Stuðningsmenn hylja skemmdarverk á mynd af Rashford Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2021 15:39 Íbúar og aðdáendur hafa hulið skemmdarverkin sem unnin voru á myndinni af Rashford. Getty/Christopher Furlong Stuðningsmenn fótboltakappans Marcus Rashford hafa tekið sig til og hulið andstyggileg skilaboð, sem máluð voru á veggmynd af honum, með fallegum skilaboðum. Svekktar fóboltabullur tóku sig til og krotuðu á myndina af honum í nótt, aðeins klukkutímum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta. Rashford, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn þriggja leikmanna Englands sem klúðraði vítaspyrnu í gær. Hinir tveir voru þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka, en þremenningarnir eru allir þeldökkir. Svekktir fótboltaáhugamenn fór fljótt að kalla að þeim ókvæðisorðum, bæði á vellinum og á netinu. Bullurnar hafa verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð. Þeim hefur meðal annars verið líkt við apa og fleira í jafn ósmekklegum dúr. Þessir sömu svekktu fótboltaáhugamenn héldu ekki að sér höndum þegar þeir sáu veggmyndina af Rashford í Withington í Manchester, og skrifuðu ókvæðisskilaboð til Rashfords. Íbúar í nágrenninu og aðdáendur Rashfords voru hins vegar snöggir að bregðast við og huldu skilaboðin ljótu. Í dag hefur síðan fjöldi flykkst að veggmyndinni og skilið eftir miða með fallegum skilaboðum, til dæmis „bróðir,“ „hetja“ og „við elskum þig.“ Fólk hefur skilið eftir falleg skilaboð við veggmyndina.Getty/Christopher Furlong Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverkið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og er rannsókn hafin á málinu. Lögregla sagði í tilkynningu að skemmdarverkið hafi verið „drifið af kynþáttafordómum.“ Rashford ólst upp í Withington hverfinu og var veggmyndin af honum máluð í nóvember á síðasta ári til heiðurs honum vegna framtaks hans til að tryggja börnum úr fátækum fjölskyldum nægan mat. Rashford hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja að ekkert barn á Bretlandi fari svangt að sofa og hefur meðal annars tekið höndum saman við góðgerðasamtökin FareShare, sem gefa hungruðum í landinu mat. Fótbolti England Kynþáttafordómar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Svekktar fóboltabullur tóku sig til og krotuðu á myndina af honum í nótt, aðeins klukkutímum eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í úrslitaleik Englands gegn Ítalíu á Evrópumótinu í fótbolta. Rashford, sem er aðeins 23 ára gamall, var einn þriggja leikmanna Englands sem klúðraði vítaspyrnu í gær. Hinir tveir voru þeir Jadon Sancho og Bukayo Saka, en þremenningarnir eru allir þeldökkir. Svekktir fótboltaáhugamenn fór fljótt að kalla að þeim ókvæðisorðum, bæði á vellinum og á netinu. Bullurnar hafa verið gagnrýndar fyrir kynþáttaníð. Þeim hefur meðal annars verið líkt við apa og fleira í jafn ósmekklegum dúr. Þessir sömu svekktu fótboltaáhugamenn héldu ekki að sér höndum þegar þeir sáu veggmyndina af Rashford í Withington í Manchester, og skrifuðu ókvæðisskilaboð til Rashfords. Íbúar í nágrenninu og aðdáendur Rashfords voru hins vegar snöggir að bregðast við og huldu skilaboðin ljótu. Í dag hefur síðan fjöldi flykkst að veggmyndinni og skilið eftir miða með fallegum skilaboðum, til dæmis „bróðir,“ „hetja“ og „við elskum þig.“ Fólk hefur skilið eftir falleg skilaboð við veggmyndina.Getty/Christopher Furlong Lögreglu var tilkynnt um skemmdarverkið rétt fyrir klukkan þrjú í nótt og er rannsókn hafin á málinu. Lögregla sagði í tilkynningu að skemmdarverkið hafi verið „drifið af kynþáttafordómum.“ Rashford ólst upp í Withington hverfinu og var veggmyndin af honum máluð í nóvember á síðasta ári til heiðurs honum vegna framtaks hans til að tryggja börnum úr fátækum fjölskyldum nægan mat. Rashford hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja að ekkert barn á Bretlandi fari svangt að sofa og hefur meðal annars tekið höndum saman við góðgerðasamtökin FareShare, sem gefa hungruðum í landinu mat.
Fótbolti England Kynþáttafordómar EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32 Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45 Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30 Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Tugir handteknir, slasaðir lögreglumenn og rasísku níði rignir Rasískum skilaboðum hefur ringt yfir þá þrjá ensku landsliðsmenn í knattspyrnu sem brenndu af vítaspyrnum sínum í úrslitaleik EM karla í gærkvöldi. Forsætisráðherra Bretlands fordæmir hatursorðræðuna en sætir sjálfur gagnrýni. Nítján lögreglumenn slösuðust í átökum við fótboltabullur og voru 49 handteknir. 12. júlí 2021 12:32
Gáfu Saka tíu í einkunn fyrir frammistöðuna í úrslitaleiknum Sky Sports sýndi Bukayo Saka stuðning með táknrænum hætti eftir tap Englands fyrir Ítalíu í úrslitaleik EM í gær. 12. júlí 2021 10:45
Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 12. júlí 2021 09:30