Virði Facebook fer yfir billjón dali Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 21:43 Facebook er fimmta félag Bandaríkjanna til að ná þessum áfanga. AP/Jeff Chiu Virði hlutabréfa fyrirtækisins Facebook er orðið meira en billjón dalir (1.000.000.000.000). Það er um 123,8 billjónir króna. Hlutabréfin tóku mikið stökk á mörkuðum vestanhafs undir kvöld eftir að dómari gerði, í bili, útaf við lögsókn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna og hóps ríkissaksóknara gegn Facebook fyrir meint samkeppnisbrot. Þegar markaðir lokuðu stóðu hlutabréf Facebook í 355,64 dölum og höfðu hækkað um 4,2 prósent í kjölfar úrskurðarins, samkvæmt frétt CNBC. Facebook er fimmta bandaríska fyrirtækið til að ná þessum áfanga, á eftir Apple, Microsoft, Amazon og Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Fyrsta hlutafjárútboð Facebook fór fram árið 2012 og var virði félagsins þá 104 milljarðar dala. Frá júlí 2018 hefur virði hlutabréfa félagsins nærri því tvöfaldast. Þá höfðu hlutabréfin lækkað um 19 prósent vegna dræmra tekna og lítillar fjölgunar notenda, auk þess sem ýmis hneykslismál tengd Facebook, eins og gagnalekar og Cambridge Analytica-hneykslið svokallaða, litu dagsins ljós. Mestar tekjur Facebook eru tilkomnar vegna persónumiðaðra auglýsinga á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Má þar nefna miðla eins og Facebook, Messenger, Instagram og Whatsapp. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, hefur tilefni til að vera ánægður, í bili.EPA/CHARLES PLATIAU Fá 30 daga til að girða sig í brók Ráðamenn vestanhafs hafa viljað koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna og hafa forsvarsmenn Facebook átt í vök að verjast vegna ásakana stjórnmálamanna og annarra um samkeppnisbrot. Dómari við alríkisdómstól í Washington D.C. opinberaði þá niðurstöðu sína í kvöld að saksóknurum hefðu ekki sýnt fram á hvernig þeir komust að þeirri niðurstöðu að markaðsstaða Facebook á samfélagsmiðlum væri meiri en sextíu prósent. Í úrskurðinum segir að málflutningur saksóknara og skilgreiningar þeirra í lögsókninni gegn Facebook séu svo óljósar að ekki sé hægt að halda málinu áfram. Í öðrum úrskurði sem birtur var samhliða sagði dómarinn að ríkissaksóknarar hefðu beðið of lengi með að höfða mál vegna kaupa Facebook á Instagram árið 2012 og WhatsApp árið 2014. Dómarinn gaf báðum hópum þó 30 daga frest til að gera breytingar á lögsóknum sínum, sem tækju mið af gagnrýni hans, samkvæmt frétt Politico. Hann skrifaði einnig að þörf væri á endurbótum á samkeppnislögum og þykir það vatn á myllu saksóknaranna. Facebook Bandaríkin Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þegar markaðir lokuðu stóðu hlutabréf Facebook í 355,64 dölum og höfðu hækkað um 4,2 prósent í kjölfar úrskurðarins, samkvæmt frétt CNBC. Facebook er fimmta bandaríska fyrirtækið til að ná þessum áfanga, á eftir Apple, Microsoft, Amazon og Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Fyrsta hlutafjárútboð Facebook fór fram árið 2012 og var virði félagsins þá 104 milljarðar dala. Frá júlí 2018 hefur virði hlutabréfa félagsins nærri því tvöfaldast. Þá höfðu hlutabréfin lækkað um 19 prósent vegna dræmra tekna og lítillar fjölgunar notenda, auk þess sem ýmis hneykslismál tengd Facebook, eins og gagnalekar og Cambridge Analytica-hneykslið svokallaða, litu dagsins ljós. Mestar tekjur Facebook eru tilkomnar vegna persónumiðaðra auglýsinga á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Má þar nefna miðla eins og Facebook, Messenger, Instagram og Whatsapp. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, hefur tilefni til að vera ánægður, í bili.EPA/CHARLES PLATIAU Fá 30 daga til að girða sig í brók Ráðamenn vestanhafs hafa viljað koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki Bandaríkjanna og hafa forsvarsmenn Facebook átt í vök að verjast vegna ásakana stjórnmálamanna og annarra um samkeppnisbrot. Dómari við alríkisdómstól í Washington D.C. opinberaði þá niðurstöðu sína í kvöld að saksóknurum hefðu ekki sýnt fram á hvernig þeir komust að þeirri niðurstöðu að markaðsstaða Facebook á samfélagsmiðlum væri meiri en sextíu prósent. Í úrskurðinum segir að málflutningur saksóknara og skilgreiningar þeirra í lögsókninni gegn Facebook séu svo óljósar að ekki sé hægt að halda málinu áfram. Í öðrum úrskurði sem birtur var samhliða sagði dómarinn að ríkissaksóknarar hefðu beðið of lengi með að höfða mál vegna kaupa Facebook á Instagram árið 2012 og WhatsApp árið 2014. Dómarinn gaf báðum hópum þó 30 daga frest til að gera breytingar á lögsóknum sínum, sem tækju mið af gagnrýni hans, samkvæmt frétt Politico. Hann skrifaði einnig að þörf væri á endurbótum á samkeppnislögum og þykir það vatn á myllu saksóknaranna.
Facebook Bandaríkin Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent