Guðmundur Ingi undirritar samning um rekstur Rifs Árni Sæberg skrifar 24. júní 2021 13:14 Frá vinstri, Pedro Rodrigues, forstöðumaður Rifs, Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Aðalsteinn Örn Snæþórsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Stjórnarráðið Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Norðurþing og Náttúrustofa Norðausturlands hafa gert með sér samning um rekstur Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn. Samningnum er ætlað að stuðla að auknum rannsóknum, vöktun og fræðslu á starfssvæði náttúrustofunnar og gildir til fimm ára. Heildarskuldbinding samningsins nemur 67 milljónum króna og er heildarframlag ráðuneytisins 52 millljónir króna. Öll gögn sem aflað verður á grundvelli samningsins verða afhent Náttúrufræðistofnun Íslands og verða öllum opin. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði samninginn fyrir hönd ráðuneytisins er hann var á ferð um Norðurland. Rannsóknastöðin hefur það hlutverk að efla og auka náttúrurannsóknir á Melrakkasléttu, meðal annars með hliðsjón af skuldbindingum Íslands í norðurslóðasamstarfi. Eins sér hún um að safna saman og miðla upplýsingum um náttúrufar á svæðinu og styðja nærsamfélagið með fræðslu og stuðningi við náttúrutengda ferðamennsku og almennri þátttöku í samfélaginu á Melrakkasléttu. „Rannsóknir og vöktun, eins og þær sem Rannsóknastöðin Rif stuðlar að á Melrakkasléttu, eru afar mikilvægar, sérstaklega á tímum loftslagsbreytinga“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann bætir við: „Melrakkaslétta er skilgreind sem heimskautasvæði og er mjög aðgengileg sem slík, bæði fyrir vísindamenn og almenning. Það er ánægjulegt að samningurinn gildi til fimm ár, en það gefur Rannsóknastöðinni Rifi aukinn stöðugleika og forsendur til þess að horfa fram á veginn í sínu vísindastarfi.“ Umhverfismál Vísindi Norðurþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Samningnum er ætlað að stuðla að auknum rannsóknum, vöktun og fræðslu á starfssvæði náttúrustofunnar og gildir til fimm ára. Heildarskuldbinding samningsins nemur 67 milljónum króna og er heildarframlag ráðuneytisins 52 millljónir króna. Öll gögn sem aflað verður á grundvelli samningsins verða afhent Náttúrufræðistofnun Íslands og verða öllum opin. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði samninginn fyrir hönd ráðuneytisins er hann var á ferð um Norðurland. Rannsóknastöðin hefur það hlutverk að efla og auka náttúrurannsóknir á Melrakkasléttu, meðal annars með hliðsjón af skuldbindingum Íslands í norðurslóðasamstarfi. Eins sér hún um að safna saman og miðla upplýsingum um náttúrufar á svæðinu og styðja nærsamfélagið með fræðslu og stuðningi við náttúrutengda ferðamennsku og almennri þátttöku í samfélaginu á Melrakkasléttu. „Rannsóknir og vöktun, eins og þær sem Rannsóknastöðin Rif stuðlar að á Melrakkasléttu, eru afar mikilvægar, sérstaklega á tímum loftslagsbreytinga“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann bætir við: „Melrakkaslétta er skilgreind sem heimskautasvæði og er mjög aðgengileg sem slík, bæði fyrir vísindamenn og almenning. Það er ánægjulegt að samningurinn gildi til fimm ár, en það gefur Rannsóknastöðinni Rifi aukinn stöðugleika og forsendur til þess að horfa fram á veginn í sínu vísindastarfi.“
Umhverfismál Vísindi Norðurþing Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira