-fundum og því um líkt“ „Hérna æfum við tvisvar í viku, leikur á föstudögum og kaldur inn í klefa, bara geðveikt.“ Kristján Orri var yfirburðar leikmaður í deildinni í vetur og segir það hafa verið skemmtilega áskorun að standast þá pressu sem fylgdi því að mæta sem lykilleikmaður úr Olís deildinni niður í næst efstu deild. „Þetta var mikil persónuleg áskorun fyrir mig að fara niður í Grillið eftir að hafa verið lengi í Olís deildinni með ágætum árangri. Ég var með mín persónulegu markmið fyrir þetta mót og ég held ég hafi alveg náð þeim.“ Eftir að hafa notið þess að spila í Grill66 deildinni var Kristján hikandi þegar hann var spurður hvort hann væri tilbúinn að fara aftur upp í Olís deildina „Jájá segjum það bara.“ Handbolti Íslenski handboltinn Kría Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Sjá meira
„Þetta er alveg sturlað, þetta var markmiðið okkar allan tímann,“ sagði Kristján Orri eftir leikinn gegn Víkingum í Hertz-höllinni í kvöld þar sem Kría vann einvígið 2-0 í umspilinu um laust sæti í efstu deild. Kristján Orri var einn af markahæstu leikmönnum Olís deildarinnar áður en hann skrifaði undir við Kríu í næst efstu deild. Þessi hægri hornamaður spilaði síðast fyrir ÍR í efstu deild en kvaddi Breiðholtið líkt og flest allir lykilmenn liðsins. En hvernig var að spila í Grill66 deildinni? „Þetta var mjög skemmtilegt, þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir eru ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján og bætti því við hvað honum fannst orðið gaman að mæta á æfingar. „Ég fann bara hvað það var aftur orðið gaman að mæta á æfingar, fann fyrir tilhlökkun að mæta og það er langt síðan ég hef fundið þessa tilfinningu. Eins og þetta hefur verið í Olís deildinni þá er þetta oft mikil kvöð, rosalega mikið æft, mikið af video-fundum og því um líkt“ „Hérna æfum við tvisvar í viku, leikur á föstudögum og kaldur inn í klefa, bara geðveikt.“ Kristján Orri var yfirburðar leikmaður í deildinni í vetur og segir það hafa verið skemmtilega áskorun að standast þá pressu sem fylgdi því að mæta sem lykilleikmaður úr Olís deildinni niður í næst efstu deild. „Þetta var mikil persónuleg áskorun fyrir mig að fara niður í Grillið eftir að hafa verið lengi í Olís deildinni með ágætum árangri. Ég var með mín persónulegu markmið fyrir þetta mót og ég held ég hafi alveg náð þeim.“ Eftir að hafa notið þess að spila í Grill66 deildinni var Kristján hikandi þegar hann var spurður hvort hann væri tilbúinn að fara aftur upp í Olís deildina „Jájá segjum það bara.“
Handbolti Íslenski handboltinn Kría Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Sjá meira