Þýskaland í regnbogalitum eftir ákvörðun UEFA: Sendum skýr skilaboð til Ungverja Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 09:31 Til stóð að Allianz leikvangurinn yrði lýstur upp í regnbogalitum en UEFA hafnaði því. Getty/Alexander Hassenstein Borgaryfirvöld í München og knattspyrnufélög í Þýskalandi ætla að hafa regnbogalitina, einkennismerki réttindabaráttu hinsegin fólks, áberandi í kvöld eftir umdeilda ákvörðun UEFA. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að hafna beiðni borgaryfirvalda í München um að Allianz-leikvangurinn í München yrði lýstur upp í regnbogalitunum á leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld. Borgaryfirvöld í München hugðust mótmæla nýjum lögum í Ungverjalandi sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða kennsluefni fyrir börn. Úr því að UEFA hafnaði því, og á rétt á því samkvæmt leigusamningi um notkun vallarins, ákváðu borgaryfirvöld í München að regnbogafáninn yrði áberandi annars staðar í borginni, til að mynda á ráðhúsinu og við kennileiti í nágrenni vallarins. „Við í München ætlum svo sannarlega ekki að láta draga úr okkur kraftinn í að senda skýr skilaboð til Ungverjalands og heimsins,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri München. Þá hafa knattspyrnufélög í Berlín, Wolfsburg, Augsburg, Frankfurt og Köln tekið höndum saman og ákveðið að baða leikvanga sína í regnbogalitum á meðan á leik Þýskalands og Ungverjalands stendur í kvöld. Snýst um að taka afstöðu gegn hatri Á meðal knattspyrnufólks sem hefur gagnrýnt ákvörðun UEFA eru Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, Caroline Hansen landsliðskona Noregs, og Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands. „Kæra EM 2020, ekki móðgast vegna regnbogans. Hugsið til þeirra sem enn verða fyrir mismunun. Þau þurfa stuðning. Líka ykkar stuðning!“ skrifaði Hitzlsperger, sem er þekktasti knattspyrnukarl sem komið hefur út úr skápnum. Dear @EURO2020, don t be offended by the . Think about those who still get discriminated. They need support. Your support, too!— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) June 22, 2021 Hansen gaf lítið fyrir þá afsökun UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, að sambandið vildi ekki taka afstöðu í pólitísku máli. „Skammist ykkar UEFA fyrir að leyfa ekki München að lýsa upp leikvanginn í regnbogalitum! Þið vitið betur en að kalla þetta pólitískar aðgerðir. Þetta snýst um jafnrétti, manngæsku og að taka afstöðu gegn hatri!“ Shame on you @UEFA for not letting München light up the stadium in the rainbow colours! You know better than calling this a political motivated action. This is a matter of equality, humanity and taking a stand against hate! #pride— Caroline Hansen (@CarolineGrahamH) June 22, 2021 Knattspyrnusamband Íslands minnti sömuleiðis á mannréttindi á samfélagsmiðlum sínum, líkt og margir fleiri. #pride #HumanRights pic.twitter.com/SJKfHZPOVT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2021 Úrslitin í F-riðli ráðast kl. 19 í kvöld þegar Þýskaland og Ungverjaland mætast í München, og Portúgal og Frakkland í Búdapest. Frakkland er eina liðið sem er öruggt upp úr riðlinum en hin þrjú eiga hvert um sig möguleika á að komast áfram í kvöld. Þýskalandi og Portúgal dugar eitt stig til þess en Ungverjalandi dugar aðeins sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ákvað að hafna beiðni borgaryfirvalda í München um að Allianz-leikvangurinn í München yrði lýstur upp í regnbogalitunum á leik Þýskalands og Ungverjalands á EM í kvöld. Borgaryfirvöld í München hugðust mótmæla nýjum lögum í Ungverjalandi sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða kennsluefni fyrir börn. Úr því að UEFA hafnaði því, og á rétt á því samkvæmt leigusamningi um notkun vallarins, ákváðu borgaryfirvöld í München að regnbogafáninn yrði áberandi annars staðar í borginni, til að mynda á ráðhúsinu og við kennileiti í nágrenni vallarins. „Við í München ætlum svo sannarlega ekki að láta draga úr okkur kraftinn í að senda skýr skilaboð til Ungverjalands og heimsins,“ sagði Dieter Reiter, borgarstjóri München. Þá hafa knattspyrnufélög í Berlín, Wolfsburg, Augsburg, Frankfurt og Köln tekið höndum saman og ákveðið að baða leikvanga sína í regnbogalitum á meðan á leik Þýskalands og Ungverjalands stendur í kvöld. Snýst um að taka afstöðu gegn hatri Á meðal knattspyrnufólks sem hefur gagnrýnt ákvörðun UEFA eru Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, Caroline Hansen landsliðskona Noregs, og Antoine Griezmann landsliðsmaður Frakklands. „Kæra EM 2020, ekki móðgast vegna regnbogans. Hugsið til þeirra sem enn verða fyrir mismunun. Þau þurfa stuðning. Líka ykkar stuðning!“ skrifaði Hitzlsperger, sem er þekktasti knattspyrnukarl sem komið hefur út úr skápnum. Dear @EURO2020, don t be offended by the . Think about those who still get discriminated. They need support. Your support, too!— Thomas Hitzlsperger (@ThomasHitz) June 22, 2021 Hansen gaf lítið fyrir þá afsökun UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, að sambandið vildi ekki taka afstöðu í pólitísku máli. „Skammist ykkar UEFA fyrir að leyfa ekki München að lýsa upp leikvanginn í regnbogalitum! Þið vitið betur en að kalla þetta pólitískar aðgerðir. Þetta snýst um jafnrétti, manngæsku og að taka afstöðu gegn hatri!“ Shame on you @UEFA for not letting München light up the stadium in the rainbow colours! You know better than calling this a political motivated action. This is a matter of equality, humanity and taking a stand against hate! #pride— Caroline Hansen (@CarolineGrahamH) June 22, 2021 Knattspyrnusamband Íslands minnti sömuleiðis á mannréttindi á samfélagsmiðlum sínum, líkt og margir fleiri. #pride #HumanRights pic.twitter.com/SJKfHZPOVT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 22, 2021 Úrslitin í F-riðli ráðast kl. 19 í kvöld þegar Þýskaland og Ungverjaland mætast í München, og Portúgal og Frakkland í Búdapest. Frakkland er eina liðið sem er öruggt upp úr riðlinum en hin þrjú eiga hvert um sig möguleika á að komast áfram í kvöld. Þýskalandi og Portúgal dugar eitt stig til þess en Ungverjalandi dugar aðeins sigur. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þýskaland Hinsegin UEFA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira