Engar skýringar á skriðuhruni í Hágöngum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 20:48 Sjónarvottar segja skriðurnar hafa fallið klukkustundum saman. Stefán Guðmundsson Skriður féllu í Hágöngum, yst í Kinnarfjöllum, í Skjálfanda í gærkvöldi. Sjónarvottar sem staddir voru í Flatey segja að skriðurnar hafi fallið klukkustundum saman og að miklar drunur hafi fylgt þeim. Veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands, segist engar skýringar hafa fyrir skriðunum. „Þetta fellur þarna fram í sjó og verður svolítil hrúga í fjörunni. Þannig að við höfum svo sem engar skýringar á þessu, það var enginn snjór þarna fyrir ofan sem var að bráðna eða eitthvað sérstakt sem maður sér. Þetta virðist bara vera eðlilegt hrun í þessum bröttu fjöllum sem verður alltaf af og til,“ segir Sveinn Brynjólfsson, veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir svona skriður vera algengari þegar eitthvað kemur þeim af stað en þær geti vel farið af stað sjálfar. Heill hellingur af grjóti.Stefán Guðmundsson „Það er mjög algengt að það hrynji í svona bröttu fjalli. Þetta eru bara klettar og skriðurnar fara bara fram í sjó, það er ekkert undirlendi þarna. Það er mjög algengt alls staðar þar sem þannig er, að það sé að hrynja en menn verða ekkert alltaf varir við þetta,“ segir Sveinn. Kyrrðin og veðurblíðan hafi orðið til þess að fólk úti í Flatey hafi orðið vart við skriðurnar. „Þarna er þetta bara svo nærri Flatey að menn heyrðu þetta og sáu vel. Af því að það var svo kyrrt og bjart,“ segir Sveinn. Stefán Guðmundsson, forstjóri Gentle Giants, var staddur í Flatey í gær þar sem hann sá vel til skriðanna. Hann sagði í samtali við Vísi í hádeginu að enn féllu skriður úr fjallinu. Sveinn telur ekki ólíklegt að bergstykki hafi hrunið úr fjallinu og komið skriðunni af stað. „Það virðist vera að það sé þarna dálítið stykki sem að fer en það virðist ekki vera ofarlega í fjallinu, það virðist hafa verið frekar neðarlega sem að þetta fer af stað. Þá er ekkert ólíklegt að það hafi verið eitthvað bergstykki sem var að hruni komið og bergið hafi sprungið og veðrast með tíð og tíma.“ Stefán Guðmundsson Norðurþing Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Þetta fellur þarna fram í sjó og verður svolítil hrúga í fjörunni. Þannig að við höfum svo sem engar skýringar á þessu, það var enginn snjór þarna fyrir ofan sem var að bráðna eða eitthvað sérstakt sem maður sér. Þetta virðist bara vera eðlilegt hrun í þessum bröttu fjöllum sem verður alltaf af og til,“ segir Sveinn Brynjólfsson, veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir svona skriður vera algengari þegar eitthvað kemur þeim af stað en þær geti vel farið af stað sjálfar. Heill hellingur af grjóti.Stefán Guðmundsson „Það er mjög algengt að það hrynji í svona bröttu fjalli. Þetta eru bara klettar og skriðurnar fara bara fram í sjó, það er ekkert undirlendi þarna. Það er mjög algengt alls staðar þar sem þannig er, að það sé að hrynja en menn verða ekkert alltaf varir við þetta,“ segir Sveinn. Kyrrðin og veðurblíðan hafi orðið til þess að fólk úti í Flatey hafi orðið vart við skriðurnar. „Þarna er þetta bara svo nærri Flatey að menn heyrðu þetta og sáu vel. Af því að það var svo kyrrt og bjart,“ segir Sveinn. Stefán Guðmundsson, forstjóri Gentle Giants, var staddur í Flatey í gær þar sem hann sá vel til skriðanna. Hann sagði í samtali við Vísi í hádeginu að enn féllu skriður úr fjallinu. Sveinn telur ekki ólíklegt að bergstykki hafi hrunið úr fjallinu og komið skriðunni af stað. „Það virðist vera að það sé þarna dálítið stykki sem að fer en það virðist ekki vera ofarlega í fjallinu, það virðist hafa verið frekar neðarlega sem að þetta fer af stað. Þá er ekkert ólíklegt að það hafi verið eitthvað bergstykki sem var að hruni komið og bergið hafi sprungið og veðrast með tíð og tíma.“ Stefán Guðmundsson
Norðurþing Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira