Óhreinu börnin hennar Evu Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 2. júní 2021 10:30 Án efa eru nokkur í þinni fjölskyldu eða nánasta vinahóp því við erum að tala um þriðja hvert barn í íslenskum grunnskólum. Þetta eru börnin með sérþarfir. Börnin sem virðast hvergi eiga heima. Börnin sem eru fyrir. Börnin með mesta vesenið. Börnin sem passa ekki inn í kassann. Börnin sem beita ofbeldi. Börnin sem kasta til borðum og stólum. Börnin sem „tínast“ í skólanum og koma svo heim algjörlega örmagna vegna yfirþyrmandi aðstæðna og vilja helst af öllu láta sig hverfa. Í meistararitgerð sem fjallar um samspil skóla án aðgreiningar og ADHD kemur fram að nemendum með hegðunarvandamál er stundum vísað úr skóla vegna þrýstings frá kennurum og foreldrum annarra barna. Í stað þess að einblína á þá vanrækslu sem börnin verða fyrir í skólakerfinu sem leiðir til hegðunarvandans, þá er unnið að því að koma þeim í burtu. Því þegar þau hafa brennt allar brýr að baki sér, er lausnin að senda þau tímabundið í sérskóla. Í einhverjum tilfellum hefur heimaskólinn svo neitað að taka við þeim aftur. Það virðist nefnilega vilji kerfisins að hafa þessi börn utan almenna skólakerfisins „af því að þetta er bara eins og með óhreinu börnin hennar Evu“ var haft eftir skólastjóra ákveðins sérskóla. Þegar þeim hefur verið „komið fyrir“ er loksins hægt að einbeita sér að öðru starfi innan skólans enda vandi óhreinu barnanna þess eðlis að hann hindrar eðlilegt skólastarf þar sem það gerir ekki ráð fyrir nemendum „…með sálina í fatla“ segir enn fremur í þessu frábæra verkefni. Varnarleysi og úrræðaleysi Í kringum þessi börn ríkir algjört varnarleysi. Enginn veit hvernig á að takast á við aðstæðurnar því aðgangur að fagaðilum er takmarkaður. Þegar svo opnast rými til þess að koma börnunum út úr aðstæðunum og inn í úrræði sérskóla sem er hlaðinn fagfólki þá stökkva allir á vagninn. Við erum því komin með skóla án aðgreiningar fyrir alla NEMA þá sem ekki geta verið í skóla án aðgreiningar þar sem fjársvelta stefnan virkar í langflestum tilfellum einungis fyrir „venjulegu“ börnin. Ekki óhreinu börnin. En við skulum hafa „án aðgreiningar“ með því þetta er svo falleg stefna! „Venjulegu börnin okkar og betra samfélag“ Þegar maður þarf að berjast fyrir tilverurétti barnsins síns, þá getur verið kaldhæðnislegt að lesa pistla sem skrifaðir eru í pólitískri baráttu. Nýlega fjallaði menntamálaráðherra um það hversu mikilvæg börnin okkar eru, vellíðan þeirra, hamingja og framtíðartækifæri í pistli sínum í Morgunblaðinu. Ráðherra segir það skyldu stjórnvalda að gera allt sem þau geta svo öll börn vaxi og dafni. Ráðherra endar pistilinn með því að hvetja fólk til þátttöku í því að gera Ísland að barnvænasta samfélagi í heimi. En það er þá mikilvægt að skilja í hverju sú þátttaka felst, enda upplýst ákvörðun lykilatriði. Hún felst nefnilega einungis í því að gera Ísland að barnvænasta samfélagi í heimi fyrir „venjulegu“ börnin. Ekki einstök börn, heldur einungis venjuleg börn sem glíma ekki við neinar sérþarfir. Það er nokkuð skýrt í ljósi þess að börn með sérþarfir hafa verið vanrækt í yfir 15 ár þvert á stjórnmálaflokka og ráðherra. Kennarar, foreldrar og sérfræðingar í menntamálum hafa til margra ára stigið fram með skýrslur, fréttir og pistla þar sem fjallað er um alvarlega stöðu þessara barna, en ekkert breytist… Hin kolsvarta skýrsla Evrópuráðs Í síðustu viku svaraði menntamálaráðherra fyrirspurn á Alþingi um það hvaða skýrslur og úttektir liggi fyrir um aðstoð við nemendur, hvernig sérkennslu sé háttað og að hve miklu leyti sérkennsla miðist við greiningar. Ráðherra segir það rétt nemenda að njóta menntunar við hæfi þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir, en ekki liggi fyrir upplýsingar um það hvernig skólar komi til móts við þarfir einstakra nemenda. Þetta svar kemur spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að ráðherra ber samkvæmt 4.gr. grunnskólalaga að hafa eftirlit með gæðum skólastarfs ásamt því að annast öflun, greiningu og miðlun upplýsinga. Þar sem þriðja hvert barn er með sérþarfir, þá er skrítið að ekki séu til betri svör við spurningunni, enda án efa er verið að spyrja almennt um hagi barna með sérþarfir en ekki útfærslu hjá einstaka börnum. Í framhaldinu er svo vísað til skýrslu Evrópumiðstöðvar og dregin upp ansi góð glansmynd af skýrslunni sem reyndar er kolsvört. Réttilega er bent á að samkvæmt skýrslunni styður íslensk löggjöf og stefnumótun menntayfirvalda við markmið og áherslur skóla án aðgreiningar. En ráðherra láðist að minnast á seinni hluta málsgreinarinnar þar sem segir að þörf sé á skýrari leiðsögn um hvernig eigi að fella stefnuviðmiðin inn í áætlanir sveitarfélaga og skóla og hrinda þeim svo í framkvæmd. Það er víst lítið gagn af lögum og stefnumótun menntayfirvalda ef skortur er á innleiðingu og samspili við þá sem reka skólana! Þess má geta að lokaskýrsla Evrópuráðs kom út árið 2017 eða fyrir fjórum árum síðan, en staðan í dag ber þess merki að skýrslan hafi „týnst“ í ráðuneytinu. Ýmislegt annað áhugavert kemur fram í skýrslu Evrópuráðs þar sem reglur um fjárframlög til menntakerfisins fá til dæmis algjöra falleinkunn en það er efni í annan pistil. Gunnlaugur Magnússon lektor í menntunarfræðum hefur bent á það hvernig stefnan skóli án aðgreiningar hafi í einhverjum tilfellum verið nýtt sem sparnaðartæki þar sem börn hafa verið færð úr dýrum úrræðum yfir í venjuleg rými án þess að peningur fylgi með og án eftirfylgni með líðan nemenda. Bendir hann á að búið sé að ná frábærri hagræðingu með ömurlegum afleiðingum. Hér má sjá eitthvað af þessum ömurlegu afleiðingum, svart á hvítu. Þetta eru setningar sem raunverulegir litlir einstaklingar með tilfinningar eins og allir aðrir, hafa sagt við foreldra sína: 7 ára stúlka: „Það væri best að ég væri bara ekki til. Það hata mig allir“ 9 ára stúlka: „Ég kann ekki að vera til“ 10 ára drengur: „Ég skipti engu máli“ 11 ára drengur: „Ég er heimskur og kann ekki neitt“ 7 ára stúlka: „Settu mig bara í ruslið, þar á ég heima“ 9 ára drengur: „Mamma, ég veit að þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið. Ég er svo hræðilega vondur“ Á fésbókarsíðunni „Sagan okkar“ má svo lesa frásagnir foreldra og kennara af því ömurlega ástandi sem ríkir í skólakerfinu. Grátlegar sögur sem samfélagið þarf nauðsynlega að heyra. Ég hvet menntamálaráðherra og barnamálaráðherra til þess að stökkva á vagninn okkar og laga þetta ástand fyrir næsta skólaár. Það er ýmislegt hægt að gera á nokkrum dögum sem myndi létta þessum börnum og foreldrum þeirra lífið á allan hátt. En það þarf vilja. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar. Höfundur er laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Alma Björk Ástþórsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Án efa eru nokkur í þinni fjölskyldu eða nánasta vinahóp því við erum að tala um þriðja hvert barn í íslenskum grunnskólum. Þetta eru börnin með sérþarfir. Börnin sem virðast hvergi eiga heima. Börnin sem eru fyrir. Börnin með mesta vesenið. Börnin sem passa ekki inn í kassann. Börnin sem beita ofbeldi. Börnin sem kasta til borðum og stólum. Börnin sem „tínast“ í skólanum og koma svo heim algjörlega örmagna vegna yfirþyrmandi aðstæðna og vilja helst af öllu láta sig hverfa. Í meistararitgerð sem fjallar um samspil skóla án aðgreiningar og ADHD kemur fram að nemendum með hegðunarvandamál er stundum vísað úr skóla vegna þrýstings frá kennurum og foreldrum annarra barna. Í stað þess að einblína á þá vanrækslu sem börnin verða fyrir í skólakerfinu sem leiðir til hegðunarvandans, þá er unnið að því að koma þeim í burtu. Því þegar þau hafa brennt allar brýr að baki sér, er lausnin að senda þau tímabundið í sérskóla. Í einhverjum tilfellum hefur heimaskólinn svo neitað að taka við þeim aftur. Það virðist nefnilega vilji kerfisins að hafa þessi börn utan almenna skólakerfisins „af því að þetta er bara eins og með óhreinu börnin hennar Evu“ var haft eftir skólastjóra ákveðins sérskóla. Þegar þeim hefur verið „komið fyrir“ er loksins hægt að einbeita sér að öðru starfi innan skólans enda vandi óhreinu barnanna þess eðlis að hann hindrar eðlilegt skólastarf þar sem það gerir ekki ráð fyrir nemendum „…með sálina í fatla“ segir enn fremur í þessu frábæra verkefni. Varnarleysi og úrræðaleysi Í kringum þessi börn ríkir algjört varnarleysi. Enginn veit hvernig á að takast á við aðstæðurnar því aðgangur að fagaðilum er takmarkaður. Þegar svo opnast rými til þess að koma börnunum út úr aðstæðunum og inn í úrræði sérskóla sem er hlaðinn fagfólki þá stökkva allir á vagninn. Við erum því komin með skóla án aðgreiningar fyrir alla NEMA þá sem ekki geta verið í skóla án aðgreiningar þar sem fjársvelta stefnan virkar í langflestum tilfellum einungis fyrir „venjulegu“ börnin. Ekki óhreinu börnin. En við skulum hafa „án aðgreiningar“ með því þetta er svo falleg stefna! „Venjulegu börnin okkar og betra samfélag“ Þegar maður þarf að berjast fyrir tilverurétti barnsins síns, þá getur verið kaldhæðnislegt að lesa pistla sem skrifaðir eru í pólitískri baráttu. Nýlega fjallaði menntamálaráðherra um það hversu mikilvæg börnin okkar eru, vellíðan þeirra, hamingja og framtíðartækifæri í pistli sínum í Morgunblaðinu. Ráðherra segir það skyldu stjórnvalda að gera allt sem þau geta svo öll börn vaxi og dafni. Ráðherra endar pistilinn með því að hvetja fólk til þátttöku í því að gera Ísland að barnvænasta samfélagi í heimi. En það er þá mikilvægt að skilja í hverju sú þátttaka felst, enda upplýst ákvörðun lykilatriði. Hún felst nefnilega einungis í því að gera Ísland að barnvænasta samfélagi í heimi fyrir „venjulegu“ börnin. Ekki einstök börn, heldur einungis venjuleg börn sem glíma ekki við neinar sérþarfir. Það er nokkuð skýrt í ljósi þess að börn með sérþarfir hafa verið vanrækt í yfir 15 ár þvert á stjórnmálaflokka og ráðherra. Kennarar, foreldrar og sérfræðingar í menntamálum hafa til margra ára stigið fram með skýrslur, fréttir og pistla þar sem fjallað er um alvarlega stöðu þessara barna, en ekkert breytist… Hin kolsvarta skýrsla Evrópuráðs Í síðustu viku svaraði menntamálaráðherra fyrirspurn á Alþingi um það hvaða skýrslur og úttektir liggi fyrir um aðstoð við nemendur, hvernig sérkennslu sé háttað og að hve miklu leyti sérkennsla miðist við greiningar. Ráðherra segir það rétt nemenda að njóta menntunar við hæfi þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir, en ekki liggi fyrir upplýsingar um það hvernig skólar komi til móts við þarfir einstakra nemenda. Þetta svar kemur spánskt fyrir sjónir í ljósi þess að ráðherra ber samkvæmt 4.gr. grunnskólalaga að hafa eftirlit með gæðum skólastarfs ásamt því að annast öflun, greiningu og miðlun upplýsinga. Þar sem þriðja hvert barn er með sérþarfir, þá er skrítið að ekki séu til betri svör við spurningunni, enda án efa er verið að spyrja almennt um hagi barna með sérþarfir en ekki útfærslu hjá einstaka börnum. Í framhaldinu er svo vísað til skýrslu Evrópumiðstöðvar og dregin upp ansi góð glansmynd af skýrslunni sem reyndar er kolsvört. Réttilega er bent á að samkvæmt skýrslunni styður íslensk löggjöf og stefnumótun menntayfirvalda við markmið og áherslur skóla án aðgreiningar. En ráðherra láðist að minnast á seinni hluta málsgreinarinnar þar sem segir að þörf sé á skýrari leiðsögn um hvernig eigi að fella stefnuviðmiðin inn í áætlanir sveitarfélaga og skóla og hrinda þeim svo í framkvæmd. Það er víst lítið gagn af lögum og stefnumótun menntayfirvalda ef skortur er á innleiðingu og samspili við þá sem reka skólana! Þess má geta að lokaskýrsla Evrópuráðs kom út árið 2017 eða fyrir fjórum árum síðan, en staðan í dag ber þess merki að skýrslan hafi „týnst“ í ráðuneytinu. Ýmislegt annað áhugavert kemur fram í skýrslu Evrópuráðs þar sem reglur um fjárframlög til menntakerfisins fá til dæmis algjöra falleinkunn en það er efni í annan pistil. Gunnlaugur Magnússon lektor í menntunarfræðum hefur bent á það hvernig stefnan skóli án aðgreiningar hafi í einhverjum tilfellum verið nýtt sem sparnaðartæki þar sem börn hafa verið færð úr dýrum úrræðum yfir í venjuleg rými án þess að peningur fylgi með og án eftirfylgni með líðan nemenda. Bendir hann á að búið sé að ná frábærri hagræðingu með ömurlegum afleiðingum. Hér má sjá eitthvað af þessum ömurlegu afleiðingum, svart á hvítu. Þetta eru setningar sem raunverulegir litlir einstaklingar með tilfinningar eins og allir aðrir, hafa sagt við foreldra sína: 7 ára stúlka: „Það væri best að ég væri bara ekki til. Það hata mig allir“ 9 ára stúlka: „Ég kann ekki að vera til“ 10 ára drengur: „Ég skipti engu máli“ 11 ára drengur: „Ég er heimskur og kann ekki neitt“ 7 ára stúlka: „Settu mig bara í ruslið, þar á ég heima“ 9 ára drengur: „Mamma, ég veit að þú elskar mig alltaf en ég á það ekki skilið. Ég er svo hræðilega vondur“ Á fésbókarsíðunni „Sagan okkar“ má svo lesa frásagnir foreldra og kennara af því ömurlega ástandi sem ríkir í skólakerfinu. Grátlegar sögur sem samfélagið þarf nauðsynlega að heyra. Ég hvet menntamálaráðherra og barnamálaráðherra til þess að stökkva á vagninn okkar og laga þetta ástand fyrir næsta skólaár. Það er ýmislegt hægt að gera á nokkrum dögum sem myndi létta þessum börnum og foreldrum þeirra lífið á allan hátt. En það þarf vilja. Spurningin er hvort viljinn sé til staðar. Höfundur er laganemi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun