Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 19:06 Hermenn stjórnarhers Eþíópíu á ferð nærri Mekelle. AP/Ben Curtis Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. Vopnahlé þetta á að standa yfir svo bændur geti sáð í akra sína, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórn Eþíópíu. Í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar sagði Getachew Reda, talsmaður Frelsisfylkingarinnar (TPLF) að Mekelle væri í höndum hermanna fylkingarinnar. Þá segjast vitni hafa séð hermenn TPLF í borginni og að einhverjir borgarar hafi fagnað komu þeirra með því að skjóta flugeldum á loft. Erfiðlega hefur gengið að öðlast upplýsingar frá Tigray en fregnir hafa borist af hörðum bardögum í nágrenni Mekelle á undanförnum dögum. Hermenn TPLF eru sagðir hafa náð tökum á nokkrum bæjum og þorpum í grennd við borgina en þeir hófu umfangsmikla sókn gegn stjórnarher Eþíópíu í Tigray í síðustu viku. Svipuð saga er sögð á vef BBC en talsmenn ríkisstjórnar Eþíópíu hafa hingað til ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla erlendis um vendingarnar. Sjá einnig: Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Herinn gerði svo innrás í héraðið í nóvember og hafa báðar fylkingar verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot í átökum í Tigray. Auk þess hafa hermenn Eritreríu verið sakaðir um stríðsglæpi í héraðinu. Fyrr í þessum mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök við yfirvofandi hungursneyð í héraðinu. Minnst 350 þúsundir liðu hungur og milljónir til viðbótar væru í hættu. Eþíópía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Vopnahlé þetta á að standa yfir svo bændur geti sáð í akra sína, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórn Eþíópíu. Í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar sagði Getachew Reda, talsmaður Frelsisfylkingarinnar (TPLF) að Mekelle væri í höndum hermanna fylkingarinnar. Þá segjast vitni hafa séð hermenn TPLF í borginni og að einhverjir borgarar hafi fagnað komu þeirra með því að skjóta flugeldum á loft. Erfiðlega hefur gengið að öðlast upplýsingar frá Tigray en fregnir hafa borist af hörðum bardögum í nágrenni Mekelle á undanförnum dögum. Hermenn TPLF eru sagðir hafa náð tökum á nokkrum bæjum og þorpum í grennd við borgina en þeir hófu umfangsmikla sókn gegn stjórnarher Eþíópíu í Tigray í síðustu viku. Svipuð saga er sögð á vef BBC en talsmenn ríkisstjórnar Eþíópíu hafa hingað til ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla erlendis um vendingarnar. Sjá einnig: Segja áttatíu hafa farist í loftárásum í Tigray Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Mikil spenna hefur verið á milli Frelsishreyfingarinnar og Abiy frá því sá síðarnefndi tók við völdum, í kjölfar umfangsmikilla mótmæla. Þá voru voru ráðmenn og embættismenn sem tilheyra Tigrayfólkinu reknir úr störfum og margir voru sóttir til saka vegna ásakana um spillingu. Spennuna má rekja til ýmissa annarra deilna og þá kannski sérstaklega til þess að Abiy frestaði kosningum í fyrra vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Herinn gerði svo innrás í héraðið í nóvember og hafa báðar fylkingar verið sakaðar um stríðsglæpi og mannréttindabrot í átökum í Tigray. Auk þess hafa hermenn Eritreríu verið sakaðir um stríðsglæpi í héraðinu. Fyrr í þessum mánuði vöruðu Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök við yfirvofandi hungursneyð í héraðinu. Minnst 350 þúsundir liðu hungur og milljónir til viðbótar væru í hættu.
Eþíópía Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira