Handbolti

Krían mun taka þátt í efstu deild á næstu leik­tíð

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Krían verður í Olís-deildinni á næstu leiktíð.
Krían verður í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Eyjólfur Garðarsson

Hið stórskemmtilega lið Kríu gerði sér lítið fyrir og vann sér inn sæti í Olís-deild karla í handbolta fyrir skömmu. Ekki var öruggt að félagið myndi þiggja sætið en það hefur nú verið staðfest.

Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu og einn af forráðamönnum liðsins, staðfesti þetta í samtali við Handbolti.is. Lárus segir að félagið hafi nú þegar hafið undirbúning fyrir fyrsta tímabil liðsins í Olís-deildinni.

Leikmenn Kríu vöktu athygli eftir sigur sinn í umspili Grill66-deildarinnar þar sem þeir töluðu um hversu lítið þeir hefðu æft í umspilinu.

Hvort félagið haldi sig við þá taktík á næstu leiktíð á eftir að koma í ljós en það er allavega ljóst að Seltjarnarnes mun eiga tvö lið í efstu deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Reikna má með hörkuleikjum þegar Grótta og Kría mætast í baráttunni um Seltjarnarnes.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Krían flaug upp í Olís-deildina | Myndir

Kría og Víkingur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitum umspils Grill66-deildarinnar í handbolta. Fór það svo að nýliðar deildarinnar, Kría, unnu og tryggðu sér sæti í Olís-deild karla á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×