Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 18:07 Sjónarvottur sem stóð fyrir utan móttöku Útlendingastofnunar í Hafnarfirði náði ljósmyndum af aðgerðinni. Lögreglan er sökuð um að hafa beitt óhóflegu valdi. REFUGEES IN ICELAND Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. Að sögn embættis ríkislögreglustjóra er slíkum vopnum ekki beitt undir neinum kringumstæðum þar sem lögregla hafi ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprauti lögregla aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru mennirnir tveir beittir mikilli hörku af hálfu lögreglumanna sem hafi lamið hælisleitendurna og gefið þeim einhvers konar raflost. Þá hafi mennirnir verið sprautaðir niður þegar erfiðlega gekk að ná stjórn á þeim. Vilja ekki tjá sig efnislega um aðgerðina Í yfirlýsingu lögreglu segir að valdbeitingarheimildir séu ekki nýttar þegar kemur að því að fylgja eftir beiðnum um brottvísun úr landi „nema brýna nauðsyn krefji.“ „Þegar þess gerist þörf þá er það ávallt samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi. Leitast er við að beita vægustu mögulegu aðferðum en starfsfólk lögreglu er þrautþjálfað til að takast á við slíkar aðstæður og forðast að af þeim skapist meiðsl.“ Áréttað er í yfirlýsingunni að lögreglan geti ekki veitt upplýsingar um einstök mál „þó að lögregla hafi á því skilning að aðgerðir sem þessar veki spurningar.“ Stoðdeild embættis ríkislögreglustjóra sér um að framfylgja beiðnum Útlendingastofnunar um brottvísanir. Embættið segir að slíkar aðgerðir aldrei fyrirvaralausar og einstaklingum sé „nær undantekningarlaust“ gefið færi á að yfirgefa landið sjálfviljugir áður en að því kemur. Lögreglu beri að framfylgja lögum eftir að einstaklingar hafi fullnýtt þann rétt sem þeir hafi til að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Unnið er að því að tryggja og yfirfara öll tiltæk gögn málsins, komi til þess að kæra eða kvörtun berist vegna umræddrar aðgerðar. Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur sagt að aðgerðir lögreglu í gær verði kærðar til nefndar um eftirlit með lögreglu. Lokki ekki fólk til sín á fölskum forsendum Sema sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hælisleitendurnir hafi verið boðaðir í húsakynni Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningavottorð sín en þeir höfðu nýlega verið bólusettir gegn Covid-19. „Þannig að augljóslega er þetta mjög skipulögð aðgerð af hálfu Útlendingastofnunar. Í rauninni að lokka drengina á staðinn, plata þá til að mæta einungis til að tilkynna þeim að þar sem þeir eru núna bólusettir þá væri hægt að brottvísa þeim til Grikklands og þeir eigi að fara með lögreglunni án tafar,“ sagði Sema. Þegar Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra, er spurður sérstaklega út í þessar ásakanir vísar hann aftur til áðurnefndrar yfirlýsingar og segir lögregluna ekki geta tjáð sig nánar um málið. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að stofnunin lokki fólk ekki til sín á fölskum forsendum. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira
Að sögn embættis ríkislögreglustjóra er slíkum vopnum ekki beitt undir neinum kringumstæðum þar sem lögregla hafi ekki heimild til að beita slíkum tækjum. Þá sprauti lögregla aldrei einstaklinga, heldur sé slíkt ávallt í höndum heilbrigðisstarfsmanna sem taki slíka ákvörðun sjálfstætt í ljósi aðstæðna hverju sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embættinu en samkvæmt frásögnum sjónarvotta voru mennirnir tveir beittir mikilli hörku af hálfu lögreglumanna sem hafi lamið hælisleitendurna og gefið þeim einhvers konar raflost. Þá hafi mennirnir verið sprautaðir niður þegar erfiðlega gekk að ná stjórn á þeim. Vilja ekki tjá sig efnislega um aðgerðina Í yfirlýsingu lögreglu segir að valdbeitingarheimildir séu ekki nýttar þegar kemur að því að fylgja eftir beiðnum um brottvísun úr landi „nema brýna nauðsyn krefji.“ „Þegar þess gerist þörf þá er það ávallt samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi. Leitast er við að beita vægustu mögulegu aðferðum en starfsfólk lögreglu er þrautþjálfað til að takast á við slíkar aðstæður og forðast að af þeim skapist meiðsl.“ Áréttað er í yfirlýsingunni að lögreglan geti ekki veitt upplýsingar um einstök mál „þó að lögregla hafi á því skilning að aðgerðir sem þessar veki spurningar.“ Stoðdeild embættis ríkislögreglustjóra sér um að framfylgja beiðnum Útlendingastofnunar um brottvísanir. Embættið segir að slíkar aðgerðir aldrei fyrirvaralausar og einstaklingum sé „nær undantekningarlaust“ gefið færi á að yfirgefa landið sjálfviljugir áður en að því kemur. Lögreglu beri að framfylgja lögum eftir að einstaklingar hafi fullnýtt þann rétt sem þeir hafi til að kæra stjórnvaldsákvarðanir. Unnið er að því að tryggja og yfirfara öll tiltæk gögn málsins, komi til þess að kæra eða kvörtun berist vegna umræddrar aðgerðar. Sema Erla Serdar, formaður hjálparsamtakanna Solaris fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hefur sagt að aðgerðir lögreglu í gær verði kærðar til nefndar um eftirlit með lögreglu. Lokki ekki fólk til sín á fölskum forsendum Sema sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hælisleitendurnir hafi verið boðaðir í húsakynni Útlendingastofnunar til að sækja bólusetningavottorð sín en þeir höfðu nýlega verið bólusettir gegn Covid-19. „Þannig að augljóslega er þetta mjög skipulögð aðgerð af hálfu Útlendingastofnunar. Í rauninni að lokka drengina á staðinn, plata þá til að mæta einungis til að tilkynna þeim að þar sem þeir eru núna bólusettir þá væri hægt að brottvísa þeim til Grikklands og þeir eigi að fara með lögreglunni án tafar,“ sagði Sema. Þegar Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra, er spurður sérstaklega út í þessar ásakanir vísar hann aftur til áðurnefndrar yfirlýsingar og segir lögregluna ekki geta tjáð sig nánar um málið. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að stofnunin lokki fólk ekki til sín á fölskum forsendum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Lögreglumál Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Sjá meira
Hælisleitendur hafi verið blekktir til að þiggja bólusetningu og svo beittir hörku Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær en til stendur að vísa þeim úr landi. Frá þessu greinir aðgerðahópurinn Refugees in Iceland. 7. júlí 2021 06:31