Fótbolti

Fyrir­liði Svía setti Evrópu­met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Evrópumethafinn Caroline Seger.
Evrópumethafinn Caroline Seger. @svenskfotboll

Caroline Seger, fyrirliði sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, setti í dag Evrópumet er Svíþjóð gerði markalaust jafntefli við Ástralíu í vináttulandsleik.

Hin 36 ára gamla Seger var þar með að spila sinn 215. A-landsleik á ferlinum og setti þar með vrópumet. Fyrir leik dagsins var Seger jöfn Theresu Sjögran, löndu sinni, og þýsku goðsögninni Birgit Prinz með 214 leiki fyrir þjóð sína.

Seger byrjaði leik Svíþjóðar og Ástralíu á miðri miðju Svía. Hún spilaði rúma klukkustund í 0-0 jafntefli liðanna og setti þar með Evrópumet.

Ásamt því að vera fyrirliði sænska landsliðsins er Seger samherji Glódísar Perlu Viggósdóttur hjá Rosengård ásamt því að vera fyrirliði liðsins.

Seger hefur hins vegar komið víða við á ferlinum. Ásamt því að spila með toppliði Svíþjóðar hefur hún spilað með París Saint-Germain og Lyon í Frakklandi ásamt því að hafa spilað með New York Flash og Philadelphia Independence í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×