Innanhússrannsókn Ernu Ólafur Stephensen skrifar 9. júní 2021 16:00 Erna Bjarnadóttir, starfsmaður Mjólkursamsölunnar og pennavinkona mín, dregur fáeinar rangar ályktanir í grein sem hún birti hér á Vísi í gær, um Félag atvinnurekenda og fríverzlunarsamning við Bretland. Ég leyfi mér að staldra við tvær. Erna vitnar í fyrsta lagi til fréttatilkynningar FA, þar sem sagt var frá því að hagsmunaaðilar í landbúnaði hefðu lagzt gegn útvíkkun fríverzlunar með búvörur milli Íslands og Bretlands. Erna segir að FA hafi greinilega fengið nákvæmar upplýsingar um hvað var að gerast í samningaviðræðum Íslands og Bretlands og fengið meiri upplýsingar en hagsmunaaðilar í landbúnaði. Ernu skal í fullri vinsemd bent á dagsetninguna á fréttatilkynningu FA. Hún var send út á mánudag en samningum við Bretland lauk í síðustu viku. FA fékk engar upplýsingar um gang viðræðnanna frá stjórnvöldum meðan á þeim stóð og ekki eftir að þeim lauk heldur, annað en það sem fram kom á vef utanríkisráðuneytisins. Formaður Bændasamtakanna upplýsti hins vegar í Morgunblaðinu á mánudag að þau hefðu átt fund með utanríkisráðuneytinu meðan á viðræðum stóð, fengið upplýsingar og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. FA hefði verið þakklátt fyrir svipaðan aðgang, en honum var ekki fyrir að fara. Í öðru lagi segir Erna, eftir að hafa ranglega búið til í huga sér einhverja aðkomu FA að samningaviðræðunum vegna þess að félagið býr yfir upplýsingum um gang þeirra, að hún sé „fordæmalaus“, „á kostnað almennra viðskiptahagsmuna Íslands í samningaviðræðunum“ og málið verði að „rannsaka sérstaklega“. Það væri klárlega gagnlegt að hafin yrði rannsókn á óeðlilegum áhrifum sérhagsmuna á þessar samningaviðræður, en helzt gæti sú rannsókn orðið innanhússrannsókn hjá hagsmunaaðilum í landbúnaðinum – einhver úr þeirra hópi gæti nefnilega hafa verið svolítið gleiður að lýsa því hvernig tókst að koma í veg fyrir að tilboði Breta um aukna fríverzlun með búvörur yrði tekið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Landbúnaður Tengdar fréttir Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Erna Bjarnadóttir, starfsmaður Mjólkursamsölunnar og pennavinkona mín, dregur fáeinar rangar ályktanir í grein sem hún birti hér á Vísi í gær, um Félag atvinnurekenda og fríverzlunarsamning við Bretland. Ég leyfi mér að staldra við tvær. Erna vitnar í fyrsta lagi til fréttatilkynningar FA, þar sem sagt var frá því að hagsmunaaðilar í landbúnaði hefðu lagzt gegn útvíkkun fríverzlunar með búvörur milli Íslands og Bretlands. Erna segir að FA hafi greinilega fengið nákvæmar upplýsingar um hvað var að gerast í samningaviðræðum Íslands og Bretlands og fengið meiri upplýsingar en hagsmunaaðilar í landbúnaði. Ernu skal í fullri vinsemd bent á dagsetninguna á fréttatilkynningu FA. Hún var send út á mánudag en samningum við Bretland lauk í síðustu viku. FA fékk engar upplýsingar um gang viðræðnanna frá stjórnvöldum meðan á þeim stóð og ekki eftir að þeim lauk heldur, annað en það sem fram kom á vef utanríkisráðuneytisins. Formaður Bændasamtakanna upplýsti hins vegar í Morgunblaðinu á mánudag að þau hefðu átt fund með utanríkisráðuneytinu meðan á viðræðum stóð, fengið upplýsingar og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. FA hefði verið þakklátt fyrir svipaðan aðgang, en honum var ekki fyrir að fara. Í öðru lagi segir Erna, eftir að hafa ranglega búið til í huga sér einhverja aðkomu FA að samningaviðræðunum vegna þess að félagið býr yfir upplýsingum um gang þeirra, að hún sé „fordæmalaus“, „á kostnað almennra viðskiptahagsmuna Íslands í samningaviðræðunum“ og málið verði að „rannsaka sérstaklega“. Það væri klárlega gagnlegt að hafin yrði rannsókn á óeðlilegum áhrifum sérhagsmuna á þessar samningaviðræður, en helzt gæti sú rannsókn orðið innanhússrannsókn hjá hagsmunaaðilum í landbúnaðinum – einhver úr þeirra hópi gæti nefnilega hafa verið svolítið gleiður að lýsa því hvernig tókst að koma í veg fyrir að tilboði Breta um aukna fríverzlun með búvörur yrði tekið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Félag atvinnurekenda og fríverslunarsamningur við Bretland Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) fer mikinn þessa dagana vegna kynningar utanríkisráðherra á samningsdrögum að nýjum fríverslunarsamningi við Bretland. Í langri fréttatilkynningu FA um samningsdrögin eru hlutirnir málaðir sterkum litum. Enn og aftur rennur framkvæmdastjórinn til á svellinu, en það er ekki í fyrsta skipti. 8. júní 2021 20:01
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun