Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júlí 2021 20:01 Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála. Í málinu neitaði kaupandi fasteignar að greiða eftirstöðvar kaupverðs þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur dæmir fasteign gallaða vegna nágranna. Segir dóminn stórmerkilegan Nágranninn er sagður hafa hegðað sér óvenjulega, svo sem með því að færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorðum að öðrum íbúum hússins. Þá hafði lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að seljanda og sló hann. „Þetta er stórmerkilegur dómur vegna þess að hann hefur enga hliðstæðu hér á landi. Þarna er verið að meta eistaklinginn til fjárs en ekki eiginleika eignarinnar. Mygla, raki eða eitthvað því um líkt,“ sagði Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Upplýsa skal um verulegt ónæði Dómurinn fær eflaust marga til að hugsa hvar mörkin liggja? „Það er kannski ekki nóg að hann sé þannig leiðinlegur að hann heilsi þér ekki á morgnanna en ef hann er þannig að hann er farinn að valda þér verulegu ónæði og það er óeðlilegt og komið út fyrir eðlileg mörk þá á að upplýsa um það,“ sagði Tinna. Á von á fleiri sambærilegum málum Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum. „Seljandi á að upplýsa um allt sem skiptir máli við kaupin og myndi skipta kaupanda máli og það er svo kaupanda að meta það hvort þessar upplýsingar skipti hann máli,“ sagði Tinna. Seljandinn hafði tilkynnt að nágranninn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en leyndi öðrum upplýsingum um samskipti þeirra. „Og leynir þeim upplýsingum að nágranninn hafi hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn seljanda og eignaspjöll,“ sagði Tinna sem segir dóminn hafa fordæmisgildi. „Og við eigum von á því að fá fullt af svona málum inn á borð til okkar.“ Dómsmál Húsnæðismál Nágrannadeilur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í málinu neitaði kaupandi fasteignar að greiða eftirstöðvar kaupverðs þar sem hún taldi íbúðina haldna galla vegna nágrannaerja í húsinu en þetta er í fyrsta sinn sem Hæstiréttur dæmir fasteign gallaða vegna nágranna. Segir dóminn stórmerkilegan Nágranninn er sagður hafa hegðað sér óvenjulega, svo sem með því að færa til blómapotta í sameign og hrópa ókvæðisorðum að öðrum íbúum hússins. Þá hafði lögregla þurft að hafa afskipti af nágrannanum þegar hann veittist að seljanda og sló hann. „Þetta er stórmerkilegur dómur vegna þess að hann hefur enga hliðstæðu hér á landi. Þarna er verið að meta eistaklinginn til fjárs en ekki eiginleika eignarinnar. Mygla, raki eða eitthvað því um líkt,“ sagði Tinna Andrésdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Upplýsa skal um verulegt ónæði Dómurinn fær eflaust marga til að hugsa hvar mörkin liggja? „Það er kannski ekki nóg að hann sé þannig leiðinlegur að hann heilsi þér ekki á morgnanna en ef hann er þannig að hann er farinn að valda þér verulegu ónæði og það er óeðlilegt og komið út fyrir eðlileg mörk þá á að upplýsa um það,“ sagði Tinna. Á von á fleiri sambærilegum málum Hún segir dóminn undirstrika mikilvægi upplýsingaskyldu seljanda í fasteignakaupum. „Seljandi á að upplýsa um allt sem skiptir máli við kaupin og myndi skipta kaupanda máli og það er svo kaupanda að meta það hvort þessar upplýsingar skipti hann máli,“ sagði Tinna. Seljandinn hafði tilkynnt að nágranninn hafi átt við geðræn vandamál að stríða en leyndi öðrum upplýsingum um samskipti þeirra. „Og leynir þeim upplýsingum að nágranninn hafi hlotið dóm fyrir líkamsárás gegn seljanda og eignaspjöll,“ sagði Tinna sem segir dóminn hafa fordæmisgildi. „Og við eigum von á því að fá fullt af svona málum inn á borð til okkar.“
Dómsmál Húsnæðismál Nágrannadeilur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira