Fáir glæpir alvarlegri en mansal Karl Steinar Valsson skrifar 18. júní 2021 16:01 Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum. Aukin alþjóðavæðing á undanförnum árum hefur gjörbreytt starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka. Auðveldari samgöngur, aukning í alþjóðlegum viðskiptum, opnun landamæra og stafræn bylting hafa gefið skipulögðum brotasamtökum tækifæri til að herja á nýja markaði og útvíkka starfsemi sína. Á sama tíma eru löggæslan og aðrar eftirlitsstofnanir áfram háðar landamærum. Lögregla og alþjóðastofnanir hafa bent á að Ísland er áfangastaður fyrir mansal. Sjónum hefur oftast verið beint að vændi eða kynlífsmansali. Ýmis önnur hagnýting fólks í veikri stöðu, t.d. með nauðungarvinnu, nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð er þó algengari en við áttum okkur á.Er það mat greiningardeildarinnar að sérstaklega þurfi að horfa til hættunnar á mansali á flóttafólki og vinnumansali innan byggingariðnaðar, veitingareksturs og ferðaþjónustu. Fáar kærur berast í þessum málaflokki og reynslan erlendis frá sýnir að fátítt er að fórnarlömb leiti til lögreglu. Þá hefur áhrif að oft þekki þeir sem standa einstaklingnum nærri ekki einkenni mansals. Til að bregðast við sífellt flóknari brotum, þar sem aðferðir brotamanna verða sífellt þróaðri og alþjóðlegri, verðum við að styrkja lögregluna faglega séð, auka tæknilega getu og breyta lagaumgjörð til að aðstoða þennan hóp og uppræta þessa alvarlegu brotastarfsemi. Nýleg lagabreyting dómsmálaráðherra á ákvæðum almennra hegningarlaga um mansal er mikilvægt skref í rétta átt en þar er skerpt á verknaðarlýsingu þessara brota. Til að fylgja eftir lagasetningunni hefur upplýsingum um mansal verið bætt við vefgátt Neyðarlínunnar 112.is gegn ofbeldi og 112 verður nú fyrsti viðbragðsaðilinn fyrir tilkynningar vegna mansals. Þá er unnið að stofnun sérstaks ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála og rannsókn. Fátt hefur meira vægi í baráttunni gegn þessum alvarlega glæp sem mansal er en markviss samvinna lögreglunnar við alla þá sem láta sig málið varða. Aðeins þannig verndum við þolendur mansals og tryggjum að gerendur axli ábyrgð. Vil ég hvetja sem flest til að kynna sér einkenni mansals á 112.is/mansal og hafa samband við neyðarvörð 112 ef grunur vaknar um slíkt. Höfundur er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mansal er hluti af skipulagðri brotastarfsemi. Skipulögð brotastarfsemi er einhver mesta ógn sem samfélög glíma við í dag að mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra, að undanskildum náttúruhamförum. Aukin alþjóðavæðing á undanförnum árum hefur gjörbreytt starfsumhverfi skipulagðra brotasamtaka. Auðveldari samgöngur, aukning í alþjóðlegum viðskiptum, opnun landamæra og stafræn bylting hafa gefið skipulögðum brotasamtökum tækifæri til að herja á nýja markaði og útvíkka starfsemi sína. Á sama tíma eru löggæslan og aðrar eftirlitsstofnanir áfram háðar landamærum. Lögregla og alþjóðastofnanir hafa bent á að Ísland er áfangastaður fyrir mansal. Sjónum hefur oftast verið beint að vændi eða kynlífsmansali. Ýmis önnur hagnýting fólks í veikri stöðu, t.d. með nauðungarvinnu, nauðungarþjónustu, þrælkun eða ánauð er þó algengari en við áttum okkur á.Er það mat greiningardeildarinnar að sérstaklega þurfi að horfa til hættunnar á mansali á flóttafólki og vinnumansali innan byggingariðnaðar, veitingareksturs og ferðaþjónustu. Fáar kærur berast í þessum málaflokki og reynslan erlendis frá sýnir að fátítt er að fórnarlömb leiti til lögreglu. Þá hefur áhrif að oft þekki þeir sem standa einstaklingnum nærri ekki einkenni mansals. Til að bregðast við sífellt flóknari brotum, þar sem aðferðir brotamanna verða sífellt þróaðri og alþjóðlegri, verðum við að styrkja lögregluna faglega séð, auka tæknilega getu og breyta lagaumgjörð til að aðstoða þennan hóp og uppræta þessa alvarlegu brotastarfsemi. Nýleg lagabreyting dómsmálaráðherra á ákvæðum almennra hegningarlaga um mansal er mikilvægt skref í rétta átt en þar er skerpt á verknaðarlýsingu þessara brota. Til að fylgja eftir lagasetningunni hefur upplýsingum um mansal verið bætt við vefgátt Neyðarlínunnar 112.is gegn ofbeldi og 112 verður nú fyrsti viðbragðsaðilinn fyrir tilkynningar vegna mansals. Þá er unnið að stofnun sérstaks ráðgjafateymis innan lögreglunnar undir forystu embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að vera öllum lögregluembættum landsins til ráðgjafar þegar kemur að mansali, bæði hvað varðar greiningu mála og rannsókn. Fátt hefur meira vægi í baráttunni gegn þessum alvarlega glæp sem mansal er en markviss samvinna lögreglunnar við alla þá sem láta sig málið varða. Aðeins þannig verndum við þolendur mansals og tryggjum að gerendur axli ábyrgð. Vil ég hvetja sem flest til að kynna sér einkenni mansals á 112.is/mansal og hafa samband við neyðarvörð 112 ef grunur vaknar um slíkt. Höfundur er yfirmaður alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun