Bongóblíða í kortunum um helgina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 13:55 Það gæti farið svo að hægt verði að sitja úti í Reykjavík án þess að eiga von á því að blotna inn að beini eða veikjast. Vísir/Vilhelm Það er sól í kortunum á svo til öllu landinu á laugardag, en veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við segir að ferðalangar sem hyggjast elta góða veðrið um næstkomandi helgi eigi mestan séns á því að detta í sólríkan lukkupottinn ef haldið er austur á land, þar sem hiti gæti farið yfir 20 gráður. „Það eru að koma núna nokkrir góðir dagar fyrir austan. Það er að koma mjög hlýtt loft, með ríkjandi vestlægum og suðvestlægum áttum. Það gerir það að verkum að það verður ansi bjart fyrir austan, á norðausturhorninu og Austurlandi. Hiti þar verður kannski upp undir 20 stig í einhverri góðri sól, jafnvel eitthvað aðeins yfir það á föstudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða mynstur sem fari að sjást á næstu dögum á Austurlandi. Á laugardag muni leikurinn endurtaka sig og búast megi við hita upp undir 20 gráðum á austurhluta landsins. Það sem ber þó til frekari tíðinda er að útlit er fyrir að íbúar höfuðborgarsvæðisins og vesturhluta landsins gætu séð til sólar á laugardag, líkt og restin af landinu. „Við sjáum smá pásu vestanlands á föstudaginn. Þá verður kannski fjórtán til sextán stiga hiti og skýjað með köflum akkúrat í Faxaflóanum. En á öllu norðanverðu landinu, öllu Suðurlandi og áfram á Austurlandi ætti bara að sjást til sólar. Hitakortið er orðið rautt og fínt á laugardaginn.“ Stutt gaman á vesturhluta landsins Páll Ágúst segir að veðurgleðin taki þó fljótt enda fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og strax á sunnudag megi búast við því að veðrið verði farið í sama horf og í dag og síðustu daga: Hiti í kringum tíu gráður, ský og mögulega einhverja súld. Þó er einnig útlit fyrir að sólin láti sjá sig á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudag. „En á Norðaustur- og Austurlandi erum við að tala um hita um og yfir fimmtán stigum í innsveitum þar, í björtu veðri í eftirmiðdaginn.“ Páll Ágúst segist því telja það heillavænlegast fyrir þá ferðalanga sem leggja það í vana sinn að elta sólina hér innanlands að setja stefnuna á Austurland. „Fólk gæti þess vegna keyrt alla leiðina á Fljótsdalshérað og flakkað milli Mývatns og Skaftafells, eftir því hvar því þykir hitinn bestur og sólin mest. Það er þessi austurhelmingur sem verður betri helmingur landsins, að minnsta kosti fram yfir helgi.“ Veðurhorfur á landinu síðdegis á laugardag samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands Veður Múlaþing Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Það eru að koma núna nokkrir góðir dagar fyrir austan. Það er að koma mjög hlýtt loft, með ríkjandi vestlægum og suðvestlægum áttum. Það gerir það að verkum að það verður ansi bjart fyrir austan, á norðausturhorninu og Austurlandi. Hiti þar verður kannski upp undir 20 stig í einhverri góðri sól, jafnvel eitthvað aðeins yfir það á föstudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða mynstur sem fari að sjást á næstu dögum á Austurlandi. Á laugardag muni leikurinn endurtaka sig og búast megi við hita upp undir 20 gráðum á austurhluta landsins. Það sem ber þó til frekari tíðinda er að útlit er fyrir að íbúar höfuðborgarsvæðisins og vesturhluta landsins gætu séð til sólar á laugardag, líkt og restin af landinu. „Við sjáum smá pásu vestanlands á föstudaginn. Þá verður kannski fjórtán til sextán stiga hiti og skýjað með köflum akkúrat í Faxaflóanum. En á öllu norðanverðu landinu, öllu Suðurlandi og áfram á Austurlandi ætti bara að sjást til sólar. Hitakortið er orðið rautt og fínt á laugardaginn.“ Stutt gaman á vesturhluta landsins Páll Ágúst segir að veðurgleðin taki þó fljótt enda fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og strax á sunnudag megi búast við því að veðrið verði farið í sama horf og í dag og síðustu daga: Hiti í kringum tíu gráður, ský og mögulega einhverja súld. Þó er einnig útlit fyrir að sólin láti sjá sig á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudag. „En á Norðaustur- og Austurlandi erum við að tala um hita um og yfir fimmtán stigum í innsveitum þar, í björtu veðri í eftirmiðdaginn.“ Páll Ágúst segist því telja það heillavænlegast fyrir þá ferðalanga sem leggja það í vana sinn að elta sólina hér innanlands að setja stefnuna á Austurland. „Fólk gæti þess vegna keyrt alla leiðina á Fljótsdalshérað og flakkað milli Mývatns og Skaftafells, eftir því hvar því þykir hitinn bestur og sólin mest. Það er þessi austurhelmingur sem verður betri helmingur landsins, að minnsta kosti fram yfir helgi.“ Veðurhorfur á landinu síðdegis á laugardag samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands
Veður Múlaþing Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent