Hryllingssögur í boði íslenska skólakerfisins Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 16. júní 2021 11:01 „Með fullri virðingu fyrir MeToo byltingunni, hvers vegna er engin slík bylting í gangi fyrir börn?“ Þetta var athugasemd hópmeðlims á fésbókarsíðunni „Sagan okkar“. Þessi spurning á að sjálfsögðu fullan rétt á sér í ljósi þess að samfélagið liggur nánast á hliðinni vegna fordæmingar á kynbundnu ofbeldi, fordæmingar sem mörgum finnst hafa gengið allt of langt og grafa undan réttarríkinu. Á sama tíma fær barátta barna í skólakerfinu litla sem enga athygli. Þrátt fyrir umfjöllun bæði foreldra og fræðimanna þá heyrist hvorki hósta né stuna frá ráðamönnum. Þögn er sama og samþykki sagði einhver, svo það er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum sé hreinlega samþykkt í íslensku samfélagi? Síðustu daga hafa svo komið enn fleiri hryllingssögur. Það sem ætti að vera gleðistund í lífi hvers barns breyttist í algjöra martröð einstakra barna. Einhverjir skólar virðast nefnilega stunda það að verðlauna meðalmennsku sem verður til þess að lítill hópur nemenda situr eftir með þau skilaboð að þau séu ekki nóg. Gekk þetta svo langt í litlum skóla á landsbyggðinni að einungis tvö af átta börnum sátu eftir. Á meðan börnunum sex var hampað fyrir góðan árangur, eljusemi og dugnað máttu hin tvö sitja undir óbærilegri niðurlægingu fyrir framan hóp foreldra og samnemenda. Í einum skólanum sáu stjórnendur til þess að niðurlægingin yrði nú alveg örugglega nógu mikil með því að undirstrika hversu frábær hópur væri kominn upp á svið, það væru bara örfáir eftir í salnum! Það er eðlilegt að spyrja sig hvernig svona nokkuð getur gerst í allri umræðunni um brotin börn, sjálfsvíg barna og eineltismál. Við byggjum börnin okkar upp en kerfið brýtur þau niður Þó börn þurfi ekki endilega að vera með sérþarfir til þess að lenda í álíka uppákomu þá er svona útskúfun og niðurlæging tilfinning sem börn með sérþarfir þekkja ansi vel. Þau eiga það nefnilega til að gleymast í skólakerfinu! Það er ein afleiðing vanrækslunnar sem ég hef áður talað um. Skóli án aðgreiningar átti að vera stór sigur í réttindabaráttu fatlaðra en þar sem stefnan var ekki innleidd með viðeigandi hætti þá hefur hún snúist upp í andhverfu sína með skelfilegum afleiðingum. Ein móðir lýsir sárri reynslu: ”Einn sonur minn (á einhverfurófi) lenti í því að vera ekki kallaður upp á svið yfir höfuð í sinni útskrift í 10 bekk. Var samt búinn að vera í sama skóla síðan í 1 bekk. Þar sannaði hann það sem hann var búinn að segja við mig í 2 ár. Þau gleyma mér alltaf. Ég átti mjög erfitt með tárin mín” Önnur móðir fjallar um það þegar hún mætti í óvænt foreldrakaffi í skólanum hjá syni sínum. Þegar hún kom höfðu börnin komið sér fyrir í matsalnum þar sem hvert borð var þéttsetið nema borðið þar sem sonur hennar sat. Þrátt fyrir fullt af foreldrum og kennurum í kring hafði engum dottið í hug að setjast hjá drengnum. Þennan dag fékk þessi ágæta móðir staðfestingu á því sem sonur hennar hafði ítrekað sagt, að hann væri ósýnilegur í skólanum. Ein móðir lýsir því svo hvernig sonur hennar passaði ekki í uppskriftina „skóli án aðgreiningar“. Afleiðingarnar voru þungbær lífsreynsla fjölskyldunnar: „Úrræðaleysið var algjört, biðraðir og biðlistar endalausir […] Við vorum með tifandi tímasprengju í höndunum og komum að öllum læstum dyrum. Hver skóladagur sem sonurinn mætti var sigur. Okkar væntingar og kröfur snerust ekki lengur um að ná einhverjum ákveðnum námsmarkmiðum heldur að finna strákinn okkar sem var týndur inn í dimmum dal og sá ekki tilgang með lífinu“ Það þarf semsagt alls ekki að ná sér í nýjasta krimmann fyrir sumarfrí. Það er nóg að fara bara inn á fésbókarsíðuna „Sagan okkar“ og lesa sannar hryllingssögur úr íslensku skólakerfi. Það er nóg til af þeim! Rotnu eplin og kennaraeinelti? Í hópnum bendir einn meðlimur á mikilvægi þess að ræða um kennaraeinelti. Einstaklingurinn sem á að baki 30 ára starfsferil í skóla segist ítrekað hafa orðið vitni af því þegar kennarar sýna barni fyrirlitningu, tali niður til þess, baktali það og hlægi þegar aðrir gera grín að því. Einhverjir taka undir þessa skoðun og lýsa sárri reynslu sem þeir ýmist upplifðu sjálfir eða sem foreldrar. Umræður í hópnum bera það svo sannarlega með sér að slíkt gerist hérlendis og erlend rannsókn sýnir að kennaraeinelti sé ef til vill algengara en fólk telur. Við vitum að kennarastéttin er samsett af frábæru fólki upp til hópa sem hefur metnað og hlýju að leiðarljósi í sínum störfum. En að sjálfsögðu geta verið rotin epli í kennarastéttinni eins og öðrum fagstéttum. Og rotnu eplin eiga sinn þátt í að sverta starf annarra kennara. En viðkomandi einstaklingur telur vangetu kennara til þess að mæta kröfum „skóla án aðgreiningar“ birtast með þessum hætti. Að kennarinn gefist upp á barninu og fer þá að kenna barninu og foreldrum þess um eigin vangetu og vangetu kerfisins til þess að takast á við aðstæðurnar. Þetta er viðkvæmt málefni og hætt við því að fólk skiptist í fylkingar en það þarf að taka þessa umræðu. Þess vegna er mikilvægt að kennarar stígi fram með sína upplifun. Það hefur ítrekað verið bent á það að vinnuumhverfi kennara sé óásættanlegt. Álagið er mikið og ætlast er til þess að kennarar taki á sig endalaus verkefni sem ná langt út fyrir þeirra fagsvið. Hvernær er kennurum nóg boðið? Það er einnig mikilvægt að kennarar stígi til hliðar þegar þeir hafa fengið nóg. Atvikin í áðurnefndum útskriftum hafa markað líf nokkurra barna og það verður því miður ekki aftur tekið. En svona uppákoma hlýtur að vera merki um að fólk þurfi að finna sér eitthvað annað að gera. Þverfagleg þekking er nauðsynleg í skólakerfinu Ef menntun á að vera fyrir alla þá þarf að sjálfsögðu að vera hæfni innan skólanna til að koma til móts við alla. Margir fagaðilar hafa ítrekað bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Almenn þekking ákveðinna fagaðila getur leyst óyfirstígalegan vanda kennara á núll einni. Það sýndi sig í litlu dæmi á landsbyggðinni þar sem ákveðinn fagaðili var kallaður til vegna barns á einhverfurófi sem sýndi mikla vanlíðan. Barnið kastaði til borðum og stólum. Starfsfólk skólans réð ekki við aðstæðurnar og það átti að senda barnið í burtu. Fagaðilinn situr á fundi í skólastofu barnsins. Áður en fundurinn byrjaði áttaði hann sig á því að klukka á vegg fyrir ofan sæti barnsins olli hljóði sem líklegast var nóg til þess að koma barninu úr jafnvægi. Klukkan var fjarlægð og vandinn leystist. En þetta er misjafnt eins og börnin eru mörg og það sem hentar einu barni hentar ekki endilega öðru. Það er ákveðin ástæða fyrir því að fólk sækir sér ákveðna sérfræðimenntun. Í samfélaginu öllu ráðum við mismunandi sérfræðinga í mismunandi verkefni. Hverjum datt í hug að skólarnir væru eitthvað öðruvísi? Hver eru rök yfirvalda fyrir því að kennarar geti stigið inn á önnur fagsvið, sér í lagi þegar kennaramenntun inniheldur nánast enga kúrsa er snúa að þessum þáttum? Hvar er virðingin fyrir fjölbreyttri menntun fólks? Frumvarp barnamálaráðherra Nýtt frumvarp barnamálaráðherra er svo sannarlega skref í rétta átt þegar kemur að málefnum barna en það leysir ekki vandann í skólakerfinu. Frumvarpið mun skv. íslenskum ráðamönnum verða til þess að Ísland verði barnvænasta samfélag í heimi og á eftir að leiða vagninn þegar kemur að málefnum barna. Ekkert gæti þó verið fjær sannleikanum á meðan staðan er eins og hún er í skólakerfinu. Við getum ekki stært okkur af barnvænu Íslandi á meðan mörg börn vilja frekar deyja en að fara í skólann sinn. Í skólakerfinu ríkir upplausnarástand sem yfirvöld verða að horfast í augu við. Það er rætt um brotthvarf úr námi, stöðu drengja, lesfimi, PISA kannanir o.fl., en gott fólk, er kannski er kominn tími til þess að ráðast á rót vandans í stað þess að einblína á einstaka afleiðingar? Ætlar einhver að taka ábyrgð? Hvað segir það um samfélagið okkar þegar vitað er um vanlíðan fjölda barna í skólakerfinu en ekkert breytist? Hvenær ætlum við að segja þetta gott? Hvað þarf raunverulega að gerast svo að okkur verði nóg boðið? Hvað þurfa margir kennarar að brenna út? Hvað þarf að eyðileggja mörg börn? Og hvar eru fjölmiðlarnir? Ég vil hvetja fjölmiðla til þess að hjálpa okkur í þessari baráttu. Hjálpið okkur með því að gefa umræðunni meira vægi! Talið við börnin, foreldra, kennara og aðra fagaðila. Hjálpið okkur að hjálpa börnunum og ekki koma frambjóðendum upp með það í komandi kosningabaráttu að líta fram hjá þessum óþægilega vanda! Ég biðla einnig til almennings. Hjálpið okkur með því að skrifa undir þessa áskorun! Með henni skorum við á stjórnvöld að stöðva þessa vanrækslu í skólakerfinu og setja fagaðila inn í alla skóla. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Réttindi barna Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
„Með fullri virðingu fyrir MeToo byltingunni, hvers vegna er engin slík bylting í gangi fyrir börn?“ Þetta var athugasemd hópmeðlims á fésbókarsíðunni „Sagan okkar“. Þessi spurning á að sjálfsögðu fullan rétt á sér í ljósi þess að samfélagið liggur nánast á hliðinni vegna fordæmingar á kynbundnu ofbeldi, fordæmingar sem mörgum finnst hafa gengið allt of langt og grafa undan réttarríkinu. Á sama tíma fær barátta barna í skólakerfinu litla sem enga athygli. Þrátt fyrir umfjöllun bæði foreldra og fræðimanna þá heyrist hvorki hósta né stuna frá ráðamönnum. Þögn er sama og samþykki sagði einhver, svo það er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort ofbeldi og vanræksla gagnvart börnum sé hreinlega samþykkt í íslensku samfélagi? Síðustu daga hafa svo komið enn fleiri hryllingssögur. Það sem ætti að vera gleðistund í lífi hvers barns breyttist í algjöra martröð einstakra barna. Einhverjir skólar virðast nefnilega stunda það að verðlauna meðalmennsku sem verður til þess að lítill hópur nemenda situr eftir með þau skilaboð að þau séu ekki nóg. Gekk þetta svo langt í litlum skóla á landsbyggðinni að einungis tvö af átta börnum sátu eftir. Á meðan börnunum sex var hampað fyrir góðan árangur, eljusemi og dugnað máttu hin tvö sitja undir óbærilegri niðurlægingu fyrir framan hóp foreldra og samnemenda. Í einum skólanum sáu stjórnendur til þess að niðurlægingin yrði nú alveg örugglega nógu mikil með því að undirstrika hversu frábær hópur væri kominn upp á svið, það væru bara örfáir eftir í salnum! Það er eðlilegt að spyrja sig hvernig svona nokkuð getur gerst í allri umræðunni um brotin börn, sjálfsvíg barna og eineltismál. Við byggjum börnin okkar upp en kerfið brýtur þau niður Þó börn þurfi ekki endilega að vera með sérþarfir til þess að lenda í álíka uppákomu þá er svona útskúfun og niðurlæging tilfinning sem börn með sérþarfir þekkja ansi vel. Þau eiga það nefnilega til að gleymast í skólakerfinu! Það er ein afleiðing vanrækslunnar sem ég hef áður talað um. Skóli án aðgreiningar átti að vera stór sigur í réttindabaráttu fatlaðra en þar sem stefnan var ekki innleidd með viðeigandi hætti þá hefur hún snúist upp í andhverfu sína með skelfilegum afleiðingum. Ein móðir lýsir sárri reynslu: ”Einn sonur minn (á einhverfurófi) lenti í því að vera ekki kallaður upp á svið yfir höfuð í sinni útskrift í 10 bekk. Var samt búinn að vera í sama skóla síðan í 1 bekk. Þar sannaði hann það sem hann var búinn að segja við mig í 2 ár. Þau gleyma mér alltaf. Ég átti mjög erfitt með tárin mín” Önnur móðir fjallar um það þegar hún mætti í óvænt foreldrakaffi í skólanum hjá syni sínum. Þegar hún kom höfðu börnin komið sér fyrir í matsalnum þar sem hvert borð var þéttsetið nema borðið þar sem sonur hennar sat. Þrátt fyrir fullt af foreldrum og kennurum í kring hafði engum dottið í hug að setjast hjá drengnum. Þennan dag fékk þessi ágæta móðir staðfestingu á því sem sonur hennar hafði ítrekað sagt, að hann væri ósýnilegur í skólanum. Ein móðir lýsir því svo hvernig sonur hennar passaði ekki í uppskriftina „skóli án aðgreiningar“. Afleiðingarnar voru þungbær lífsreynsla fjölskyldunnar: „Úrræðaleysið var algjört, biðraðir og biðlistar endalausir […] Við vorum með tifandi tímasprengju í höndunum og komum að öllum læstum dyrum. Hver skóladagur sem sonurinn mætti var sigur. Okkar væntingar og kröfur snerust ekki lengur um að ná einhverjum ákveðnum námsmarkmiðum heldur að finna strákinn okkar sem var týndur inn í dimmum dal og sá ekki tilgang með lífinu“ Það þarf semsagt alls ekki að ná sér í nýjasta krimmann fyrir sumarfrí. Það er nóg að fara bara inn á fésbókarsíðuna „Sagan okkar“ og lesa sannar hryllingssögur úr íslensku skólakerfi. Það er nóg til af þeim! Rotnu eplin og kennaraeinelti? Í hópnum bendir einn meðlimur á mikilvægi þess að ræða um kennaraeinelti. Einstaklingurinn sem á að baki 30 ára starfsferil í skóla segist ítrekað hafa orðið vitni af því þegar kennarar sýna barni fyrirlitningu, tali niður til þess, baktali það og hlægi þegar aðrir gera grín að því. Einhverjir taka undir þessa skoðun og lýsa sárri reynslu sem þeir ýmist upplifðu sjálfir eða sem foreldrar. Umræður í hópnum bera það svo sannarlega með sér að slíkt gerist hérlendis og erlend rannsókn sýnir að kennaraeinelti sé ef til vill algengara en fólk telur. Við vitum að kennarastéttin er samsett af frábæru fólki upp til hópa sem hefur metnað og hlýju að leiðarljósi í sínum störfum. En að sjálfsögðu geta verið rotin epli í kennarastéttinni eins og öðrum fagstéttum. Og rotnu eplin eiga sinn þátt í að sverta starf annarra kennara. En viðkomandi einstaklingur telur vangetu kennara til þess að mæta kröfum „skóla án aðgreiningar“ birtast með þessum hætti. Að kennarinn gefist upp á barninu og fer þá að kenna barninu og foreldrum þess um eigin vangetu og vangetu kerfisins til þess að takast á við aðstæðurnar. Þetta er viðkvæmt málefni og hætt við því að fólk skiptist í fylkingar en það þarf að taka þessa umræðu. Þess vegna er mikilvægt að kennarar stígi fram með sína upplifun. Það hefur ítrekað verið bent á það að vinnuumhverfi kennara sé óásættanlegt. Álagið er mikið og ætlast er til þess að kennarar taki á sig endalaus verkefni sem ná langt út fyrir þeirra fagsvið. Hvernær er kennurum nóg boðið? Það er einnig mikilvægt að kennarar stígi til hliðar þegar þeir hafa fengið nóg. Atvikin í áðurnefndum útskriftum hafa markað líf nokkurra barna og það verður því miður ekki aftur tekið. En svona uppákoma hlýtur að vera merki um að fólk þurfi að finna sér eitthvað annað að gera. Þverfagleg þekking er nauðsynleg í skólakerfinu Ef menntun á að vera fyrir alla þá þarf að sjálfsögðu að vera hæfni innan skólanna til að koma til móts við alla. Margir fagaðilar hafa ítrekað bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Almenn þekking ákveðinna fagaðila getur leyst óyfirstígalegan vanda kennara á núll einni. Það sýndi sig í litlu dæmi á landsbyggðinni þar sem ákveðinn fagaðili var kallaður til vegna barns á einhverfurófi sem sýndi mikla vanlíðan. Barnið kastaði til borðum og stólum. Starfsfólk skólans réð ekki við aðstæðurnar og það átti að senda barnið í burtu. Fagaðilinn situr á fundi í skólastofu barnsins. Áður en fundurinn byrjaði áttaði hann sig á því að klukka á vegg fyrir ofan sæti barnsins olli hljóði sem líklegast var nóg til þess að koma barninu úr jafnvægi. Klukkan var fjarlægð og vandinn leystist. En þetta er misjafnt eins og börnin eru mörg og það sem hentar einu barni hentar ekki endilega öðru. Það er ákveðin ástæða fyrir því að fólk sækir sér ákveðna sérfræðimenntun. Í samfélaginu öllu ráðum við mismunandi sérfræðinga í mismunandi verkefni. Hverjum datt í hug að skólarnir væru eitthvað öðruvísi? Hver eru rök yfirvalda fyrir því að kennarar geti stigið inn á önnur fagsvið, sér í lagi þegar kennaramenntun inniheldur nánast enga kúrsa er snúa að þessum þáttum? Hvar er virðingin fyrir fjölbreyttri menntun fólks? Frumvarp barnamálaráðherra Nýtt frumvarp barnamálaráðherra er svo sannarlega skref í rétta átt þegar kemur að málefnum barna en það leysir ekki vandann í skólakerfinu. Frumvarpið mun skv. íslenskum ráðamönnum verða til þess að Ísland verði barnvænasta samfélag í heimi og á eftir að leiða vagninn þegar kemur að málefnum barna. Ekkert gæti þó verið fjær sannleikanum á meðan staðan er eins og hún er í skólakerfinu. Við getum ekki stært okkur af barnvænu Íslandi á meðan mörg börn vilja frekar deyja en að fara í skólann sinn. Í skólakerfinu ríkir upplausnarástand sem yfirvöld verða að horfast í augu við. Það er rætt um brotthvarf úr námi, stöðu drengja, lesfimi, PISA kannanir o.fl., en gott fólk, er kannski er kominn tími til þess að ráðast á rót vandans í stað þess að einblína á einstaka afleiðingar? Ætlar einhver að taka ábyrgð? Hvað segir það um samfélagið okkar þegar vitað er um vanlíðan fjölda barna í skólakerfinu en ekkert breytist? Hvenær ætlum við að segja þetta gott? Hvað þarf raunverulega að gerast svo að okkur verði nóg boðið? Hvað þurfa margir kennarar að brenna út? Hvað þarf að eyðileggja mörg börn? Og hvar eru fjölmiðlarnir? Ég vil hvetja fjölmiðla til þess að hjálpa okkur í þessari baráttu. Hjálpið okkur með því að gefa umræðunni meira vægi! Talið við börnin, foreldra, kennara og aðra fagaðila. Hjálpið okkur að hjálpa börnunum og ekki koma frambjóðendum upp með það í komandi kosningabaráttu að líta fram hjá þessum óþægilega vanda! Ég biðla einnig til almennings. Hjálpið okkur með því að skrifa undir þessa áskorun! Með henni skorum við á stjórnvöld að stöðva þessa vanrækslu í skólakerfinu og setja fagaðila inn í alla skóla. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun