Færeyingar mótmæla vígvæðingu norðurslóða Guttormur Þorsteinsson skrifar 19. júlí 2021 08:01 Á miðvikudaginn munu Færeyingar safnast saman á Sornfelli þar sem var starfrækt ratsjárstöð á vegum Nató í kalda stríðinu. Án vitundar Færeyinga voru þar staðsettir Bandarískir hermenn um árabil en Danir höfðu stundað þau hrossakaup að útvega Nató og Bandaríkjaher land undir herstöðvar á Grænlandi og Færeyjum gegn lægri útgjöldum til hernaðarbandalagsins. Þetta svipar til afstöðu íslenskra stjórnvalda sem að voru þó að minnsta kosti að bjóða fram sitt eigið land til afnota. Undirferli danskra stjórnvalda vakti skiljanlega mikla gremju í Færeyjum og nú vakna upp gamlir draugar þegar Danir hafa samþykkt að leyfa aftur rekstur ratsjárstöðvar á vegum Nató í Færeyjum. Ekki er enn ljóst hvort að lögþing Færeyja samþykkir þessar fyrirætlanir eða hvort að það fær yfir höfuð einhverju að ráða um þær. Það er hins vegar alveg ljóst að færeyskur almenningur vill ekki taka þátt í endurnýjaðri vígvæðingu norðurslóða. Boðað hefur verið til mótmæla við gömlu ratsjárstöðina á Sornfelli þar sem Færeyingar munu fjölmenna þrátt fyrir þverhnípi og þrönga vegi. Íslendingar hafa líka fengið að kynnast þessari hernaðaruppbyggingu, nú er til dæmis bandaríski tundurspillirinn USS Roosevelt við bakka í Sundahöfn og sífellt er verið að stinga upp á herskipahöfnum og frekari viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Samtök hernaðarandstæðinga boða því til samstöðumótmæla fyrir framan Færeysku sendiskrifstofuna við Hallveigarstaði kl. 20:00 miðvikudaginn 21. júlí enda er þetta mál sem varðar alla íbúa Norður-Atlantshafseyja. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Á miðvikudaginn munu Færeyingar safnast saman á Sornfelli þar sem var starfrækt ratsjárstöð á vegum Nató í kalda stríðinu. Án vitundar Færeyinga voru þar staðsettir Bandarískir hermenn um árabil en Danir höfðu stundað þau hrossakaup að útvega Nató og Bandaríkjaher land undir herstöðvar á Grænlandi og Færeyjum gegn lægri útgjöldum til hernaðarbandalagsins. Þetta svipar til afstöðu íslenskra stjórnvalda sem að voru þó að minnsta kosti að bjóða fram sitt eigið land til afnota. Undirferli danskra stjórnvalda vakti skiljanlega mikla gremju í Færeyjum og nú vakna upp gamlir draugar þegar Danir hafa samþykkt að leyfa aftur rekstur ratsjárstöðvar á vegum Nató í Færeyjum. Ekki er enn ljóst hvort að lögþing Færeyja samþykkir þessar fyrirætlanir eða hvort að það fær yfir höfuð einhverju að ráða um þær. Það er hins vegar alveg ljóst að færeyskur almenningur vill ekki taka þátt í endurnýjaðri vígvæðingu norðurslóða. Boðað hefur verið til mótmæla við gömlu ratsjárstöðina á Sornfelli þar sem Færeyingar munu fjölmenna þrátt fyrir þverhnípi og þrönga vegi. Íslendingar hafa líka fengið að kynnast þessari hernaðaruppbyggingu, nú er til dæmis bandaríski tundurspillirinn USS Roosevelt við bakka í Sundahöfn og sífellt er verið að stinga upp á herskipahöfnum og frekari viðbúnaði á Keflavíkurflugvelli. Samtök hernaðarandstæðinga boða því til samstöðumótmæla fyrir framan Færeysku sendiskrifstofuna við Hallveigarstaði kl. 20:00 miðvikudaginn 21. júlí enda er þetta mál sem varðar alla íbúa Norður-Atlantshafseyja. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar