Ætla að búa saman í Nornahúsi einungis ætluðu konum á besta aldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2021 20:00 Margrét Ágústsdóttir ætlar að búa í húsinu ásamt vinkonum sínum. Arnar Halldórsson Fimm vinkonur ætla að búa saman í svokölluðu Nornahúsi sem mun rísa í stað hússins sem brann á Bræðraborgarstíg í fyrra. 25 íbúðir verða í húsinu og geta því fleiri bæst í hópinn en íbúðirnar verða einungis seldar konum yfir sextugt. „Þann áttunda júní var hafist handa við að rífa niður brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1. Nú tíu dögum seinna er svæðið autt en hér ætla nokkrar konur að búa saman og lifa eftir svokallaðri BabaYaga hugmyndafræði.“ Nútíma kommúna fyrir konur sem aðhyllast femínisma Hugmyndafræðin er nokkurs konar nútíma kommúna sem gerir fólki kleift að búa l engur heima hjá sér í félagsskapi við aðra. Margrét og fjórar vinkonur hennar tóku sig saman og höfðu samband við Þorpið vistfélag sem mun reisa húsnæði sem þær ætla að búa saman í á byggingarreitnum en húsið kalla þær Nornahús. Húsnæðið er eingöngu ætlað konum yfir sextugt. Ekki hjúkrunarheimili „Hugmyndafræðin snýst ekki um að veitum hver annarri hjúkrunarþjónustu heldur stuðning, andlegan stuðning og jú hjálp lengi framan af. Þetta getur alveg eins hentað körlum eða vinahópum, bara hverjum sem er sem vilja taka sig saman og styðja hvert annað þegar árin færast yfir,“ sagði Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri. Í húsinu verða 25 litlar íbúðir, allar með eldunaraðstöðu. Stór sameign verður í húsinu með sameiginlegu eldhúsi, leikfimissal og garði. „Síðan er ætlunin að hafa á jarðhæðinni kannski kaffihús, handverksbúð. Eitthvað til að styðja við nærumhverfið.“ Segir alla geta farið sömu leið Margrét hlakkar mest til þess að tína grænmeti í garðinum með vinkonum sínum í femínisku og umhverfisvænu samfélagi. „Geta þá farið og hitt stelpurnar og kjaftað, eða getað farið niður í garð og farið í pottinn.“ Þær stefna að því að flytja inn innan þriggja ára. Að Margréti vitandi eru þær vinkonurnar fyrsti hópurinn hérlendis til að taka sig saman og stofna kommúnu sambærilega þessari, en hún ítrekar að allir geti farið þessa leið. „Þetta er algjörlega mögulegt fyrir alla hópa að gera svona. Taka sig saman, finna sér byggingaraðila, finna pláss fyrir bygginguna og fara af stað,“ sagði Margrét. Húsnæðismál Félagsmál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
„Þann áttunda júní var hafist handa við að rífa niður brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1. Nú tíu dögum seinna er svæðið autt en hér ætla nokkrar konur að búa saman og lifa eftir svokallaðri BabaYaga hugmyndafræði.“ Nútíma kommúna fyrir konur sem aðhyllast femínisma Hugmyndafræðin er nokkurs konar nútíma kommúna sem gerir fólki kleift að búa l engur heima hjá sér í félagsskapi við aðra. Margrét og fjórar vinkonur hennar tóku sig saman og höfðu samband við Þorpið vistfélag sem mun reisa húsnæði sem þær ætla að búa saman í á byggingarreitnum en húsið kalla þær Nornahús. Húsnæðið er eingöngu ætlað konum yfir sextugt. Ekki hjúkrunarheimili „Hugmyndafræðin snýst ekki um að veitum hver annarri hjúkrunarþjónustu heldur stuðning, andlegan stuðning og jú hjálp lengi framan af. Þetta getur alveg eins hentað körlum eða vinahópum, bara hverjum sem er sem vilja taka sig saman og styðja hvert annað þegar árin færast yfir,“ sagði Margrét Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri. Í húsinu verða 25 litlar íbúðir, allar með eldunaraðstöðu. Stór sameign verður í húsinu með sameiginlegu eldhúsi, leikfimissal og garði. „Síðan er ætlunin að hafa á jarðhæðinni kannski kaffihús, handverksbúð. Eitthvað til að styðja við nærumhverfið.“ Segir alla geta farið sömu leið Margrét hlakkar mest til þess að tína grænmeti í garðinum með vinkonum sínum í femínisku og umhverfisvænu samfélagi. „Geta þá farið og hitt stelpurnar og kjaftað, eða getað farið niður í garð og farið í pottinn.“ Þær stefna að því að flytja inn innan þriggja ára. Að Margréti vitandi eru þær vinkonurnar fyrsti hópurinn hérlendis til að taka sig saman og stofna kommúnu sambærilega þessari, en hún ítrekar að allir geti farið þessa leið. „Þetta er algjörlega mögulegt fyrir alla hópa að gera svona. Taka sig saman, finna sér byggingaraðila, finna pláss fyrir bygginguna og fara af stað,“ sagði Margrét.
Húsnæðismál Félagsmál Reykjavík Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira