Veratti ber af þeim leikmönnum sem eru komnir í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 13:30 Marco Veratti í hvítri treyju Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images Ítalski miðjumaðurinn Marco Veratti hefur staðið sig hvað best af þeim leikmönnum sem eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu. Allavega ef meðaleinkunn þeirra er skoðuð. Ítalski miðjumaðurinn hefur tekið þátt í þremur leikjum til þessa á mótinu og er með meðaleinkunn upp á 7,91. Tölfræðivefurinn WhoScored greinir alla leiki mótsins og gefur mönnum einkunn. Þar ber Veratti af en næst honum eru Harry Maguire, Jokam Mæhle og Sergio Busquets. Top rated player per #EURO2020 semi-finalist#ITA Marco Verratti - 7.97#ESP Sergio Busquets - 7.51#ENG Harry Maguire - 7.62#DEN Joakim Maehle - 7.52 pic.twitter.com/UB304iyEWi— WhoScored.com (@WhoScored) July 5, 2021 Veratti hóf mótið á varamannabekk Ítalíu enda meiddist hann skömmu fyrir mót. Kom hann ekki inn í liðið fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar þar sem Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Var hinn 28 ára gamli Veratti valinn maður leiksins með 8,6 í einkunn. Veratti byrjaði leik Ítalíu í 16-liða úrslitum þar sem Austurríki stóð sig betur en reiknað var með. Ítalía vann á endanum 2-1 í framlengdum leik og fékk Veratti 7,5 fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hann bætti svo um betur í stórleik 8-liða úrslita þar sem Ítalía lagði Belgíu 2-1. Veratti fékk 7,8 í einkunn eftir að hafa lagt upp fyrra mark sinna manna og náð sér í gult spjald. Maguire í hvítri treyju Englands.EPA-EFE/Alessandra Tarantino Líkt og Veratti þá missti Harry Maguire af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Maguire kom inn í byrjunarliðið – líkt og Veratti – í 1-0 sigri í lokaleik riðilsins [gegn Tékklandi]. Þar fékk hinn 28 ára gamli Maguire - jafnaldri Veratti - 7,3 í einkunn. Miðvörðurinn öflugi nældi sér í gult spjald sem og titilinn maður leiksins með 7,6 í einkunn í þægilegum 2-0 sigri á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Hann kórónaði mótið hjá sér með því að skora eitt af mörkum Englands í 4-0 sigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Fékk hann 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Mæhle í hvítri treyju Danmerkur.EPA-EFE/Peter Dejong Hinn 24 ára gamli Joakim Mæhle sker sig úr á listanum þar sem hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Dana á mótinu. Erfitt er að dæma frammistöðu Mæhle í 0-1 tapi Danmerkur gegn Finnlandi. Fékk hann 6,7 í einkunn fyrir frammistöðuna í þeim leik. Mæhle fékk 6,9 í einkunn fyrir 1-2 tap Danmerkur gegn Belgíu. Eftir það hefur Mæhle - sem og allt danska liðið - sýnt allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri á Rússlandi og fékk 8,2 í einkunn er Danir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum. Mæhle var aftur á skotskónum í 4-0 sigri á Wales í 16-liða úrslitum en það var hans besti leikur til þessa á mótinu. Fékk Mæhle 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði ekki í 2-1 sigrinum á Tékklandi í 8-liða úrslitum en lagði upp annað mark Danmerkur sem sá á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Mæhle fékk þó „aðeins“ 7,2 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Sergio Busquets í hvítri treyju Spánar.EPA-EFE/David Ramos Sergio Busquets fylgir í fótspor Veratti og Maguire en hann missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hinn 32 ára gamli reynslubolti kom inn í lið Spánverja í leik sem varð að vinnast. Spánn gerði gott betur en það og pakkaði Slóvakíu saman, lokatölur 5-0 þar sem Busquets nældi sér í gult spjald og fékk 7,3 fyrir frammistöðu sína. Aftur var Busquets á miðri miðjunni er Spánn lagði Króatíu 5-3 í 16-liða úrslitum. Leikurinn var frábær skemmtun en framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina. Busquets fékk 7,5 í einkunn fyrir sína frammistöðu, aðeins fremstu þrír leikmenn Spánverja fengu betri einkunn. Að lokum var Busquets á miðjunni er Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Fékk hann 7,0 í einkunn fyrir leikinn gegn Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli, það er eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar reyndust yfirvegaðri og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit þó svo að Busquets hafi sett boltann í stöngina í fyrstu spyrnu Spánverja. Sergio Busquets mætir Marco Veratti í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Ítalski miðjumaðurinn hefur tekið þátt í þremur leikjum til þessa á mótinu og er með meðaleinkunn upp á 7,91. Tölfræðivefurinn WhoScored greinir alla leiki mótsins og gefur mönnum einkunn. Þar ber Veratti af en næst honum eru Harry Maguire, Jokam Mæhle og Sergio Busquets. Top rated player per #EURO2020 semi-finalist#ITA Marco Verratti - 7.97#ESP Sergio Busquets - 7.51#ENG Harry Maguire - 7.62#DEN Joakim Maehle - 7.52 pic.twitter.com/UB304iyEWi— WhoScored.com (@WhoScored) July 5, 2021 Veratti hóf mótið á varamannabekk Ítalíu enda meiddist hann skömmu fyrir mót. Kom hann ekki inn í liðið fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar þar sem Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Var hinn 28 ára gamli Veratti valinn maður leiksins með 8,6 í einkunn. Veratti byrjaði leik Ítalíu í 16-liða úrslitum þar sem Austurríki stóð sig betur en reiknað var með. Ítalía vann á endanum 2-1 í framlengdum leik og fékk Veratti 7,5 fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hann bætti svo um betur í stórleik 8-liða úrslita þar sem Ítalía lagði Belgíu 2-1. Veratti fékk 7,8 í einkunn eftir að hafa lagt upp fyrra mark sinna manna og náð sér í gult spjald. Maguire í hvítri treyju Englands.EPA-EFE/Alessandra Tarantino Líkt og Veratti þá missti Harry Maguire af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Maguire kom inn í byrjunarliðið – líkt og Veratti – í 1-0 sigri í lokaleik riðilsins [gegn Tékklandi]. Þar fékk hinn 28 ára gamli Maguire - jafnaldri Veratti - 7,3 í einkunn. Miðvörðurinn öflugi nældi sér í gult spjald sem og titilinn maður leiksins með 7,6 í einkunn í þægilegum 2-0 sigri á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Hann kórónaði mótið hjá sér með því að skora eitt af mörkum Englands í 4-0 sigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Fékk hann 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Mæhle í hvítri treyju Danmerkur.EPA-EFE/Peter Dejong Hinn 24 ára gamli Joakim Mæhle sker sig úr á listanum þar sem hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Dana á mótinu. Erfitt er að dæma frammistöðu Mæhle í 0-1 tapi Danmerkur gegn Finnlandi. Fékk hann 6,7 í einkunn fyrir frammistöðuna í þeim leik. Mæhle fékk 6,9 í einkunn fyrir 1-2 tap Danmerkur gegn Belgíu. Eftir það hefur Mæhle - sem og allt danska liðið - sýnt allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri á Rússlandi og fékk 8,2 í einkunn er Danir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum. Mæhle var aftur á skotskónum í 4-0 sigri á Wales í 16-liða úrslitum en það var hans besti leikur til þessa á mótinu. Fékk Mæhle 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði ekki í 2-1 sigrinum á Tékklandi í 8-liða úrslitum en lagði upp annað mark Danmerkur sem sá á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Mæhle fékk þó „aðeins“ 7,2 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Sergio Busquets í hvítri treyju Spánar.EPA-EFE/David Ramos Sergio Busquets fylgir í fótspor Veratti og Maguire en hann missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hinn 32 ára gamli reynslubolti kom inn í lið Spánverja í leik sem varð að vinnast. Spánn gerði gott betur en það og pakkaði Slóvakíu saman, lokatölur 5-0 þar sem Busquets nældi sér í gult spjald og fékk 7,3 fyrir frammistöðu sína. Aftur var Busquets á miðri miðjunni er Spánn lagði Króatíu 5-3 í 16-liða úrslitum. Leikurinn var frábær skemmtun en framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina. Busquets fékk 7,5 í einkunn fyrir sína frammistöðu, aðeins fremstu þrír leikmenn Spánverja fengu betri einkunn. Að lokum var Busquets á miðjunni er Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Fékk hann 7,0 í einkunn fyrir leikinn gegn Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli, það er eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar reyndust yfirvegaðri og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit þó svo að Busquets hafi sett boltann í stöngina í fyrstu spyrnu Spánverja. Sergio Busquets mætir Marco Veratti í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira