Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2021 20:01 Nýr Landspítali mun rísa á næstu árum. Fyrirhugað er að starfsemin verði hafin að fullu árið 2026. Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði 53 þúsund fermetrar en ákveðið var að stækka hann í 70 þúsund fermetra. Til samanburðar á nefna að Smáralind er um 62 þúsund fermetrar og allur flöturinn undir meðferðarkjarnanum er á pari við tvo knattspyrnuvelli. Kostnaður við framkvæmdirnar verður um 79,1 milljarður króna, sem er um 16,3 milljörðum meira en áætlað var árið 2017, sem skýrist meðal annars af stækkun meðferðarkjarnans. „Það sem hefur breyst er að það hafa komið fleiri starfsemiseiningar, það er mikil áhersla t.d. lögð á sóttvarnaeiningar í húsinu. En um leið að þá hefur byggingin breyst hún hefur tekið við öðruvísi flæði heldur en var gert ráð fyrir á árunum 2010 til 2013 og hún hefur í sjálfu sér ekki breyst frá árinu 2017, heldur hafa áætlanir þroskast og við erum alltaf að birta nýjar áætlanir til þess að stjórnvöld, og þá um leið Alþingi, sé upplýst um það sem er að gerast,” segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Þá var gerð aukin krafa um jarðskjálftavarnir, um fram það sem byggingarreglugerðir segja til um. „Það sem við vildum gera var það að þessi bygging væri starfhæf nokkrum klukkustundum eftir stóran skjálfta því þetta er byggingin sem á að taka við öllum þeim sjúklingum eða þeim sem verða fyrir einhvers konar vá í jarðskjálfta,” segir hann. Meðferðarkjarninn verður eitt stærsta hús sem byggt hefur verið hér á landi. Að auki stendur til að byggja rannsóknahús, tæknihús, viðbyggingu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og bílastæði. Áætlað er að full starfsemi hefjist árið 2026. Einstaklingsrými verða fyrir 200 manns. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði 53 þúsund fermetrar en ákveðið var að stækka hann í 70 þúsund fermetra. Til samanburðar á nefna að Smáralind er um 62 þúsund fermetrar og allur flöturinn undir meðferðarkjarnanum er á pari við tvo knattspyrnuvelli. Kostnaður við framkvæmdirnar verður um 79,1 milljarður króna, sem er um 16,3 milljörðum meira en áætlað var árið 2017, sem skýrist meðal annars af stækkun meðferðarkjarnans. „Það sem hefur breyst er að það hafa komið fleiri starfsemiseiningar, það er mikil áhersla t.d. lögð á sóttvarnaeiningar í húsinu. En um leið að þá hefur byggingin breyst hún hefur tekið við öðruvísi flæði heldur en var gert ráð fyrir á árunum 2010 til 2013 og hún hefur í sjálfu sér ekki breyst frá árinu 2017, heldur hafa áætlanir þroskast og við erum alltaf að birta nýjar áætlanir til þess að stjórnvöld, og þá um leið Alþingi, sé upplýst um það sem er að gerast,” segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Þá var gerð aukin krafa um jarðskjálftavarnir, um fram það sem byggingarreglugerðir segja til um. „Það sem við vildum gera var það að þessi bygging væri starfhæf nokkrum klukkustundum eftir stóran skjálfta því þetta er byggingin sem á að taka við öllum þeim sjúklingum eða þeim sem verða fyrir einhvers konar vá í jarðskjálfta,” segir hann. Meðferðarkjarninn verður eitt stærsta hús sem byggt hefur verið hér á landi. Að auki stendur til að byggja rannsóknahús, tæknihús, viðbyggingu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og bílastæði. Áætlað er að full starfsemi hefjist árið 2026. Einstaklingsrými verða fyrir 200 manns.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira