Leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2021 12:00 Guðlaugur Þór sækir fund NATO í Brussel. Vísir/Sigurjón Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel hófst á tólfta tímanum. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn sem stendur nú yfir. Fjöldi mála er til umræðu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í ávarpi í morgun að málefni Rússlands og Kína sem og netöryggismál verði ofarlega á blaði. Guðlaugur Þór tekur í sama streng og segir netöryggismál verða sífellt meira áberandi. Þau séu áherslumál. „Sömuleiðis hafa verið áhyggjur af hernaðaruppbyggingu og framferði Rússa eins og við þekkjum. Það er óróasamstaða bandalagsríkjanna gagnvart því að standa þar vörð.“ Grunngildi aðalatriðið Hann segir Ísland kalla eftir því að áhersla verði lögð á málefni kvenna, friðar og öryggis. Grunngildi bandalagsins séu svo aðalatriðið. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkjanna. Við erum ánægð með að tillögurnar sem nú liggja fyrir innihaldi metnaðarfull markmið um loftslags- og öryggismál og að bandalagið gegni sínu hlutverki við að standa vörð um grundvöll reglna í alþjóðasamskiptum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Í valdatíð Trumps þótti málflutningur Bandaríkjastjórnar innan NATO einkennast af ágreiningi. Að sögn Guðlaugs hefur Biden lagt áherslu á samstöðu, samtal og samvinnu við bandamenn. Það kveði við annan tón í málflutningi Bandaríkjastjórnar eftir valdaskiptin. „Það skal samt haft í huga að Bandaríkjamenn juku þátttöku sína í samstarfi NATO, þótt tónninn hafi verið annar en hjá núverandi stjórn. Það er mjög skýrt frá Biden að hann leggur mikla áherslu á samráð og samtal við sína helstu bandamenn. Það er annar tónn en við heyrðum áður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Utanríkismál Varnarmál NATO Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn sem stendur nú yfir. Fjöldi mála er til umræðu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í ávarpi í morgun að málefni Rússlands og Kína sem og netöryggismál verði ofarlega á blaði. Guðlaugur Þór tekur í sama streng og segir netöryggismál verða sífellt meira áberandi. Þau séu áherslumál. „Sömuleiðis hafa verið áhyggjur af hernaðaruppbyggingu og framferði Rússa eins og við þekkjum. Það er óróasamstaða bandalagsríkjanna gagnvart því að standa þar vörð.“ Grunngildi aðalatriðið Hann segir Ísland kalla eftir því að áhersla verði lögð á málefni kvenna, friðar og öryggis. Grunngildi bandalagsins séu svo aðalatriðið. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkjanna. Við erum ánægð með að tillögurnar sem nú liggja fyrir innihaldi metnaðarfull markmið um loftslags- og öryggismál og að bandalagið gegni sínu hlutverki við að standa vörð um grundvöll reglna í alþjóðasamskiptum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Í valdatíð Trumps þótti málflutningur Bandaríkjastjórnar innan NATO einkennast af ágreiningi. Að sögn Guðlaugs hefur Biden lagt áherslu á samstöðu, samtal og samvinnu við bandamenn. Það kveði við annan tón í málflutningi Bandaríkjastjórnar eftir valdaskiptin. „Það skal samt haft í huga að Bandaríkjamenn juku þátttöku sína í samstarfi NATO, þótt tónninn hafi verið annar en hjá núverandi stjórn. Það er mjög skýrt frá Biden að hann leggur mikla áherslu á samráð og samtal við sína helstu bandamenn. Það er annar tónn en við heyrðum áður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Utanríkismál Varnarmál NATO Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira