Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2021 08:30 Lionel Messi hefur verið samningslaus frá mánaðarmótum. Getty/David S. Bustamante Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. Tebas telur að ef fyrrnefnd félög myndu bjóða Messi svipaðan samning og hann fékk hjá Barcelona þá gæti það ekki verið annað en peningasvindl eða „financial doping“ eins og hann orðar það á enskunni. Hinn 34 ára gamli Messi er enn samningslaus eftir að samningur hann rann út 30. júní síðastliðinn. La Liga president Javier Tebas claimed the only way Manchester City could sign Lionel Messi is through 'financial doping'.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2021 Barcelona menn eru vongóðir um að semja aftur við besta leikmanninn í sögu félagsins en þá þurfa þeir líka að skera verulega niður launakostnað til að koma nýjum samningi hans fyrir undir launaþakinu. Spænska deildin stendur fast á sínu og leyfir Barcelona ekki að skila inn nýjum samningnum fyrr en félagið er komið undir launaþakið. Messi fékk yfir 500 milljónir evra á fjórum árum í gamla samningnum en það gera yfir 73 milljarða íslenskra króna en inn í þeirri tölu eru allir bónusar auk vikulegra launa. Javier Tebas segir að það sé enginn vafi á því að Messi þurfi að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. „Einmitt. Hann getur ekki getur ekki skrifað undir samskonar samning. Það er ómögulegt. Ég held að ekkert lið í Evrópu gæti borgað honum þá upphæð,“ sagði Javier Tebas en enskir miðlar eins og Sky Sport segir frá. Javier Tebas tells Man City that signing Lionel Messi would be 'financial doping' #mcfc https://t.co/tIpNujybMv— Manchester City News (@ManCityMEN) July 8, 2021 Tebas er á því að fótboltinn þurfi að taka til í sínum fjármálum og hætta að borga þessi öfgalaun því það gengur ekki mikið lengur. Tebas segir líka að spænska deildin ætli ekki að gefa neitt eftir í stefnu sinni og hann veit ekki hvort nýr samningur Messi yrði kláraður fyrir 14. ágúst þegar deildin fer aftur af stað eftir sumarfrí. Messi hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint Germain. PSG hefur þegar samið við Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum í sumar en Manchester City hefur verið orðað við ensku landsliðsstjörnurnar Harry Kane og Jack Grealish. Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Tebas telur að ef fyrrnefnd félög myndu bjóða Messi svipaðan samning og hann fékk hjá Barcelona þá gæti það ekki verið annað en peningasvindl eða „financial doping“ eins og hann orðar það á enskunni. Hinn 34 ára gamli Messi er enn samningslaus eftir að samningur hann rann út 30. júní síðastliðinn. La Liga president Javier Tebas claimed the only way Manchester City could sign Lionel Messi is through 'financial doping'.— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2021 Barcelona menn eru vongóðir um að semja aftur við besta leikmanninn í sögu félagsins en þá þurfa þeir líka að skera verulega niður launakostnað til að koma nýjum samningi hans fyrir undir launaþakinu. Spænska deildin stendur fast á sínu og leyfir Barcelona ekki að skila inn nýjum samningnum fyrr en félagið er komið undir launaþakið. Messi fékk yfir 500 milljónir evra á fjórum árum í gamla samningnum en það gera yfir 73 milljarða íslenskra króna en inn í þeirri tölu eru allir bónusar auk vikulegra launa. Javier Tebas segir að það sé enginn vafi á því að Messi þurfi að taka á sig launalækkun í nýjum samningi. „Einmitt. Hann getur ekki getur ekki skrifað undir samskonar samning. Það er ómögulegt. Ég held að ekkert lið í Evrópu gæti borgað honum þá upphæð,“ sagði Javier Tebas en enskir miðlar eins og Sky Sport segir frá. Javier Tebas tells Man City that signing Lionel Messi would be 'financial doping' #mcfc https://t.co/tIpNujybMv— Manchester City News (@ManCityMEN) July 8, 2021 Tebas er á því að fótboltinn þurfi að taka til í sínum fjármálum og hætta að borga þessi öfgalaun því það gengur ekki mikið lengur. Tebas segir líka að spænska deildin ætli ekki að gefa neitt eftir í stefnu sinni og hann veit ekki hvort nýr samningur Messi yrði kláraður fyrir 14. ágúst þegar deildin fer aftur af stað eftir sumarfrí. Messi hefur verið orðaður við bæði Manchester City og Paris Saint Germain. PSG hefur þegar samið við Sergio Ramos, Achraf Hakimi og Georginio Wijnaldum í sumar en Manchester City hefur verið orðað við ensku landsliðsstjörnurnar Harry Kane og Jack Grealish.
Enski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira