Handbolti

Árni Bragi: Mjög erfitt að yfirgefa KA

Andri Már Eggertsson skrifar
Árni Bragi þykir leiðinlegt að yfirgefa KA
Árni Bragi þykir leiðinlegt að yfirgefa KA Vísir/Elín

Árni Bragi Eyjólfsson lék sinn síðasta leik fyrir KA. Árni Bragi mun leika með Aftureldingu á næsta tímabili og var hann klökur hugsandi til þess að þetta var hans síðasti leikur fyrir KA.

„Valur er bara betra lið, það hefur mikið umtal verið hvað þeir hafa ollið miklum vonbrigðum en þetta var þeirra tími til að sýna úr hverju þeir eru gerðir. Fyrir mitt leiti eru þeir númeri of stórir í dag," sagði Árni Bragi.

Fyrri hálfleikur var í járnum framan af og þrátt fyrir að KA voru tveimur mörkum undir var liðið að spila vel. KA byrjuðu svo síðari hálfleikinn afar illa sem Valur nýtti sér.

„Við reyndum að keyra á þá sem gekk ekki, þeir einfaldlega refsuðu okkur. Þeir spiluðu tveggja mínútna sóknir sem fór í taugarnar á okkur en þeir voru einfaldlega frábærir í kvöld."

Árni Bragi er að kveðja KA eftir eitt tímabil. Árni Bragi átti erfitt með sig þegar tilfinningarnar brutust út þegar spurt var út í kveðjustundina.

„Mér finnst þetta rosalega erfitt, ég er að skilja við KA á góðum stað. Það eru hörku leikmenn að koma inn, þetta er vegferð sem KA er í og er ég afar stoltur að hafa tekið þátt í henni."

„Vonandi koma næstu menn inn í liðið og lyfta KA enn lengra, það sjá það allir að þetta er lang skemmtilegast þegar KA er í úrslitakeppninni." 

„Ég er stoltur yfir þessu tímabili, þetta er búið að vera mitt besta tímabil hér heima, markmiðið var úrslitakeppnin gekk upp og vonandi tekur félagið næsta skref," sagði Árni Bragi klökur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×