Fáir glæpir alvarlegri en mansal Karl Steinar Valsson skrifar 18. júní 2021 16:01 Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum. Aukin alþjóðavæðing á undanförnum árum hefur gjörbreytt starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka. Auðveldari samgöngur, aukning í alþjóðlegum viðskiptum, opnun landamæra og stafræn bylting hafa gefið skipulögðum brotasamtökum tækifæri til að herja á nýja markaði og útvíkka starfsemi sína. Á sama tíma eru löggæslan og aðrar eftirlitsstofnanir áfram háðar landamærum. Lögregla og alþjóðastofnanir hafa bent á að Ísland er áfangastaður fyrir mansal. Sjónum hefur oftast verið beint að vændi eða kynlífsmansali. Ýmis önnur hagnýting fólks í veikri stöðu, t.d. með nauðungarvinnu, nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð er þó algengari en við áttum okkur á.Er það mat greiningardeildarinnar að sérstaklega þurfi að horfa til hættunnar á mansali á flóttafólki og vinnumansali innan byggingariðnaðar, veitingareksturs og ferðaþjónustu. Fáar kærur berast í þessum málaflokki og reynslan erlendis frá sýnir að fátítt er að fórnarlömb leiti til lögreglu. Þá hefur áhrif að oft þekki þeir sem standa einstaklingnum nærri ekki einkenni mansals. Til að bregðast við sífellt flóknari brotum, þar sem aðferðir brotamanna verða sífellt þróaðri og alþjóðlegri, verðum við að styrkja lögregluna faglega séð, auka tæknilega getu og breyta lagaumgjörð til að aðstoða þennan hóp og uppræta þessa alvarlegu brotastarfsemi. Nýleg lagabreyting dómsmálaráðherra á ákvæðum almennra hegningarlaga um mansal er mikilvægt skref í rétta átt en þar er skerpt á verknaðarlýsingu þessara brota. Til að fylgja eftir lagasetningunni hefur upplýsingum um mansal verið bætt við vefgátt Neyðarlínunnar 112.is gegn ofbeldi og 112 verður nú fyrsti viðbragðsaðilinn fyrir tilkynningar vegna mansals. Þá er unnið að stofnun sérstaks ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála og rannsókn. Fátt hefur meira vægi í baráttunni gegn þessum alvarlega glæp sem mansal er en markviss samvinna lögreglunnar við alla þá sem láta sig málið varða. Aðeins þannig verndum við þolendur mansals og tryggjum að gerendur axli ábyrgð. Vil ég hvetja sem flest til að kynna sér einkenni mansals á 112.is/mansal og hafa samband við neyðarvörð 112 ef grunur vaknar um slíkt. Höfundur er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum. Aukin alþjóðavæðing á undanförnum árum hefur gjörbreytt starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka. Auðveldari samgöngur, aukning í alþjóðlegum viðskiptum, opnun landamæra og stafræn bylting hafa gefið skipulögðum brotasamtökum tækifæri til að herja á nýja markaði og útvíkka starfsemi sína. Á sama tíma eru löggæslan og aðrar eftirlitsstofnanir áfram háðar landamærum. Lögregla og alþjóðastofnanir hafa bent á að Ísland er áfangastaður fyrir mansal. Sjónum hefur oftast verið beint að vændi eða kynlífsmansali. Ýmis önnur hagnýting fólks í veikri stöðu, t.d. með nauðungarvinnu, nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð er þó algengari en við áttum okkur á.Er það mat greiningardeildarinnar að sérstaklega þurfi að horfa til hættunnar á mansali á flóttafólki og vinnumansali innan byggingariðnaðar, veitingareksturs og ferðaþjónustu. Fáar kærur berast í þessum málaflokki og reynslan erlendis frá sýnir að fátítt er að fórnarlömb leiti til lögreglu. Þá hefur áhrif að oft þekki þeir sem standa einstaklingnum nærri ekki einkenni mansals. Til að bregðast við sífellt flóknari brotum, þar sem aðferðir brotamanna verða sífellt þróaðri og alþjóðlegri, verðum við að styrkja lögregluna faglega séð, auka tæknilega getu og breyta lagaumgjörð til að aðstoða þennan hóp og uppræta þessa alvarlegu brotastarfsemi. Nýleg lagabreyting dómsmálaráðherra á ákvæðum almennra hegningarlaga um mansal er mikilvægt skref í rétta átt en þar er skerpt á verknaðarlýsingu þessara brota. Til að fylgja eftir lagasetningunni hefur upplýsingum um mansal verið bætt við vefgátt Neyðarlínunnar 112.is gegn ofbeldi og 112 verður nú fyrsti viðbragðsaðilinn fyrir tilkynningar vegna mansals. Þá er unnið að stofnun sérstaks ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála og rannsókn. Fátt hefur meira vægi í baráttunni gegn þessum alvarlega glæp sem mansal er en markviss samvinna lögreglunnar við alla þá sem láta sig málið varða. Aðeins þannig verndum við þolendur mansals og tryggjum að gerendur axli ábyrgð. Vil ég hvetja sem flest til að kynna sér einkenni mansals á 112.is/mansal og hafa samband við neyðarvörð 112 ef grunur vaknar um slíkt. Höfundur er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun