Vopnið ófundið: Maður um tvítugt í lífshættu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2021 16:27 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsókn málsins í fullum gangi. Vísir/Einar Vopn sem notað var þegar karlmaður um tvítugt var stunginn í miðbænum í nótt er ekki fundið. Maðurinn liggur þungt haldinn á Landspítalanum en lögreglan handtók meintan árásarmann í heimahúsi í Kópavogi undir morgun. Lögreglan fékk tilkynningu um átök milli manna fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. „Við áttuðum okkur á því að þarna hefði orðið hnífstunga. Maður verið stunginn í kviðinn. Hann fluttur á slysadeild og er enn þá í krítísku ástandi eins og læknar kalla það, sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífshættu, og síðan var sá sem er grunaður um verknaðinn handtekinn undir morgun,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan kannar hvort að bílbruni í Kópavogi tengist málinu. „Það voru tveir bílbrunar í nótt og þessi bílbruni í Árbænum tengist þessu ekki neitt en það var bílbruni í Kópavogi og það er til rannsóknar hvort þetta tengist: bílbruninn í Kópavogi og þetta mál í miðbænum.“ Grímur segir báða mennina um tvítugt og vera Íslendinga. Hann telur ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum ekkert að rannsaka þetta mál með tilliti til þess sérstaklega. Það er svo sem bara alltaf allt undir þegar verið er að rannsaka og við leggjum ekkert af stað í neina rannsókn með eitthvað fyrir fram ákveðnar hugmyndir en ekkert sérstaklega upp í þessu tilefni.“ Árásin átti sér stað í Hafnarstræti í nótt.Vísir/Einar Grímur segir enn leitað að vopninu sem notað var í nótt. „Vopnið sem kann að hafa verið notað við þennan verknað er ekki fundið. Það var lagt hald á hníf í miðbænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“ Aðspurður um hvort að málið eigi sér aðdraganda og hvort mennirnir hafi áður átt í deilum segir Grímur það á meðal þess sem verið er að skoða. „Það er náttúrulega bara það sem við erum að reyna að varpa ljósi á hver vegna þetta gerðist.“ Lögreglumál Reykjavík Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Lögreglan fékk tilkynningu um átök milli manna fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í miðbænum á öðrum tímanum í nótt. „Við áttuðum okkur á því að þarna hefði orðið hnífstunga. Maður verið stunginn í kviðinn. Hann fluttur á slysadeild og er enn þá í krítísku ástandi eins og læknar kalla það, sem ég held að sé hægt að túlka þannig að sé enn þá í lífshættu, og síðan var sá sem er grunaður um verknaðinn handtekinn undir morgun,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í heimahúsi í Kópavogi. Lögreglan kannar hvort að bílbruni í Kópavogi tengist málinu. „Það voru tveir bílbrunar í nótt og þessi bílbruni í Árbænum tengist þessu ekki neitt en það var bílbruni í Kópavogi og það er til rannsóknar hvort þetta tengist: bílbruninn í Kópavogi og þetta mál í miðbænum.“ Grímur segir báða mennina um tvítugt og vera Íslendinga. Hann telur ekki að málið tengist skipulagðri glæpastarfsemi. „Við erum ekkert að rannsaka þetta mál með tilliti til þess sérstaklega. Það er svo sem bara alltaf allt undir þegar verið er að rannsaka og við leggjum ekkert af stað í neina rannsókn með eitthvað fyrir fram ákveðnar hugmyndir en ekkert sérstaklega upp í þessu tilefni.“ Árásin átti sér stað í Hafnarstræti í nótt.Vísir/Einar Grímur segir enn leitað að vopninu sem notað var í nótt. „Vopnið sem kann að hafa verið notað við þennan verknað er ekki fundið. Það var lagt hald á hníf í miðbænum en við erum bara ekki viss um það að það hafi verið vopnið sem var notað við þennan verknað þannig að við erum enn þá með það til skoðunar.“ Aðspurður um hvort að málið eigi sér aðdraganda og hvort mennirnir hafi áður átt í deilum segir Grímur það á meðal þess sem verið er að skoða. „Það er náttúrulega bara það sem við erum að reyna að varpa ljósi á hver vegna þetta gerðist.“
Lögreglumál Reykjavík Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbænum í nótt Einn er í lífshættu eftir hnífstunguárás í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Einstaklingurinn er á gjörgæslu eftir að hafa verið stunginn í kviðinn en sá grunaði var handtekinn í morgun og er nú í haldi lögreglu. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 13. júní 2021 11:11