Tékkar Schick Tékkland inn í undanúrslit eða hefur Kjær-leikur Dana betur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2021 10:00 Patrik Schick og Simon Kjær munu eigast við í dag. Vísir/EPA Tékkland og Danmörk mætast í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Liðin hafa bæði þurft að ferðast yfir fjöll og firnindi en leikur dagsins fer fram í Bakú í Aserbaísjan. Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlegan sigur Sviss á Frakklandi væri Tékkland sjálfvalið spútniklið mótsins til þessa. Það er kannski erfitt að velja lið sem endaði í 3. sæti í sínum riðli sem spútniklið en Tékkland hefur komið verulega á óvart. Magnaður 2-0 sigur á Skotum í fyrstu umferð þar sem mark mótsins – til þessa – var skorað. Þar á eftir kom sterkt 1-1 jafntefli gegn Króatíu og svo 0-1 tap gegn Englandi í síðasta leik riðlakeppninnar skipti litlu þar sem Tékkarnir voru öruggir áfram. Hið forna stórveldi Holland beið í 16-liða úrslitum en reyndist það lítil mótstaða. Patrik Schick hélt áfram að raða inn mörkum og Tékkar flugu inn í 8-liða úrslit. Schick hefur nú skorað fjögur af fimm mörkum Tékka á EM og virðist ætla vera ein af vonarstjörnum mótsins. Það er ljóst að Simon Kjær og félagar í öftustu línu danska liðsins þurfa að hafa góðar gætur á Schick í dag. Kjær hefur fengið mikið lof á mótinu. Hann drýgði hetjudáð í fyrsta leik er landi hans Christian Eriksen hné til jarðar. Hann – líkt og aðrir leikmenn danska liðsins – átti erfitt uppdráttar gegn Belgíu í annarri umferð riðlakeppninnar en hefur vart stigið feilspor eftir það. Erfitt er að dæma leikinn gegn Belgíu enda atvikið úr leiknum gegn Finnlandi enn í fersku minni. Undirritaður var í stúkunni á leiknum og annað eins andrúmsloft hefur maður vart upplifað. Það er erfitt að setja í orð hvernig stemmningin á leiknum var en það virkaði sem leikmenn danska liðsins – og þess belgíska – væru andlega búnir á því í hálfleik. Eflaust hefur hitinn ekki hjálpað til en það slefaði í 30 gráður í Kaupmannahöfn þennan dag. Að eiga ferska Kevin De Bruyne og Eden Hazard á varamannabekknum hefur svo eflaust hjálpað Belgum í síðari hálfleik. Kjær lét súrt 1-2 tap ekki á sig fá og rak sína menn áfram í lokaleiknum gegn Rússlandi. Þar vannst 4-1 sigur og sæti í 16-liða úrslitum í höfn. Þar reyndist Wales engin fyrirstaða, lokatölur 4-0 og Danir verðskuldað komnir í 8-liða úrslit. Last 10 minutes of this Denmark game have me in Tears of Joy. I am not Danish. Never even set foot in Denmark. But watching this team, who were forced to play in wake of Christian Eriksen's collapse, summon the tenacity to rebound, fight and win is Sports at its very Best pic.twitter.com/4Z4wknDSlm— roger bennett (@rogbennett) June 21, 2021 Það er ekki að ástæðulausu að Danmörk situr í 10. sæti heimslista FIFA. Valinn maður í hverju rúmi og þó besti leikmaður liðsins verði ekki meira með má reikna með að samheldnin sé enn meiri í dag en hún var fyrir mót. Tékkland, sem situr í 40. sæti heimslistans, átti ekki í neinum vandræðum með Holland [16. sæti] og er þeir til alls líklegir í dag. Með Schick í fararbroddi er allt hægt en Kjær-leikur Dana gæti reynst þeim ofviða. Þetta kemur allt í ljós klukkan 16.00 að íslenskum tíma er liðin stíga á stokk í Bakú í Aserbaísjan. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og aðrir leikir Evrópumótsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlegan sigur Sviss á Frakklandi væri Tékkland sjálfvalið spútniklið mótsins til þessa. Það er kannski erfitt að velja lið sem endaði í 3. sæti í sínum riðli sem spútniklið en Tékkland hefur komið verulega á óvart. Magnaður 2-0 sigur á Skotum í fyrstu umferð þar sem mark mótsins – til þessa – var skorað. Þar á eftir kom sterkt 1-1 jafntefli gegn Króatíu og svo 0-1 tap gegn Englandi í síðasta leik riðlakeppninnar skipti litlu þar sem Tékkarnir voru öruggir áfram. Hið forna stórveldi Holland beið í 16-liða úrslitum en reyndist það lítil mótstaða. Patrik Schick hélt áfram að raða inn mörkum og Tékkar flugu inn í 8-liða úrslit. Schick hefur nú skorað fjögur af fimm mörkum Tékka á EM og virðist ætla vera ein af vonarstjörnum mótsins. Það er ljóst að Simon Kjær og félagar í öftustu línu danska liðsins þurfa að hafa góðar gætur á Schick í dag. Kjær hefur fengið mikið lof á mótinu. Hann drýgði hetjudáð í fyrsta leik er landi hans Christian Eriksen hné til jarðar. Hann – líkt og aðrir leikmenn danska liðsins – átti erfitt uppdráttar gegn Belgíu í annarri umferð riðlakeppninnar en hefur vart stigið feilspor eftir það. Erfitt er að dæma leikinn gegn Belgíu enda atvikið úr leiknum gegn Finnlandi enn í fersku minni. Undirritaður var í stúkunni á leiknum og annað eins andrúmsloft hefur maður vart upplifað. Það er erfitt að setja í orð hvernig stemmningin á leiknum var en það virkaði sem leikmenn danska liðsins – og þess belgíska – væru andlega búnir á því í hálfleik. Eflaust hefur hitinn ekki hjálpað til en það slefaði í 30 gráður í Kaupmannahöfn þennan dag. Að eiga ferska Kevin De Bruyne og Eden Hazard á varamannabekknum hefur svo eflaust hjálpað Belgum í síðari hálfleik. Kjær lét súrt 1-2 tap ekki á sig fá og rak sína menn áfram í lokaleiknum gegn Rússlandi. Þar vannst 4-1 sigur og sæti í 16-liða úrslitum í höfn. Þar reyndist Wales engin fyrirstaða, lokatölur 4-0 og Danir verðskuldað komnir í 8-liða úrslit. Last 10 minutes of this Denmark game have me in Tears of Joy. I am not Danish. Never even set foot in Denmark. But watching this team, who were forced to play in wake of Christian Eriksen's collapse, summon the tenacity to rebound, fight and win is Sports at its very Best pic.twitter.com/4Z4wknDSlm— roger bennett (@rogbennett) June 21, 2021 Það er ekki að ástæðulausu að Danmörk situr í 10. sæti heimslista FIFA. Valinn maður í hverju rúmi og þó besti leikmaður liðsins verði ekki meira með má reikna með að samheldnin sé enn meiri í dag en hún var fyrir mót. Tékkland, sem situr í 40. sæti heimslistans, átti ekki í neinum vandræðum með Holland [16. sæti] og er þeir til alls líklegir í dag. Með Schick í fararbroddi er allt hægt en Kjær-leikur Dana gæti reynst þeim ofviða. Þetta kemur allt í ljós klukkan 16.00 að íslenskum tíma er liðin stíga á stokk í Bakú í Aserbaísjan. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og aðrir leikir Evrópumótsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira