Bongóblíða í kortunum um helgina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júní 2021 13:55 Það gæti farið svo að hægt verði að sitja úti í Reykjavík án þess að eiga von á því að blotna inn að beini eða veikjast. Vísir/Vilhelm Það er sól í kortunum á svo til öllu landinu á laugardag, en veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við segir að ferðalangar sem hyggjast elta góða veðrið um næstkomandi helgi eigi mestan séns á því að detta í sólríkan lukkupottinn ef haldið er austur á land, þar sem hiti gæti farið yfir 20 gráður. „Það eru að koma núna nokkrir góðir dagar fyrir austan. Það er að koma mjög hlýtt loft, með ríkjandi vestlægum og suðvestlægum áttum. Það gerir það að verkum að það verður ansi bjart fyrir austan, á norðausturhorninu og Austurlandi. Hiti þar verður kannski upp undir 20 stig í einhverri góðri sól, jafnvel eitthvað aðeins yfir það á föstudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða mynstur sem fari að sjást á næstu dögum á Austurlandi. Á laugardag muni leikurinn endurtaka sig og búast megi við hita upp undir 20 gráðum á austurhluta landsins. Það sem ber þó til frekari tíðinda er að útlit er fyrir að íbúar höfuðborgarsvæðisins og vesturhluta landsins gætu séð til sólar á laugardag, líkt og restin af landinu. „Við sjáum smá pásu vestanlands á föstudaginn. Þá verður kannski fjórtán til sextán stiga hiti og skýjað með köflum akkúrat í Faxaflóanum. En á öllu norðanverðu landinu, öllu Suðurlandi og áfram á Austurlandi ætti bara að sjást til sólar. Hitakortið er orðið rautt og fínt á laugardaginn.“ Stutt gaman á vesturhluta landsins Páll Ágúst segir að veðurgleðin taki þó fljótt enda fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og strax á sunnudag megi búast við því að veðrið verði farið í sama horf og í dag og síðustu daga: Hiti í kringum tíu gráður, ský og mögulega einhverja súld. Þó er einnig útlit fyrir að sólin láti sjá sig á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudag. „En á Norðaustur- og Austurlandi erum við að tala um hita um og yfir fimmtán stigum í innsveitum þar, í björtu veðri í eftirmiðdaginn.“ Páll Ágúst segist því telja það heillavænlegast fyrir þá ferðalanga sem leggja það í vana sinn að elta sólina hér innanlands að setja stefnuna á Austurland. „Fólk gæti þess vegna keyrt alla leiðina á Fljótsdalshérað og flakkað milli Mývatns og Skaftafells, eftir því hvar því þykir hitinn bestur og sólin mest. Það er þessi austurhelmingur sem verður betri helmingur landsins, að minnsta kosti fram yfir helgi.“ Veðurhorfur á landinu síðdegis á laugardag samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands Veður Múlaþing Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Það eru að koma núna nokkrir góðir dagar fyrir austan. Það er að koma mjög hlýtt loft, með ríkjandi vestlægum og suðvestlægum áttum. Það gerir það að verkum að það verður ansi bjart fyrir austan, á norðausturhorninu og Austurlandi. Hiti þar verður kannski upp undir 20 stig í einhverri góðri sól, jafnvel eitthvað aðeins yfir það á föstudaginn,“ segir Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur í samtali við Vísi. Hann segir að um sé að ræða mynstur sem fari að sjást á næstu dögum á Austurlandi. Á laugardag muni leikurinn endurtaka sig og búast megi við hita upp undir 20 gráðum á austurhluta landsins. Það sem ber þó til frekari tíðinda er að útlit er fyrir að íbúar höfuðborgarsvæðisins og vesturhluta landsins gætu séð til sólar á laugardag, líkt og restin af landinu. „Við sjáum smá pásu vestanlands á föstudaginn. Þá verður kannski fjórtán til sextán stiga hiti og skýjað með köflum akkúrat í Faxaflóanum. En á öllu norðanverðu landinu, öllu Suðurlandi og áfram á Austurlandi ætti bara að sjást til sólar. Hitakortið er orðið rautt og fínt á laugardaginn.“ Stutt gaman á vesturhluta landsins Páll Ágúst segir að veðurgleðin taki þó fljótt enda fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og strax á sunnudag megi búast við því að veðrið verði farið í sama horf og í dag og síðustu daga: Hiti í kringum tíu gráður, ský og mögulega einhverja súld. Þó er einnig útlit fyrir að sólin láti sjá sig á höfuðborgarsvæðinu á morgun, miðvikudag. „En á Norðaustur- og Austurlandi erum við að tala um hita um og yfir fimmtán stigum í innsveitum þar, í björtu veðri í eftirmiðdaginn.“ Páll Ágúst segist því telja það heillavænlegast fyrir þá ferðalanga sem leggja það í vana sinn að elta sólina hér innanlands að setja stefnuna á Austurland. „Fólk gæti þess vegna keyrt alla leiðina á Fljótsdalshérað og flakkað milli Mývatns og Skaftafells, eftir því hvar því þykir hitinn bestur og sólin mest. Það er þessi austurhelmingur sem verður betri helmingur landsins, að minnsta kosti fram yfir helgi.“ Veðurhorfur á landinu síðdegis á laugardag samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands
Veður Múlaþing Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira