Á fjórða tímanum í dag tók karlmaður bát í Kópavogshöfn ófrjálsri hendi og sigldi út á haf.
Björgunarsveitin í Kópavogi fór ásamt lögreglumönnum í átt að bátnum sem var þá kominn út fyrir Álftanes. Þá fóru sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan á bátum til aðstoðar lögreglunni.
Útsendarar réttvísinnar voru ekki lengi að hafa uppi á manninum og fóru lögreglumenn um borð og handtóku hann.
Maðurinn var einn á ferð og hefur verið færður á lögreglustöð til yfirheyrslu síðar í kvöld.