Styrkja ekki þingmenn sem studdu árásina á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 16:30 JPMorgan Chase og Co. er stærsti lánveitandi Bandaríkjanna. Vísir/EPA Bandaríska fjármálafyrirtækið JPMorgan hefur ákveðið að gefa ekki fé í kosningasjóði repúblikana sem studdu árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Fyrirtækið ætlar hins vegar að byrja að styrkja stjórnmálamenn aftur eftir stutt hlé. Mörg fyrirtæki hættu að láta fé af hendi rakna til stjórnmálamanna eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. JPMorgan hefur nú ákveðið að byrja að veita styrki aftur í gegnum pólitíska aðgerðanefnd á vegum þess. Það ætlar hins vegar að hætta að styrkja nokkra af þeim 147 þingmönnum repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að staðfesta kjör Biden sem það hefur gefið fé í gegnum tíðina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana greiddi atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna jafnvel eftir að múgurinn braust inn í þinghúsið þannig að þingmenn þurftu að fela sig á bak við læstar dyr. Þingmennirnir, sem ekki voru nefndir sérstaklega í minnisblaði bankans, verða úti í kuldanum hjá JPMorgan fram yfir þingkosningarnar í nóvember á næsta ári. Þá ætlar fyrirtækið að meta stöðuna aftur og ákveða hvort það haldi áfram að gefa þingmönnunum fé. Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings lögðust gegn þverpólitísku frumvarpi um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar til að rannsaka árásina á þinghúsið. Öldungadeildarþingmenn flokksins drápu frumvarpið á endanum með málþófi. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mörg fyrirtæki hættu að láta fé af hendi rakna til stjórnmálamanna eftir að æstur múgur stuðningsmanna Trump réðst á þinghúsið til þess að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. JPMorgan hefur nú ákveðið að byrja að veita styrki aftur í gegnum pólitíska aðgerðanefnd á vegum þess. Það ætlar hins vegar að hætta að styrkja nokkra af þeim 147 þingmönnum repúblikana sem greiddu atkvæði gegn því að staðfesta kjör Biden sem það hefur gefið fé í gegnum tíðina, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana greiddi atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna jafnvel eftir að múgurinn braust inn í þinghúsið þannig að þingmenn þurftu að fela sig á bak við læstar dyr. Þingmennirnir, sem ekki voru nefndir sérstaklega í minnisblaði bankans, verða úti í kuldanum hjá JPMorgan fram yfir þingkosningarnar í nóvember á næsta ári. Þá ætlar fyrirtækið að meta stöðuna aftur og ákveða hvort það haldi áfram að gefa þingmönnunum fé. Repúblikanar í báðum deildum Bandaríkjaþings lögðust gegn þverpólitísku frumvarpi um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar til að rannsaka árásina á þinghúsið. Öldungadeildarþingmenn flokksins drápu frumvarpið á endanum með málþófi.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. 28. maí 2021 18:20