…og þá voru eftir tveir Jóhannes Kolbeinsson skrifar 15. júlí 2021 08:00 Það var dapurlegt að heyra fréttirnar af því fyrir skömmu að greiðslumiðlunin Rapyd hyggist kaupa Valitor. Áður hafði fyrirtækið nefnilega keypt annað íslenskt greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta, og við kaupin á Valitor fækkar greiðslufyrirtækjum á Íslandi í tvö – Rapyd og Salt Pay. Þeir sem þekkja sögu greiðslukortaviðskipta á Íslandi vita vel hvernig ástandið var síðast þegar einungis tvö fyrirtæki buðu upp á greiðslumiðlun á landinu. Sú fákeppni leiddi af sér algera stöðnun þar sem fyrirtækin tvö mjólkuðu söluaðila og almenning í krafti stöðu sinnar, rukkuðu hátt verð og greiddu söluaðilum seint. Það var ekki fyrr er þriðja fyrirtækið – Kortaþjónustan – komst loks inn á markaðinn árið 2002 sem fákeppnin rofnaði, til mikilla hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Til vandræða frá því fákeppni lauk Fákeppnisfyrirtækin börðust hatrammlega gegn því að þurfa að stunda eðlileg viðskipti eins og frægt varð, og voru að lokum margdæmd fyrir samkeppnislagabrot. En það voru ekki bara þau sem gerðust brotleg, heldur tóku Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion Banki virkan þátt í að brjóta á Kortaþjónustunni. Þeir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra brota árið 2015, þar sem þeir viðurkenndu langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot og greiddu háar sektir til ríkisins. Það var í raun fyrst eftir þennan úrskurð sem samkeppnisstaðan varð jöfn á markaðnum. Og þá kom best í ljós hversu mikilvæg samkeppnislagabrotin höfðu verið fyrir fákeppnisfyrirtækin, því upp frá því hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin tvö verið meira og minna í taprekstri og aðallega til vandræða fyrir aðaleigendur sína, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion Banka. Fyrri brot enn óbætt Enn hafa þeir sem raunverulega var brotið á, og þurftu árum saman að reka fyrirtæki sitt í kolskakkri samkeppnisstöðu, þó ekki fengið krónu í skaðabætur frá bönkunum. Það mál er enn fyrir dómstólum og með ólíkindum að sjá hvernig hinir brotlegu komast upp með að þæfa það og tefja árum saman. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess fyrir samkeppnismál í landinu að hinir brotlegu bæti brotaþolum skaðann. En dómstólar draga því miður lappirnar og það er skammarlegt hvernig þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samkeppnisbrotum á Íslandi fá sinn hlut illa eða aldrei bættan. Hinir brotlegu sleppa hins vegar með að greiða örlítinn hluta af ávinningi sínum af brotunum í sektir til ríkisins og nota sína djúpu vasa til að verjast fórnarlömbum sínum í dómstólum. Með kortamarkaðinn í gjörgæslu Það verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt að fylgjast með viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þessum kaupum Rapyd á Valitor. Eftir að hafa neyðst til að hafa kortamarkaðinn í gjörgæslu í rúman áratug þegar kortafyrirtækin voru þrjú á markaðnum er ómögulegt að sjá hvernig stofnunin ætlar að tryggja virka samkeppni með einungis tveimur fyrirtækjum. Ég hef allavega mínar skoðanir á hversu líklegt er að það fyrirkomulag verði fyrirtækjum og almenningi á Íslandi til hagsbóta. Þeim hjá Samkeppniseftirlitinu er velkomið að heyra í mér með það – þau þekkja númerið. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það var dapurlegt að heyra fréttirnar af því fyrir skömmu að greiðslumiðlunin Rapyd hyggist kaupa Valitor. Áður hafði fyrirtækið nefnilega keypt annað íslenskt greiðslumiðlunarfyrirtæki, Korta, og við kaupin á Valitor fækkar greiðslufyrirtækjum á Íslandi í tvö – Rapyd og Salt Pay. Þeir sem þekkja sögu greiðslukortaviðskipta á Íslandi vita vel hvernig ástandið var síðast þegar einungis tvö fyrirtæki buðu upp á greiðslumiðlun á landinu. Sú fákeppni leiddi af sér algera stöðnun þar sem fyrirtækin tvö mjólkuðu söluaðila og almenning í krafti stöðu sinnar, rukkuðu hátt verð og greiddu söluaðilum seint. Það var ekki fyrr er þriðja fyrirtækið – Kortaþjónustan – komst loks inn á markaðinn árið 2002 sem fákeppnin rofnaði, til mikilla hagsbóta fyrir almenning og fyrirtæki. Til vandræða frá því fákeppni lauk Fákeppnisfyrirtækin börðust hatrammlega gegn því að þurfa að stunda eðlileg viðskipti eins og frægt varð, og voru að lokum margdæmd fyrir samkeppnislagabrot. En það voru ekki bara þau sem gerðust brotleg, heldur tóku Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion Banki virkan þátt í að brjóta á Kortaþjónustunni. Þeir gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þeirra brota árið 2015, þar sem þeir viðurkenndu langvarandi og alvarleg samkeppnislagabrot og greiddu háar sektir til ríkisins. Það var í raun fyrst eftir þennan úrskurð sem samkeppnisstaðan varð jöfn á markaðnum. Og þá kom best í ljós hversu mikilvæg samkeppnislagabrotin höfðu verið fyrir fákeppnisfyrirtækin, því upp frá því hafa greiðslumiðlunarfyrirtækin tvö verið meira og minna í taprekstri og aðallega til vandræða fyrir aðaleigendur sína, Íslandsbanka, Landsbankann og Arion Banka. Fyrri brot enn óbætt Enn hafa þeir sem raunverulega var brotið á, og þurftu árum saman að reka fyrirtæki sitt í kolskakkri samkeppnisstöðu, þó ekki fengið krónu í skaðabætur frá bönkunum. Það mál er enn fyrir dómstólum og með ólíkindum að sjá hvernig hinir brotlegu komast upp með að þæfa það og tefja árum saman. Samkeppniseftirlitið hefur ítrekað bent á mikilvægi þess fyrir samkeppnismál í landinu að hinir brotlegu bæti brotaþolum skaðann. En dómstólar draga því miður lappirnar og það er skammarlegt hvernig þau fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á samkeppnisbrotum á Íslandi fá sinn hlut illa eða aldrei bættan. Hinir brotlegu sleppa hins vegar með að greiða örlítinn hluta af ávinningi sínum af brotunum í sektir til ríkisins og nota sína djúpu vasa til að verjast fórnarlömbum sínum í dómstólum. Með kortamarkaðinn í gjörgæslu Það verður athyglisvert svo ekki sé meira sagt að fylgjast með viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins við þessum kaupum Rapyd á Valitor. Eftir að hafa neyðst til að hafa kortamarkaðinn í gjörgæslu í rúman áratug þegar kortafyrirtækin voru þrjú á markaðnum er ómögulegt að sjá hvernig stofnunin ætlar að tryggja virka samkeppni með einungis tveimur fyrirtækjum. Ég hef allavega mínar skoðanir á hversu líklegt er að það fyrirkomulag verði fyrirtækjum og almenningi á Íslandi til hagsbóta. Þeim hjá Samkeppniseftirlitinu er velkomið að heyra í mér með það – þau þekkja númerið. Höfundur er stofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun