Alfreð ánægður að þurfa loksins ekki að heyra öll boltahljóðin Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 10:01 Alfreð Gíslason er jafnan líflegur á hliðarlínunni og vill að sjálfsögðu hafa stuðningsmenn í stúkunni. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Alfreð Gíslason mun í kvöld loksins fá að stýra þýska landsliðinu í handbolta fyrir framan áhorfendur, í fyrsta sinn frá því að hann tók við liðinu. Alfreð hefur þurft að bíða í 16 mánuði með að stýra Þýskalandi fyrir framan stuðningsmenn, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta stórmót liðsins undir hans stjórn var HM í Egyptalandi í janúar þar sem var áhorfendabann, og í umspilinu um sæti á Ólympíuleikunum voru áhorfendur einnig bannaðir. Það verður jafnframt áhorfendabann á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í þessum mánuði en í leikjunum tveimur sem Þjóðverjar spila í undirbúningnum fyrir mótið, gegn Brasilíu og Egyptalandi í Nürnberg, mega 1.000 áhorfendur mæta: „Þetta er ný reynsla fyrir mig sem landsliðsþjálfara [Þýskalands]. Ég hef aldrei fengið að upplifa þetta,“ er haft eftir Alfreð á vef Handball-World. „Ég er afskaplega glaður yfir því að fá þessa stemningu af áhorfendapöllunum í stað þess að heyra hvert einasta hljóð þegar boltinn snertir eitthvað. Loksins eru hlutirnir að breytast,“ sagði Alfreð. Eftir fjórar vikur í starfi átti Alfreð að stýra Þýskalandi í leik í fyrsta sinn í mars 2020, gegn Hollandi. „Ég hlakkaði mikið til að sjá fulla höll,“ sagði Alfreð en ekkert varð af leiknum. Mótherjar sem krefjast mikils Þó að Alfreð verði að sætta sig við að engir áhorfendur verði svo á Ólympíuleikunum þá vonast hann til þess að leikirnir við Brasilíu og Egyptaland hjálpi þýska liðinu á leikunum. „Við þurfum sárlega á þessum tveimur leikjum að halda. Bæði þessi liðu eru góð og munu krefjast mikils af okkur. Við fáum að reyna okkur við toppaðstæður. Liðið er mjög metnaðarfullt og klárt í slaginn. Við vonumst eftir því að sækja okkur byr í seglin fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur Þýskalands á Ólympíuleikunum er gegn Spáni 24. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi, Frakklandi, Argentínu og einmitt Brasilíu, andstæðingi kvöldsins. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Alfreð hefur þurft að bíða í 16 mánuði með að stýra Þýskalandi fyrir framan stuðningsmenn, vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrsta stórmót liðsins undir hans stjórn var HM í Egyptalandi í janúar þar sem var áhorfendabann, og í umspilinu um sæti á Ólympíuleikunum voru áhorfendur einnig bannaðir. Það verður jafnframt áhorfendabann á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í þessum mánuði en í leikjunum tveimur sem Þjóðverjar spila í undirbúningnum fyrir mótið, gegn Brasilíu og Egyptalandi í Nürnberg, mega 1.000 áhorfendur mæta: „Þetta er ný reynsla fyrir mig sem landsliðsþjálfara [Þýskalands]. Ég hef aldrei fengið að upplifa þetta,“ er haft eftir Alfreð á vef Handball-World. „Ég er afskaplega glaður yfir því að fá þessa stemningu af áhorfendapöllunum í stað þess að heyra hvert einasta hljóð þegar boltinn snertir eitthvað. Loksins eru hlutirnir að breytast,“ sagði Alfreð. Eftir fjórar vikur í starfi átti Alfreð að stýra Þýskalandi í leik í fyrsta sinn í mars 2020, gegn Hollandi. „Ég hlakkaði mikið til að sjá fulla höll,“ sagði Alfreð en ekkert varð af leiknum. Mótherjar sem krefjast mikils Þó að Alfreð verði að sætta sig við að engir áhorfendur verði svo á Ólympíuleikunum þá vonast hann til þess að leikirnir við Brasilíu og Egyptaland hjálpi þýska liðinu á leikunum. „Við þurfum sárlega á þessum tveimur leikjum að halda. Bæði þessi liðu eru góð og munu krefjast mikils af okkur. Við fáum að reyna okkur við toppaðstæður. Liðið er mjög metnaðarfullt og klárt í slaginn. Við vonumst eftir því að sækja okkur byr í seglin fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Alfreð. Fyrsti leikur Þýskalands á Ólympíuleikunum er gegn Spáni 24. júlí. Liðið er einnig í riðli með Noregi, Frakklandi, Argentínu og einmitt Brasilíu, andstæðingi kvöldsins.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira