Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði Snorri Másson skrifar 19. júní 2021 09:01 Það er gömul saga og ný að fólk sem ekki hefur náð aldri villir á sér heimildir til að komast inn á skemmtistaði. Á tækniöld verður það þó sífellt flóknara. Vísir Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum. Dyraverðir verða oft einskis varir og sautján ára geta þess vegna valsað um sem tuttugu og eins árs. Umsjónarmaður skírteinanna hjá fjármálaráðuneytinu segir að dyraverðir þurfi að hafa augun opin. Stafrænu ökuskírteinin voru kynnt til leiks síðasta sumar og gerðu fólki kleift að skilja hið veraldlega alfarið eftir heima. Í kjölfarið hefði mátt ætla að breytinga yrði strax að vænta í erfiðu umhverfi þeirra sem finna þurfa upp á sífellt nýjum leiðum til að komast inn á skemmtistaði, en þar sem samkomutakmarkanir tóku strax öll völd um veturinn varð þessara breytinga ekki vart strax. Nú þegar skemmtistaðirnir eru að verða sífellt lengur opnir á kvöldin hefur hinn frjálsi markaður svipt hulunni af þeirri nýju lausn að Photoshop-a ökuskírteinin með því að breyta kennitölum þeirra og fæðingarári. Þar sem er vilji er vegur Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, segir falsanirnar gerðar með skjáskotum af skírteinunum, en ekki með því að eiga við skírteinin sjálf. „Auðvitað er hægt að sýna bara skjáskot örsnöggt eftir að maður sé búinn að breyta því í Photoshop. En þeir sem ætla að vanda sig við að skoða ökuskírteinin þurfa þá að ýta á takkana og refresha og svona,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi.Stjórnarráðið Kerfið sem hýsir sjálft skírteinið sé öruggt og ekki sé hægt að komast inn í það til að eiga við upplýsingarnar. Andri segir þessa nýju fölsun sama eðlis og þegar skírteinin voru úr plasti. Ef viljinn er fyrir hendi og móttakandinn er ekki að standa sig í að kanna skírteinin vel, þá er alltaf möguleiki á að smjúga í gegn. Hætta er á að sífellt verði erfiðara fyrir fólk sem ekki hefur náð aldri að láta virðast sem svo við inngang skemmtistaða. Andri segir nýja tækni væntanlega sem muni gera rafrænu ökuskírteinin líkari greiðslukortum í símum, þar sem snertiflötur myndast við skynjara á móti símanum. Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00 Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Dyraverðir verða oft einskis varir og sautján ára geta þess vegna valsað um sem tuttugu og eins árs. Umsjónarmaður skírteinanna hjá fjármálaráðuneytinu segir að dyraverðir þurfi að hafa augun opin. Stafrænu ökuskírteinin voru kynnt til leiks síðasta sumar og gerðu fólki kleift að skilja hið veraldlega alfarið eftir heima. Í kjölfarið hefði mátt ætla að breytinga yrði strax að vænta í erfiðu umhverfi þeirra sem finna þurfa upp á sífellt nýjum leiðum til að komast inn á skemmtistaði, en þar sem samkomutakmarkanir tóku strax öll völd um veturinn varð þessara breytinga ekki vart strax. Nú þegar skemmtistaðirnir eru að verða sífellt lengur opnir á kvöldin hefur hinn frjálsi markaður svipt hulunni af þeirri nýju lausn að Photoshop-a ökuskírteinin með því að breyta kennitölum þeirra og fæðingarári. Þar sem er vilji er vegur Andri Heiðar Kristinsson, stafrænn leiðtogi í fjármálaráðuneytinu, segir falsanirnar gerðar með skjáskotum af skírteinunum, en ekki með því að eiga við skírteinin sjálf. „Auðvitað er hægt að sýna bara skjáskot örsnöggt eftir að maður sé búinn að breyta því í Photoshop. En þeir sem ætla að vanda sig við að skoða ökuskírteinin þurfa þá að ýta á takkana og refresha og svona,“ segir Andri. Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi.Stjórnarráðið Kerfið sem hýsir sjálft skírteinið sé öruggt og ekki sé hægt að komast inn í það til að eiga við upplýsingarnar. Andri segir þessa nýju fölsun sama eðlis og þegar skírteinin voru úr plasti. Ef viljinn er fyrir hendi og móttakandinn er ekki að standa sig í að kanna skírteinin vel, þá er alltaf möguleiki á að smjúga í gegn. Hætta er á að sífellt verði erfiðara fyrir fólk sem ekki hefur náð aldri að láta virðast sem svo við inngang skemmtistaða. Andri segir nýja tækni væntanlega sem muni gera rafrænu ökuskírteinin líkari greiðslukortum í símum, þar sem snertiflötur myndast við skynjara á móti símanum.
Veitingastaðir Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00 Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Stafræna ökuskírteinið uppfærist daglega Nú er hægt að sækja stafrænt ökuskírteini í snjallsímann. Skírteinið gildir aðeins á Íslandi og segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þetta framfaraskref þrýsta á önnur ríki að fara sömu leið. 1. júlí 2020 21:00
Tólf þúsund hafa sótt sér stafræn ökuskírteini Tólf þúsund einstaklingar hafa sótt sér stafrænt ökuskírteini frá því að opnað var fyrir umsóknir í dag. 1. júlí 2020 16:06