Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 06:31 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan afgreiðslu Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af atvikinu. Lögreglan er sökuð um að hafa beitt óhóflegu valdi. Refugees in Iceland Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. Að sögn samtakanna voru mennirnir mættir til að sækja bólusetningavottorð sín þegar starfsmaður Útlendingastofnunar hringdi á lögregluna. Þá hafi lögreglumenn mætt á svæðið og tilkynnt að nú væri hægt að senda þá aftur til Grikklands. Í Facebook-færslu Refugees in Iceland er haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að lögreglan hafi beitt mennina ofbeldi og mikilli hörku. Vilja lítið tjá sig um málið Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, hyggst stofnunin ekki tjá sig um málið og beinir fyrirspurnum til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ er vísað á Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing embættisins, sem segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið að framkvæma beiðni Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um einstök mál sem séu til meðferðar. Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindu vitni að hælisleitendunum hafi verið tjáð að ef þeir myndu ekki gangast undir bólusetningu yrði þeim vísað úr landi og að bólusetningin væri einungis hugsuð vegna almannaheillar. Þá segir vitnið að lögregla hafi lamið mennina, notað óhóflegt vald og gefið þeim raflost. Að lokum hafi þeir verið sprautaðir niður til að koma í veg fyrir að þeir myndu streitast á móti. Þegar þessar ásakanir eru bornar undir Helga vísar hann aftur til þess að embætti ríkislögreglustjóra muni ekki tjá sig nánar um málið. Reyna að komast til botns í málinu Lögfræðingur Rauða krossins varð vitni að handtökunni en var staddur annars staðar í byggingunni þegar átökin hófust. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að lögfræðingurinn, sem tengist ekki málefnum hælisleitendanna tveggja, hafi farið í afgreiðsluna þegar hann heyrði þar hróp og læti. Því sé lögfræðingurinn ekki í góðri aðstöðu til að fullyrða um aðdraganda handtökunnar eða hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku. Þó sé ljóst að lögreglumenn hafi beitt þar valdi. Vinnur starfsfólk Rauða krossins nú að því að afla frekari upplýsinga um atvikið og stöðu umræddra einstaklinga en talið er líklegt að þeir hafi notið talsmannaþjónustu sem Rauði krossinn veitir hælisleitendum. Staðhæft er í Facebook-færslu aðgerðahópsins Refugees in Iceland að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að handtakan yrði tekin upp og eytt myndskeiði úr síma vitnis. Hælisleitendur Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Að sögn samtakanna voru mennirnir mættir til að sækja bólusetningavottorð sín þegar starfsmaður Útlendingastofnunar hringdi á lögregluna. Þá hafi lögreglumenn mætt á svæðið og tilkynnt að nú væri hægt að senda þá aftur til Grikklands. Í Facebook-færslu Refugees in Iceland er haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að lögreglan hafi beitt mennina ofbeldi og mikilli hörku. Vilja lítið tjá sig um málið Að sögn Þórhildar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar, hyggst stofnunin ekki tjá sig um málið og beinir fyrirspurnum til ríkislögreglustjóra. Þar á bæ er vísað á Helga Valberg Jensson, yfirlögfræðing embættisins, sem segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra hafi verið að framkvæma beiðni Útlendingastofnunar um frávísun frá Íslandi. Að öðru leyti geti embættið ekki tjáð sig um einstök mál sem séu til meðferðar. Fréttablaðið hefur eftir ónafngreindu vitni að hælisleitendunum hafi verið tjáð að ef þeir myndu ekki gangast undir bólusetningu yrði þeim vísað úr landi og að bólusetningin væri einungis hugsuð vegna almannaheillar. Þá segir vitnið að lögregla hafi lamið mennina, notað óhóflegt vald og gefið þeim raflost. Að lokum hafi þeir verið sprautaðir niður til að koma í veg fyrir að þeir myndu streitast á móti. Þegar þessar ásakanir eru bornar undir Helga vísar hann aftur til þess að embætti ríkislögreglustjóra muni ekki tjá sig nánar um málið. Reyna að komast til botns í málinu Lögfræðingur Rauða krossins varð vitni að handtökunni en var staddur annars staðar í byggingunni þegar átökin hófust. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir að lögfræðingurinn, sem tengist ekki málefnum hælisleitendanna tveggja, hafi farið í afgreiðsluna þegar hann heyrði þar hróp og læti. Því sé lögfræðingurinn ekki í góðri aðstöðu til að fullyrða um aðdraganda handtökunnar eða hvort lögregla hafi beitt of mikilli hörku. Þó sé ljóst að lögreglumenn hafi beitt þar valdi. Vinnur starfsfólk Rauða krossins nú að því að afla frekari upplýsinga um atvikið og stöðu umræddra einstaklinga en talið er líklegt að þeir hafi notið talsmannaþjónustu sem Rauði krossinn veitir hælisleitendum. Staðhæft er í Facebook-færslu aðgerðahópsins Refugees in Iceland að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að handtakan yrði tekin upp og eytt myndskeiði úr síma vitnis.
Hælisleitendur Lögreglumál Hafnarfjörður Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira