Ramos svo gott sem kominn til Parísar og Varane talinn á leið til Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2021 16:01 Þessir tveir gætu orðið samherjar á nýjan leik þó það virðist sem Ramos sé að fara til Parísar á meðan Varane vill til Manchester. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er miðvörðurinn Sergio Ramos á leið til París-Saint Germain og kollegi hans Raphaël Varane ku vera á leið til Manchester United þó PSG hafi einnig áhuga. Sky Sports telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé á höttunum á eftir franska miðverðinum Raphaël Varane sem leikur með Real Madrid. BREAKING: Manchester United are interested in signing Real Madrid defender Raphael Varane.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 1, 2021 Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Madrídarliðið virðist vera leita sér að nýrri áskorun. Ole Gunnar Solskjær vill styrkja varnarlínu sína og er að leita að miðverði sem mun spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. Stóra spurningin er hvort félögin nái saman þar sem Man United er ekki tilbúið að borga himinháar upphæðir fyrir leikmann sem verður samningslaus næsta sumar. Ef Man Utd myndi fjárfesta í franska miðverðinum yrði hann annað stóra nafnið til að semja við liðið en Jadon Sancho, vængmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, gengur til liðs við félagið fyrir 73 milljónir punda á næstu dögum. Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2011 og leikið yfir 350 leiki fyrir Real. Þá hefur hann spilað 79 leiki fyrir franska landsliðið og varð til að mynda heimsmeistari 2018. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir ótrúlegt tap Frakklands gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM á dögunum. Fari svo að Man United sé ekki tilbúið að kaupa leikmanninn gæti hann haldið heim á leið og samið við stórlið PSG. Þar myndi hann að öllum líkindum hitta fyrrum samherja sinn hjá Real en Sergio Ramos er í þann mund að semja við franska félagið. Sergio Ramos is set to join Paris Saint-Germain in the next days, as @mohamedbouhafsi reported! He s expected to undergo his medical in the next few days as new PSG player. #PSG #Ramos— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2021 Ramos varð samningslaus á dögunum og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. ESPN segir samningaviðræður langt komnar. Samkvæmt heimildum þeirra styttist í að blek verði sett á blað og Ramos verði leikmaður PSG. Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira
Sky Sports telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að enska knattspyrnufélagið Manchester United sé á höttunum á eftir franska miðverðinum Raphaël Varane sem leikur með Real Madrid. BREAKING: Manchester United are interested in signing Real Madrid defender Raphael Varane.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 1, 2021 Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Madrídarliðið virðist vera leita sér að nýrri áskorun. Ole Gunnar Solskjær vill styrkja varnarlínu sína og er að leita að miðverði sem mun spila við hlið Harry Maguire í hjarta varnarinnar. Stóra spurningin er hvort félögin nái saman þar sem Man United er ekki tilbúið að borga himinháar upphæðir fyrir leikmann sem verður samningslaus næsta sumar. Ef Man Utd myndi fjárfesta í franska miðverðinum yrði hann annað stóra nafnið til að semja við liðið en Jadon Sancho, vængmaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins, gengur til liðs við félagið fyrir 73 milljónir punda á næstu dögum. Hinn 28 ára gamli Varane hefur verið í herbúðum Real Madrid frá árinu 2011 og leikið yfir 350 leiki fyrir Real. Þá hefur hann spilað 79 leiki fyrir franska landsliðið og varð til að mynda heimsmeistari 2018. Honum tókst þó ekki að koma í veg fyrir ótrúlegt tap Frakklands gegn Sviss í 16-liða úrslitum EM á dögunum. Fari svo að Man United sé ekki tilbúið að kaupa leikmanninn gæti hann haldið heim á leið og samið við stórlið PSG. Þar myndi hann að öllum líkindum hitta fyrrum samherja sinn hjá Real en Sergio Ramos er í þann mund að semja við franska félagið. Sergio Ramos is set to join Paris Saint-Germain in the next days, as @mohamedbouhafsi reported! He s expected to undergo his medical in the next few days as new PSG player. #PSG #Ramos— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2021 Ramos varð samningslaus á dögunum og er því frjálst að semja við hvaða lið sem er. ESPN segir samningaviðræður langt komnar. Samkvæmt heimildum þeirra styttist í að blek verði sett á blað og Ramos verði leikmaður PSG.
Fótbolti Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Sjá meira