Rasísk merki og húðflúr gerð óheimil eftir fánamálið Snorri Másson skrifar 14. júní 2021 13:45 Lögreglukona sem bar þrjá fána sem notaðir hafa verið á vettvangi öfgahreyfinga sagðist ekki hafa vitað að þau hefðu neikvæða skírskotun, þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um málið. Ljósmynd af lögreglukonunni vakti hörð viðbrögð í vetur og sagði lögreglan að þetta væru alls ekki skilaboðin sem hún vildi senda frá sér. Eggert Jóhannesson Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur hert reglur um einkennisfatnað íslenskra lögreglumanna. Lögreglumönnum er nú samkvæmt reglugerð óheimilt að bera sýnileg merki eða húðflúr „sem almennt þykja til þess fallin að ýta undir mismunun eða öfgahyggju.“ Ef ágreiningur myndast um það hvað telst til slíkra merkja er það lögreglustjóra að meta það. Hann getur síðan skotið málum til ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Ný reglugerð var undirrituð í maí en í október í fyrra vakti það hörð viðbrögð þegar lögreglukona bar þrjá fána á búning sínum sem tengdir hafa verið við hatursorðræðu hvers konar. Sömu fánar höfðu verið notaðir af rasískum öfgasamtökum. Áslaug Arna sagði þá að haturstákn yrðu ekki liðin innan lögreglunnar og að það væri lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki slík merki frá sér. Nú hefur hún breytt reglugerðinni svo að sérstaklega sé kveðið á um þetta, en í eldri reglugerð var ekki vikið að utanaðkomandi einkennismerkjum. Önnur breyting í reglugerðinni er sú að lögreglumönnum er einfaldlega bannað að bera önnur merki og tákn en þau sem tilheyra almennum einkennisfatnaði þeirra. Merkin á þeim einkennisfatnaði eru lögreglumerki eru á báðum ermum. Á baki og hægra megin á brjósti er merkið „Lögreglan“ en vinstra megin á brjósti merkið „Police“. Ríkislögreglustjóra er heimilt í sérstökum tilvikum að merkja einnig með merkinu „Police“ á baki. Endurskinsmerkingar eru heimilar. Notkun annarra merkja eða tákna á einkennisfatnað eða búnað lögreglu er óheimil, nema sem heimiluð er sérstaklega skv. reglugerð þessari eða reglna settra af ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Það er alveg skýrt, haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 22, 2020 Efsti fáninn á búning lögreglukonunnar er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Höfuðkúpumerkið er þá „The Punisher“ sem er merki sem hefur verið notaður í samhengi við gróft ofbeldi í baráttunni gegn glæpum. Lögreglan Húðflúr Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Lögreglumönnum er nú samkvæmt reglugerð óheimilt að bera sýnileg merki eða húðflúr „sem almennt þykja til þess fallin að ýta undir mismunun eða öfgahyggju.“ Ef ágreiningur myndast um það hvað telst til slíkra merkja er það lögreglustjóra að meta það. Hann getur síðan skotið málum til ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Ný reglugerð var undirrituð í maí en í október í fyrra vakti það hörð viðbrögð þegar lögreglukona bar þrjá fána á búning sínum sem tengdir hafa verið við hatursorðræðu hvers konar. Sömu fánar höfðu verið notaðir af rasískum öfgasamtökum. Áslaug Arna sagði þá að haturstákn yrðu ekki liðin innan lögreglunnar og að það væri lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki slík merki frá sér. Nú hefur hún breytt reglugerðinni svo að sérstaklega sé kveðið á um þetta, en í eldri reglugerð var ekki vikið að utanaðkomandi einkennismerkjum. Önnur breyting í reglugerðinni er sú að lögreglumönnum er einfaldlega bannað að bera önnur merki og tákn en þau sem tilheyra almennum einkennisfatnaði þeirra. Merkin á þeim einkennisfatnaði eru lögreglumerki eru á báðum ermum. Á baki og hægra megin á brjósti er merkið „Lögreglan“ en vinstra megin á brjósti merkið „Police“. Ríkislögreglustjóra er heimilt í sérstökum tilvikum að merkja einnig með merkinu „Police“ á baki. Endurskinsmerkingar eru heimilar. Notkun annarra merkja eða tákna á einkennisfatnað eða búnað lögreglu er óheimil, nema sem heimiluð er sérstaklega skv. reglugerð þessari eða reglna settra af ríkislögreglustjóra, segir í reglugerðinni. Það er alveg skýrt, haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það.— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 22, 2020 Efsti fáninn á búning lögreglukonunnar er svarthvít útgáfa af íslenska fánanum með blárri línu sem hefur erlendis þótt taka pólitíska afstöðu með „blue lives matter“ hreyfingunni gegn „black lives matter“. Þannig hefur hann verið tengdur við hvíta þjóðernishyggju. Þriðji fáninn er svokallaður Vínlandsfáni sem hefur verið tekinn upp af hvítum öfgahópum og nýnasistum. Höfuðkúpumerkið er þá „The Punisher“ sem er merki sem hefur verið notaður í samhengi við gróft ofbeldi í baráttunni gegn glæpum.
Lögreglan Húðflúr Kynþáttafordómar Tengdar fréttir „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 „Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51
„Lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það alveg vera skýrt að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. 22. október 2020 11:27
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58