Leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júní 2021 12:00 Guðlaugur Þór sækir fund NATO í Brussel. Vísir/Sigurjón Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í Brussel hófst á tólfta tímanum. Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkja. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn sem stendur nú yfir. Fjöldi mála er til umræðu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í ávarpi í morgun að málefni Rússlands og Kína sem og netöryggismál verði ofarlega á blaði. Guðlaugur Þór tekur í sama streng og segir netöryggismál verða sífellt meira áberandi. Þau séu áherslumál. „Sömuleiðis hafa verið áhyggjur af hernaðaruppbyggingu og framferði Rússa eins og við þekkjum. Það er óróasamstaða bandalagsríkjanna gagnvart því að standa þar vörð.“ Grunngildi aðalatriðið Hann segir Ísland kalla eftir því að áhersla verði lögð á málefni kvenna, friðar og öryggis. Grunngildi bandalagsins séu svo aðalatriðið. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkjanna. Við erum ánægð með að tillögurnar sem nú liggja fyrir innihaldi metnaðarfull markmið um loftslags- og öryggismál og að bandalagið gegni sínu hlutverki við að standa vörð um grundvöll reglna í alþjóðasamskiptum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Í valdatíð Trumps þótti málflutningur Bandaríkjastjórnar innan NATO einkennast af ágreiningi. Að sögn Guðlaugs hefur Biden lagt áherslu á samstöðu, samtal og samvinnu við bandamenn. Það kveði við annan tón í málflutningi Bandaríkjastjórnar eftir valdaskiptin. „Það skal samt haft í huga að Bandaríkjamenn juku þátttöku sína í samstarfi NATO, þótt tónninn hafi verið annar en hjá núverandi stjórn. Það er mjög skýrt frá Biden að hann leggur mikla áherslu á samráð og samtal við sína helstu bandamenn. Það er annar tónn en við heyrðum áður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Utanríkismál Varnarmál NATO Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sækja fundinn sem stendur nú yfir. Fjöldi mála er til umræðu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í ávarpi í morgun að málefni Rússlands og Kína sem og netöryggismál verði ofarlega á blaði. Guðlaugur Þór tekur í sama streng og segir netöryggismál verða sífellt meira áberandi. Þau séu áherslumál. „Sömuleiðis hafa verið áhyggjur af hernaðaruppbyggingu og framferði Rússa eins og við þekkjum. Það er óróasamstaða bandalagsríkjanna gagnvart því að standa þar vörð.“ Grunngildi aðalatriðið Hann segir Ísland kalla eftir því að áhersla verði lögð á málefni kvenna, friðar og öryggis. Grunngildi bandalagsins séu svo aðalatriðið. „Við höfum lagt áherslu á að styrkja pólitískt samráð bandalagsríkjanna. Við erum ánægð með að tillögurnar sem nú liggja fyrir innihaldi metnaðarfull markmið um loftslags- og öryggismál og að bandalagið gegni sínu hlutverki við að standa vörð um grundvöll reglna í alþjóðasamskiptum,“ segir Guðlaugur Þór. Þetta er fyrsti leiðtogafundurinn frá því Joe Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta af Donald Trump. Í valdatíð Trumps þótti málflutningur Bandaríkjastjórnar innan NATO einkennast af ágreiningi. Að sögn Guðlaugs hefur Biden lagt áherslu á samstöðu, samtal og samvinnu við bandamenn. Það kveði við annan tón í málflutningi Bandaríkjastjórnar eftir valdaskiptin. „Það skal samt haft í huga að Bandaríkjamenn juku þátttöku sína í samstarfi NATO, þótt tónninn hafi verið annar en hjá núverandi stjórn. Það er mjög skýrt frá Biden að hann leggur mikla áherslu á samráð og samtal við sína helstu bandamenn. Það er annar tónn en við heyrðum áður,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Utanríkismál Varnarmál NATO Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent